Óttast að Vínbúðin sprengi gatnakerfið Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. nóvember 2017 07:00 Ekki var hægt að opna verslun ÁTVR í Kauptúni í vikunni þar sem leyfi frá bæjarstjórn lá ekki fyrir. Breyta þarf gatnakerfinu þar. Vísir/eyþór Skipulagsnefnd Garðabæjar lýsir áhyggjum af auknu umferðarálagi vegna fyrirhugaðrar opnunar Vínbúðar í Kauptúni. Formaður nefndarinnar segir opnunina kalla á að framkvæmdum við breytingar á gatnakerfinu verði hraðað. Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Garðabæjar, segir ljóst að flýta þurfi fyrirhuguðum framkvæmdum. ÁTVR bíður enn leyfis frá bænum til að opna eftir að hafa neyðst til að fresta fyrirhugaðri opnun verslunarinnar í Kauptúni á miðvikudag. „Þessar breytingar sem þarf að ráðast í tengjast á sínum tíma komu Costco, en það er alveg ljóst að með því að Vínbúðin kemur þarna líka, með sitt aðdráttarafl fyrir fólk, þarf að fara í að breikka vegi og annað sem við vorum búin að skipuleggja þegar við heimiluðum Costco að koma á svæðið,“ segir Sigurður. Engin ákvörðun liggur fyrir um hvenær farið verði í framkvæmdirnar.Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Garðabæjar.Ljóst er að Kauptún í Garðabæ er orðinn mjög heitur reitur og umferðarþunginn hefur aukist til muna með komu Costco í sumar, en fyrir var þar að finna IKEA, Bónus og Toyota-umboðið svo dæmi séu tekin. „Svo er margt fólk að flytja í hverfin þarna í kring. Þarna er að byggjast upp 1.600 íbúða hverfi,“ bætir Sigurður við. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að bæjarstjórn Garðabæjar teldi að ÁTVR þyrfti að sækja um sérstakt leyfi fyrir opnun verslunar sinnar í Kauptúni þar sem fyrra leyfi fyrir Vínbúð, sem lokað var fyrir þó nokkrum árum, var bundið við Garðatorg. Sem fyrr segir varð ÁTVR að fresta opnun Vínbúðarinnar en afstaða til umsóknar fyrirtækisins verður tekin í bæjarstjórn í næstu viku. Í bókun á fundi skipulagsnefndar á fimmtudag eru áhyggjurnar af umferðarálaginu viðraðar auk þess sem nefndin furðar sig á því að ÁTVR hafi ekki komið til móts við óskir Garðabæjar um að Vínbúðin yrði í miðbænum. Þótt nefndin leggist ekki gegn því að Vínbúð verði opnuð í bænum vonar hún þó að önnur hugsanleg sérvöruverslun með áfengi verði opnuð í miðbænum. „Við leggjumst ekki gegn því að opnaðar verði fleiri en ein Vínbúð í bænum. En við höfum haft mikinn áhuga á fá hana á miðbæjarsvæðið. En þeir hafa séð tækifæri í þeim mikla fjölda sem fer í Costco þarna.“ Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Skipulagsnefnd Garðabæjar lýsir áhyggjum af auknu umferðarálagi vegna fyrirhugaðrar opnunar Vínbúðar í Kauptúni. Formaður nefndarinnar segir opnunina kalla á að framkvæmdum við breytingar á gatnakerfinu verði hraðað. Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Garðabæjar, segir ljóst að flýta þurfi fyrirhuguðum framkvæmdum. ÁTVR bíður enn leyfis frá bænum til að opna eftir að hafa neyðst til að fresta fyrirhugaðri opnun verslunarinnar í Kauptúni á miðvikudag. „Þessar breytingar sem þarf að ráðast í tengjast á sínum tíma komu Costco, en það er alveg ljóst að með því að Vínbúðin kemur þarna líka, með sitt aðdráttarafl fyrir fólk, þarf að fara í að breikka vegi og annað sem við vorum búin að skipuleggja þegar við heimiluðum Costco að koma á svæðið,“ segir Sigurður. Engin ákvörðun liggur fyrir um hvenær farið verði í framkvæmdirnar.Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Garðabæjar.Ljóst er að Kauptún í Garðabæ er orðinn mjög heitur reitur og umferðarþunginn hefur aukist til muna með komu Costco í sumar, en fyrir var þar að finna IKEA, Bónus og Toyota-umboðið svo dæmi séu tekin. „Svo er margt fólk að flytja í hverfin þarna í kring. Þarna er að byggjast upp 1.600 íbúða hverfi,“ bætir Sigurður við. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að bæjarstjórn Garðabæjar teldi að ÁTVR þyrfti að sækja um sérstakt leyfi fyrir opnun verslunar sinnar í Kauptúni þar sem fyrra leyfi fyrir Vínbúð, sem lokað var fyrir þó nokkrum árum, var bundið við Garðatorg. Sem fyrr segir varð ÁTVR að fresta opnun Vínbúðarinnar en afstaða til umsóknar fyrirtækisins verður tekin í bæjarstjórn í næstu viku. Í bókun á fundi skipulagsnefndar á fimmtudag eru áhyggjurnar af umferðarálaginu viðraðar auk þess sem nefndin furðar sig á því að ÁTVR hafi ekki komið til móts við óskir Garðabæjar um að Vínbúðin yrði í miðbænum. Þótt nefndin leggist ekki gegn því að Vínbúð verði opnuð í bænum vonar hún þó að önnur hugsanleg sérvöruverslun með áfengi verði opnuð í miðbænum. „Við leggjumst ekki gegn því að opnaðar verði fleiri en ein Vínbúð í bænum. En við höfum haft mikinn áhuga á fá hana á miðbæjarsvæðið. En þeir hafa séð tækifæri í þeim mikla fjölda sem fer í Costco þarna.“
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira