Segir málið snúast um Demókrata Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Donald Trump elskar hástafi. vísir/afp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að stærstu fréttir undanfarinna daga séu ekki þær að áhrifamenn úr framboði hans hafi verið ákærðir. Merkilegra sé að Tony Podesta, áhrifamaður innan Demókrataflokksins, sé að hætta hjá þrýstifyrirtæki sínu vegna rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum og meintum tengslum Trump-liða við Rússa. Greint var frá því á mánudag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trumps, og viðskiptafélagi hans, Robert Gates, yrðu ákærðir meðal annars fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum. Þá var George Papadopoulos, ráðgjafi framboðsins, ákærður fyrir að hafa sagt alríkislögreglunni ósatt. Trump-liðar voru snöggir að sverja Papadopoulos af sér. „Fáir þekktu þennan unga, lágt setta sjálfboðaliða sem kallast George. Það hefur nú þegar komið í ljós að hann er lygari. Skoðið DEMÓKRATA,“ tísti forsetinn til að mynda. Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi forseta, sagði á mánudag að Papadopoulos hefði ekki verið neitt meira en sjálfboðaliði. CNN greinir frá því að sjálfboðaliðastaða hans sé ekki óvenjuleg og að margir áhrifamenn innan framboðsins hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína. Þá skipti það engu máli fyrir rannsókn Muellers. Rannsóknin á Rússatengslunum og afskiptunum er umfangsmikil. Fulltrúar Facebook koma senn fyrir upplýsingamálanefnd öldungadeildar þingsins til að ræða notkun Rússa á Facebook í aðdraganda kosninganna. Í gögnum sem samfélagsmiðillinn birti í gær sést að 126 milljónir Bandaríkjamanna hafi séð færslur rússneskra málafylgjumanna á tímalínum sínum. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að stærstu fréttir undanfarinna daga séu ekki þær að áhrifamenn úr framboði hans hafi verið ákærðir. Merkilegra sé að Tony Podesta, áhrifamaður innan Demókrataflokksins, sé að hætta hjá þrýstifyrirtæki sínu vegna rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum og meintum tengslum Trump-liða við Rússa. Greint var frá því á mánudag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trumps, og viðskiptafélagi hans, Robert Gates, yrðu ákærðir meðal annars fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum. Þá var George Papadopoulos, ráðgjafi framboðsins, ákærður fyrir að hafa sagt alríkislögreglunni ósatt. Trump-liðar voru snöggir að sverja Papadopoulos af sér. „Fáir þekktu þennan unga, lágt setta sjálfboðaliða sem kallast George. Það hefur nú þegar komið í ljós að hann er lygari. Skoðið DEMÓKRATA,“ tísti forsetinn til að mynda. Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi forseta, sagði á mánudag að Papadopoulos hefði ekki verið neitt meira en sjálfboðaliði. CNN greinir frá því að sjálfboðaliðastaða hans sé ekki óvenjuleg og að margir áhrifamenn innan framboðsins hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína. Þá skipti það engu máli fyrir rannsókn Muellers. Rannsóknin á Rússatengslunum og afskiptunum er umfangsmikil. Fulltrúar Facebook koma senn fyrir upplýsingamálanefnd öldungadeildar þingsins til að ræða notkun Rússa á Facebook í aðdraganda kosninganna. Í gögnum sem samfélagsmiðillinn birti í gær sést að 126 milljónir Bandaríkjamanna hafi séð færslur rússneskra málafylgjumanna á tímalínum sínum.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00