Matarkarfan í Costco hækkað verulega á fáeinum mánuðum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. nóvember 2017 06:30 Ekkert lát er á miklum viðskiptum Íslendinga við Costco en verð hafa hækkað frá því í sumar. vísir/Ernir Matvöruverð hefur hækkað um allt að 26 prósent í verslun Costco í Kauptúni síðustu mánuði. Þetta leiddi verðathugun Fréttablaðsins og samanburður við niðurstöður Verðlagseftirlits ASÍ í ljós. Fréttablaðið skoðaði verð á fimmtán völdum vörum úr verðlagsathugunum ASÍ 5. september síðastliðinn annars vegar og 3. júlí hins vegar og kannaði verð þeirra í versluninni í dag. Af þessum fimmtán vörum reyndust níu hafa hækkað nokkuð í verði, verð fjögurra hafði haldist óbreytt en aðeins tvær höfðu lækkað í verði.Nokkur umræða hefur verið um það á samfélagsmiðlum undanfarið að neytendur séu farnir að finna fyrir hækkunum á verði hjá Costco sem kom eins og stormsveipur inn á íslenskan neytendamarkað í maí síðastliðnum. Kostakjör Costco og lægra vöruverð en áður hafði þekkst á mörgum vörutegundum hérlendis vakti mikla lukku meðal neytenda og rann sannkallað Costco-æði á Íslendinga í sumar. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að eldsneytisverðið hafi hækkað nokkuð hjá Costco á undanförnum mánuðum, en sömu sögu er að segja af matvörunni. Mest er hækkunin í athugun blaðsins á smjörva, eða 26,4%. 400 g askja kostaði 379 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí síðastliðinn en í gær, 2. nóvember, kostaði hún 479 krónur. Þá hefur 20% hækkun orðið á 400 g öskju af rjómaosti frá MS síðan í verðkönnun ASÍ 5. september. Sama prósentuhækkun hefur orðið á lítraverði Coca-Cola í 1,75 lítra flöskum. Bananar hafa hækkað um tæp 16 prósent. Mesta verðlækkunin er á 500 g dós af hreinu MS skyri, sem kostaði 438 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí en 217 krónur í athugun Fréttablaðsins í gær. Hin varan sem lækkaði í verði er poki af rauðum eplum, þar sem lægsta kílóverðið hefur lækkað um 13 prósent. Líkt og hjá Verðlagseftirliti ASÍ skráði Fréttablaðið niður hilluverð vöru sem er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru það fleiri en hinn almenni neytandi sem fundið hafa fyrir hærra vöruverði hjá Costco því smásöluaðilar sem samið hafa við vöruhúsið sem birgi segjast einnig finna fyrir þessum sviptingum til hækkana. Það er þó ekki samdóma álit því aðrir verslunareigendur sem blaðið ræddi við sögðust sáttir og að sveiflur á verði væru viðbúnar. Í heildina væru þeir sáttir. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Matvöruverð hefur hækkað um allt að 26 prósent í verslun Costco í Kauptúni síðustu mánuði. Þetta leiddi verðathugun Fréttablaðsins og samanburður við niðurstöður Verðlagseftirlits ASÍ í ljós. Fréttablaðið skoðaði verð á fimmtán völdum vörum úr verðlagsathugunum ASÍ 5. september síðastliðinn annars vegar og 3. júlí hins vegar og kannaði verð þeirra í versluninni í dag. Af þessum fimmtán vörum reyndust níu hafa hækkað nokkuð í verði, verð fjögurra hafði haldist óbreytt en aðeins tvær höfðu lækkað í verði.Nokkur umræða hefur verið um það á samfélagsmiðlum undanfarið að neytendur séu farnir að finna fyrir hækkunum á verði hjá Costco sem kom eins og stormsveipur inn á íslenskan neytendamarkað í maí síðastliðnum. Kostakjör Costco og lægra vöruverð en áður hafði þekkst á mörgum vörutegundum hérlendis vakti mikla lukku meðal neytenda og rann sannkallað Costco-æði á Íslendinga í sumar. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að eldsneytisverðið hafi hækkað nokkuð hjá Costco á undanförnum mánuðum, en sömu sögu er að segja af matvörunni. Mest er hækkunin í athugun blaðsins á smjörva, eða 26,4%. 400 g askja kostaði 379 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí síðastliðinn en í gær, 2. nóvember, kostaði hún 479 krónur. Þá hefur 20% hækkun orðið á 400 g öskju af rjómaosti frá MS síðan í verðkönnun ASÍ 5. september. Sama prósentuhækkun hefur orðið á lítraverði Coca-Cola í 1,75 lítra flöskum. Bananar hafa hækkað um tæp 16 prósent. Mesta verðlækkunin er á 500 g dós af hreinu MS skyri, sem kostaði 438 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí en 217 krónur í athugun Fréttablaðsins í gær. Hin varan sem lækkaði í verði er poki af rauðum eplum, þar sem lægsta kílóverðið hefur lækkað um 13 prósent. Líkt og hjá Verðlagseftirliti ASÍ skráði Fréttablaðið niður hilluverð vöru sem er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru það fleiri en hinn almenni neytandi sem fundið hafa fyrir hærra vöruverði hjá Costco því smásöluaðilar sem samið hafa við vöruhúsið sem birgi segjast einnig finna fyrir þessum sviptingum til hækkana. Það er þó ekki samdóma álit því aðrir verslunareigendur sem blaðið ræddi við sögðust sáttir og að sveiflur á verði væru viðbúnar. Í heildina væru þeir sáttir.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira