Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. nóvember 2017 18:54 Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Sérfræðingar flugu yfir staðinn í dag til þess að safna gögnum og eftirlit hefur verið aukið til muna. Engin merki eru þó um gosóróa eða yfirvofandi eldgos. Fundað verður um stöðuna í kvöld. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu með Landhelgisgæslunni austur snemma í morgun til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli. Unnið var að rannsóknum í allan dag og lenti þyrla Landhelgisgæslunar aftur hér á Reykjavíkurflugvelli á sjötta tímanum. Í dag flugu einnig vísindamenn frá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands yfir Öræfajökul og Bárðarbungu og gerðu rannsóknir.Skjálftavirkni hefur verið að aukast í jöklinum að undanförnu og í byrjun október varð skjálfti af stæðrinni 3,5, sem er á stærsti frá því mælingar hófust. Í gær kom í ljós þegar bornar voru saman gervihnattamyndir að ketil hefur myndast í öskjunni, um kílómeter að breydd og allt að tuttugu og fimm metra djúpur og sýna ljósmyndir af svæðinu að breytingar hafa orðið á yfirborði. Veðurstofan fékk tilkynningu um megna brennisteinslykt við Vestari-Kvíá sem kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls í fyrradag og hefur sú ykt verið stöðug á svæðinu.Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli. Talið er að mesta vatnið sé nú þegar runnið undan katlinum. Í gærkvöldi lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi almannavarna vegna hugsanlegs eldgoss og stóð lögreglan á Suðurlandi vakt við Kvíá síðastliðna nótt. Þá breytti Veðurstofan litakóða fyrir eldstöðina vegna flugumferðar í gulan. Ítrekað hefur verið að engin merki eru um gosóróa eða yfirvofandi eldgos í Öræfajökli. Ekki er til nein viðbragðsáætlun fyrir svæðið en vinna við hana er nú þegar farin af stað og langt komin. Til að mynda er rýmingaráætlun til staðar komi til eldgoss. „Það er alltaf erfitt að segja hvort að eldgos sé í vændum en það er ekkert sem bendir til þess að það sé gosórói, gos að hefjast eða eitthvað slíkt,“ segir Björn Oddsson, sérfræðingur hjá Almannavörnum. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Sérfræðingar flugu yfir staðinn í dag til þess að safna gögnum og eftirlit hefur verið aukið til muna. Engin merki eru þó um gosóróa eða yfirvofandi eldgos. Fundað verður um stöðuna í kvöld. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu með Landhelgisgæslunni austur snemma í morgun til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli. Unnið var að rannsóknum í allan dag og lenti þyrla Landhelgisgæslunar aftur hér á Reykjavíkurflugvelli á sjötta tímanum. Í dag flugu einnig vísindamenn frá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands yfir Öræfajökul og Bárðarbungu og gerðu rannsóknir.Skjálftavirkni hefur verið að aukast í jöklinum að undanförnu og í byrjun október varð skjálfti af stæðrinni 3,5, sem er á stærsti frá því mælingar hófust. Í gær kom í ljós þegar bornar voru saman gervihnattamyndir að ketil hefur myndast í öskjunni, um kílómeter að breydd og allt að tuttugu og fimm metra djúpur og sýna ljósmyndir af svæðinu að breytingar hafa orðið á yfirborði. Veðurstofan fékk tilkynningu um megna brennisteinslykt við Vestari-Kvíá sem kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls í fyrradag og hefur sú ykt verið stöðug á svæðinu.Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli. Talið er að mesta vatnið sé nú þegar runnið undan katlinum. Í gærkvöldi lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi almannavarna vegna hugsanlegs eldgoss og stóð lögreglan á Suðurlandi vakt við Kvíá síðastliðna nótt. Þá breytti Veðurstofan litakóða fyrir eldstöðina vegna flugumferðar í gulan. Ítrekað hefur verið að engin merki eru um gosóróa eða yfirvofandi eldgos í Öræfajökli. Ekki er til nein viðbragðsáætlun fyrir svæðið en vinna við hana er nú þegar farin af stað og langt komin. Til að mynda er rýmingaráætlun til staðar komi til eldgoss. „Það er alltaf erfitt að segja hvort að eldgos sé í vændum en það er ekkert sem bendir til þess að það sé gosórói, gos að hefjast eða eitthvað slíkt,“ segir Björn Oddsson, sérfræðingur hjá Almannavörnum.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira