Ísland góður félagi fyrir Evrópsku geimstofnunina Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2017 09:00 Íslenski fáninn gæti mögulega prýtt geimbúning í framtíðinni ef Ísland gerist aðili að Evrópsku geimstofnuninni. Myndin er samett. Vísir/Getty Forstjóri Evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) telur að Ísland yrði góður samstarfsfélagi stofnunarinnar, ekki síst í verkefnum sem tengjast norðurskautinu. Utanríkisráðuneytið skoðar nú hugsanlega aðild að ESA en telur að það gæti tekið Ísland áratug eða meira að fá fulla aðild. Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu í fyrra um að utanríkisráðuneytið skoðaði og hæfi undirbúning að umsókn Íslands um aðild að ESA. Jan Wörner, forstjóri ESA, fundaði með fulltrúum ráðuneytisins í sumar þegar hann var hér í fríi. Í viðtali við Vísi lýsir Wörner áhuga Evrópsku geimsstofnunarinnar á nánara sambandi við Ísland í framtíðinni. „Fyrir okkur er Ísland áhugavert land af nokkrum ástæðum, sérstaklega vegna þess að við erum núna með umsvif á norðurskautinu. Þess vegna gæti Ísland verið mjög góður samstarfsfélagi fyrir okkur. Við erum að skoða að auka samskiptin við Ísland,“ segir hann.Árlegt framlag undir einni milljón evra Í svari við fyrirspurn Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hvernig umsókninni miðaði í síðustu viku sagði utanríkisráðuneytið að talsverður aðdragandi væri að því að ríki fengju fulla aðild að ESA. Eftir að samstarfsmöguleikar og mögulegt framlag ríkja hafi verið metin sé gerður samstarfssamningur milli þess og ESA þar sem aðilum er ætlað að kynnast hvor öðrum og undirbúa jarðveginn fyrir því að gerður sé samningur milli þeirra um nánar tilgreind verkefni með þátttöku einstaklinga, fyrirtækja eða stofnana frá væntanlegu umsóknarríki. Gangi þessi verkefni eftir sé gert samkomulag milli umsóknarríkis og ESA þar sem umsóknarríkið fær að taka fullan þátt í öllum verkefnum Geimvísindastofnunarinnar og að starfa innan hennar. Er þetta samkomulag undanfari fullrar aðildar viðkomandi ríkis.Þýski verkfræðingurinn Jan Wörner er framkvæmdastjóri ESA.Vísir/AFPWörner segir að alltaf sé byrjað á að skoða getu og áhuga hvers ríkis. Aðildin kosti fé og því sé mikilvægt að fyrir liggi strax hverjir kostirnir við hana séu fyrir ríki. „Þess vegna byrjum við yfirleitt á samstarfssamningi þar sem við skiptumst ekki bara á upplýsingum heldur gerum við ráðstafanir fyrir ákveðin verkefni,“ segir Wörner. Utanríkisráðuneytið segir að við aðild þyrfti Ísland að greiða hálfa milljón evra, 61,6 milljónir króna á núverandi gengi. Árlegt framlag Íslands til stofnunarinnar yrði líklega undir einni milljón evra, eða um það bil 120 milljónum króna. Áætlar ráðuneytið út frá reynslu að það gæti tekið „um eða yfir áratug“ fyrir Ísland að fá fulla aðild að ESA.Áhugastjörnufræðingur kom fundinum á Fundur Wörner með fulltrúum utanríkisráðuneytisins var nokkuð óformlegur og kom til af nokkurri tilviljun þegar forstjórinn var í fríi á Íslandi í sumar. Hann segist hafa verið að skoða hverasvæði klæddur í úlpu merkta ESA þegar áhugastjörnufræðingur vatt sér upp að honum og spurði hvort hann væri frá stofnuninni. „Hann kom á sambandi, ég fékk símtal og fór svo í ráðuneytið mjög óformlega sem maður í fríi ,“ segir Wörner um aðdraganda fundarins í utanríkisráðuneytinu. Í kjölfarið hafa fulltrúar íslenskra stjórnvalda skipst á bréfum og skjölum við ESA til að skýra út hvað Ísland gæti lagt til ESA og hvað ESA gæti fært Íslandi. „Núna hlökkum við til að eiga í formlegri samskiptum,“ segir Wörner.ESA átti meðal annars heiðurinn af fyrstu mjúklendingu geimfars á halastjörnu þegar Philae lenti á 67P/Churyumov-Gerasimenko í nóvember 2014.Vísir/AFPGeimurinn veitir ungu fólki innblástur Eins og áður segir lítur Wörner fyrst til málefna norðurskautsins um hvernig ESA og Ísland gætu átt í samstarfi sem gagnaðist báðum aðilum. Hann bendir á að Norðurlöndin séu þegar meðlimir ESA og Kanada, Bandaríkin og Rússland, hin ríkin í Norðurskautsráðinu, eigi einnig í samstarfi við stofnunin. Geimurinn geti fært fært mönnum upplýsingar um norðurskautið, jökla, bráðnun íss og öryggi siglinga á svæðinu til dæmis. „Við höfum margt fram að færa og geimurinn hefur margt fram að færa. Þess vegna teljum við að við værum góðir samstarfsfélagar,“ segir Wörner. Fyrir utan málefni norðurskautsins segir forstjórinn að á Íslandi geti vísindastarf í stjörnufræði, stjarneðlisfræði, heimsfræði og eðlisfræði komið með eitthvað að borðinu fyrir ESA og öfugt. Umfram það geti geimstofnunin hjálpað til við að hvetja ungt fólk til dáða í vísindum. „Við þurfum alltaf að reyna að veita ungu fólki innblástur. Okkar reynsla er að geimurinn veiti æskunni mikinn innblástur. Við erum tilbúin að veita íslenskum nemendum þennan innblástur,“ segir Wörner. Vísindi Tengdar fréttir Íslendingar funduðu með framkvæmdastjóra Evrópsku geimstofnunarinnar Framkvæmdastjóri ESA kynnti stofnunina og skuldbindingar sem gætu fylgt aðild fyrir fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar. 29. september 2017 08:35 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Sjá meira
Forstjóri Evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) telur að Ísland yrði góður samstarfsfélagi stofnunarinnar, ekki síst í verkefnum sem tengjast norðurskautinu. Utanríkisráðuneytið skoðar nú hugsanlega aðild að ESA en telur að það gæti tekið Ísland áratug eða meira að fá fulla aðild. Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu í fyrra um að utanríkisráðuneytið skoðaði og hæfi undirbúning að umsókn Íslands um aðild að ESA. Jan Wörner, forstjóri ESA, fundaði með fulltrúum ráðuneytisins í sumar þegar hann var hér í fríi. Í viðtali við Vísi lýsir Wörner áhuga Evrópsku geimsstofnunarinnar á nánara sambandi við Ísland í framtíðinni. „Fyrir okkur er Ísland áhugavert land af nokkrum ástæðum, sérstaklega vegna þess að við erum núna með umsvif á norðurskautinu. Þess vegna gæti Ísland verið mjög góður samstarfsfélagi fyrir okkur. Við erum að skoða að auka samskiptin við Ísland,“ segir hann.Árlegt framlag undir einni milljón evra Í svari við fyrirspurn Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hvernig umsókninni miðaði í síðustu viku sagði utanríkisráðuneytið að talsverður aðdragandi væri að því að ríki fengju fulla aðild að ESA. Eftir að samstarfsmöguleikar og mögulegt framlag ríkja hafi verið metin sé gerður samstarfssamningur milli þess og ESA þar sem aðilum er ætlað að kynnast hvor öðrum og undirbúa jarðveginn fyrir því að gerður sé samningur milli þeirra um nánar tilgreind verkefni með þátttöku einstaklinga, fyrirtækja eða stofnana frá væntanlegu umsóknarríki. Gangi þessi verkefni eftir sé gert samkomulag milli umsóknarríkis og ESA þar sem umsóknarríkið fær að taka fullan þátt í öllum verkefnum Geimvísindastofnunarinnar og að starfa innan hennar. Er þetta samkomulag undanfari fullrar aðildar viðkomandi ríkis.Þýski verkfræðingurinn Jan Wörner er framkvæmdastjóri ESA.Vísir/AFPWörner segir að alltaf sé byrjað á að skoða getu og áhuga hvers ríkis. Aðildin kosti fé og því sé mikilvægt að fyrir liggi strax hverjir kostirnir við hana séu fyrir ríki. „Þess vegna byrjum við yfirleitt á samstarfssamningi þar sem við skiptumst ekki bara á upplýsingum heldur gerum við ráðstafanir fyrir ákveðin verkefni,“ segir Wörner. Utanríkisráðuneytið segir að við aðild þyrfti Ísland að greiða hálfa milljón evra, 61,6 milljónir króna á núverandi gengi. Árlegt framlag Íslands til stofnunarinnar yrði líklega undir einni milljón evra, eða um það bil 120 milljónum króna. Áætlar ráðuneytið út frá reynslu að það gæti tekið „um eða yfir áratug“ fyrir Ísland að fá fulla aðild að ESA.Áhugastjörnufræðingur kom fundinum á Fundur Wörner með fulltrúum utanríkisráðuneytisins var nokkuð óformlegur og kom til af nokkurri tilviljun þegar forstjórinn var í fríi á Íslandi í sumar. Hann segist hafa verið að skoða hverasvæði klæddur í úlpu merkta ESA þegar áhugastjörnufræðingur vatt sér upp að honum og spurði hvort hann væri frá stofnuninni. „Hann kom á sambandi, ég fékk símtal og fór svo í ráðuneytið mjög óformlega sem maður í fríi ,“ segir Wörner um aðdraganda fundarins í utanríkisráðuneytinu. Í kjölfarið hafa fulltrúar íslenskra stjórnvalda skipst á bréfum og skjölum við ESA til að skýra út hvað Ísland gæti lagt til ESA og hvað ESA gæti fært Íslandi. „Núna hlökkum við til að eiga í formlegri samskiptum,“ segir Wörner.ESA átti meðal annars heiðurinn af fyrstu mjúklendingu geimfars á halastjörnu þegar Philae lenti á 67P/Churyumov-Gerasimenko í nóvember 2014.Vísir/AFPGeimurinn veitir ungu fólki innblástur Eins og áður segir lítur Wörner fyrst til málefna norðurskautsins um hvernig ESA og Ísland gætu átt í samstarfi sem gagnaðist báðum aðilum. Hann bendir á að Norðurlöndin séu þegar meðlimir ESA og Kanada, Bandaríkin og Rússland, hin ríkin í Norðurskautsráðinu, eigi einnig í samstarfi við stofnunin. Geimurinn geti fært fært mönnum upplýsingar um norðurskautið, jökla, bráðnun íss og öryggi siglinga á svæðinu til dæmis. „Við höfum margt fram að færa og geimurinn hefur margt fram að færa. Þess vegna teljum við að við værum góðir samstarfsfélagar,“ segir Wörner. Fyrir utan málefni norðurskautsins segir forstjórinn að á Íslandi geti vísindastarf í stjörnufræði, stjarneðlisfræði, heimsfræði og eðlisfræði komið með eitthvað að borðinu fyrir ESA og öfugt. Umfram það geti geimstofnunin hjálpað til við að hvetja ungt fólk til dáða í vísindum. „Við þurfum alltaf að reyna að veita ungu fólki innblástur. Okkar reynsla er að geimurinn veiti æskunni mikinn innblástur. Við erum tilbúin að veita íslenskum nemendum þennan innblástur,“ segir Wörner.
Vísindi Tengdar fréttir Íslendingar funduðu með framkvæmdastjóra Evrópsku geimstofnunarinnar Framkvæmdastjóri ESA kynnti stofnunina og skuldbindingar sem gætu fylgt aðild fyrir fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar. 29. september 2017 08:35 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Sjá meira
Íslendingar funduðu með framkvæmdastjóra Evrópsku geimstofnunarinnar Framkvæmdastjóri ESA kynnti stofnunina og skuldbindingar sem gætu fylgt aðild fyrir fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar. 29. september 2017 08:35