Trump tilnefnir nýjan mann í stól seðlabankastjóra Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2017 08:48 Donald trump Bandaríkjaforseti og Jerome Powell. Vísir/AFP Líkt og búist hafði verið við þá tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseti Jerome Powell í stól seðlabankastjóra Bandaríkjanna í gær. Búist er við að hinn hinn 64 ára Powell taki við stjórnartaumunum í bankanum þegar Janet Yellen hættir í febrúar næstkomandi. Powell er menntaður lögfræðingur og hefur átt sæti í stjórn bandaríska seðlabankans frá árinu 2012. Hann hefur greitt atkvæði með meirihluta stjórnar í málum sem snúa að vaxtaákvörðunum og er búist við að hann muni viðhalda núverandi stefnu seðlabankans og lítillega hækka vexti í skrefum, að því er fram kemur í frétt BBC. „Ég er viss um að Jay [Jerome] búi yfir viskunni og leiðtogahæfninni til að leiða efnahag okkar í gegnum alls kyns áskoranir,“ sagði Trump þegar hann kynnti val sitt í gær.Powell sagði á sama fréttamannafundi að efnahagur Bandaríkjanna hafi batnað frá fjármálakrísunni, auk þess að hann hét því að taka hlutlægar ákvarðanir sem byggðu á þeim gögnum sem fyrir lægju. Hin 71 árs gamla Yellen hefur setið í stóli seðlabankastjóra í fjögur ár og er fyrsta konan til að gegna embættinu. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna hefur vanalega setið fleiri en eitt skipunartímabil, en Trump hefur sagt að hann vilji setja spor sín á bankann. Trump þakkaði Yellen fyrir störf sín í gær og sagði hana hafa staðið sig frábærlega. Fastlega er búist við að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykki skipun Powell. Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað á miðvikudag að halda vöxtum óbreyttum, en reikna sérfræðingar með að vextir verði hækkaðir fyrir árslok. Powell er vellauðugur og starfaði á árum áður í Carlyle Group, einu af stærstu fjárfestingafélögum heims. Barack Obama skipaði hann í stjórn seðlabankans árið 2012. Donald Trump Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Líkt og búist hafði verið við þá tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseti Jerome Powell í stól seðlabankastjóra Bandaríkjanna í gær. Búist er við að hinn hinn 64 ára Powell taki við stjórnartaumunum í bankanum þegar Janet Yellen hættir í febrúar næstkomandi. Powell er menntaður lögfræðingur og hefur átt sæti í stjórn bandaríska seðlabankans frá árinu 2012. Hann hefur greitt atkvæði með meirihluta stjórnar í málum sem snúa að vaxtaákvörðunum og er búist við að hann muni viðhalda núverandi stefnu seðlabankans og lítillega hækka vexti í skrefum, að því er fram kemur í frétt BBC. „Ég er viss um að Jay [Jerome] búi yfir viskunni og leiðtogahæfninni til að leiða efnahag okkar í gegnum alls kyns áskoranir,“ sagði Trump þegar hann kynnti val sitt í gær.Powell sagði á sama fréttamannafundi að efnahagur Bandaríkjanna hafi batnað frá fjármálakrísunni, auk þess að hann hét því að taka hlutlægar ákvarðanir sem byggðu á þeim gögnum sem fyrir lægju. Hin 71 árs gamla Yellen hefur setið í stóli seðlabankastjóra í fjögur ár og er fyrsta konan til að gegna embættinu. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna hefur vanalega setið fleiri en eitt skipunartímabil, en Trump hefur sagt að hann vilji setja spor sín á bankann. Trump þakkaði Yellen fyrir störf sín í gær og sagði hana hafa staðið sig frábærlega. Fastlega er búist við að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykki skipun Powell. Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað á miðvikudag að halda vöxtum óbreyttum, en reikna sérfræðingar með að vextir verði hækkaðir fyrir árslok. Powell er vellauðugur og starfaði á árum áður í Carlyle Group, einu af stærstu fjárfestingafélögum heims. Barack Obama skipaði hann í stjórn seðlabankans árið 2012.
Donald Trump Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira