Southgate tók þrjá unga inn í enska landsliðið í gær en hvað gerir Heimir í dag? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2017 10:30 Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, mun í dag velja hóp sinn fyrir Katar-ferð landsliðsins seinna í þessum mánuði. Íslenska landsliðið mun þá spila tvo leiki á þriggja liða æfingamóti þar sem einnig taka þátt í heimamenn í Katar og svo Tékkar. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, er í svipaðri stöðu og Heimir Hallgrímsson því landslið beggja þjóða eru bæði búin að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Southgate valdi hópinn sinn í gær fyrir vináttulandsleiki á móti Brasilíu og Þýskalandi og tók þá inn þrjú unga nýliða. Þetta voru þeir Joe Gomez frá Liverpool og lánsmennirnir frá Chelsea, Tammy Abraham (hjá Swansea) og Ruben Loftus-Cheek (hjá Crystal Palace). Enski landsliðsþjálfarinn gerði gott betur því hann henti líka mönnum eins og þeim Alex Oxlade-Chamberlain (Liverpool) og Chris Smalling (Manchester United) út úr landsliðinu. Það býst enginn heldur við því að hann velji menn eins og Daniel Sturridge eða Jermain Defoe aftur í landsliðið. Nú er það spurningin hvort Heimir ætlar að gefa einhverjum nýjum íslenskum landsliðsmönnum tækifærið í þessum leikjum í Katar. Southgate valdi líka sína bestu menn og alls 25 manna hóp fyrir þessa tvo leiki. Southgate var líka með þá Harry Maguire (1 landsleikur) frá Leicester og Tottenham-mennina Kieran Trippier (2) og Harry Winks (1) sem hafa ekki tekið mörg skref með enska landsliðinu. Blaðamannafundur Heimis fer fram í Laugardalnum í dag og verður fylgst með honum hér inn á Vísi. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, mun í dag velja hóp sinn fyrir Katar-ferð landsliðsins seinna í þessum mánuði. Íslenska landsliðið mun þá spila tvo leiki á þriggja liða æfingamóti þar sem einnig taka þátt í heimamenn í Katar og svo Tékkar. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, er í svipaðri stöðu og Heimir Hallgrímsson því landslið beggja þjóða eru bæði búin að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Southgate valdi hópinn sinn í gær fyrir vináttulandsleiki á móti Brasilíu og Þýskalandi og tók þá inn þrjú unga nýliða. Þetta voru þeir Joe Gomez frá Liverpool og lánsmennirnir frá Chelsea, Tammy Abraham (hjá Swansea) og Ruben Loftus-Cheek (hjá Crystal Palace). Enski landsliðsþjálfarinn gerði gott betur því hann henti líka mönnum eins og þeim Alex Oxlade-Chamberlain (Liverpool) og Chris Smalling (Manchester United) út úr landsliðinu. Það býst enginn heldur við því að hann velji menn eins og Daniel Sturridge eða Jermain Defoe aftur í landsliðið. Nú er það spurningin hvort Heimir ætlar að gefa einhverjum nýjum íslenskum landsliðsmönnum tækifærið í þessum leikjum í Katar. Southgate valdi líka sína bestu menn og alls 25 manna hóp fyrir þessa tvo leiki. Southgate var líka með þá Harry Maguire (1 landsleikur) frá Leicester og Tottenham-mennina Kieran Trippier (2) og Harry Winks (1) sem hafa ekki tekið mörg skref með enska landsliðinu. Blaðamannafundur Heimis fer fram í Laugardalnum í dag og verður fylgst með honum hér inn á Vísi.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira