Erfiðustu málin afgreidd fyrst og pizza í hádegismat Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 13:30 Fulltrúar fjögurra flokka funda nú á heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar. Heimilishundurinn Kjói vekur mikla lukku. Vísir/Ernir Erfiðustu málin verða afgreidd fyrst í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins áður en lengra verður haldið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við fréttastofu að hún sé bjartsýn. Fundur flokkanna fjögurra hófst klukkan tíu í morgun og er búist við því að hann haldi áfram fram eftir degi. Góður andi var í hópnum þegar fréttamenn fengu að líta inn fyrir á Syðra Langholti, heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, þar sem flokkarnir funda. Hlé var gert á fundi um hádegi og fengu fulltrúar flokkanna sér flatböku í hádegismat. Þá vakti heimilishundurinn Kjói mikla lukku meðal fundarmanna. Katrín segir að fyrst verði farið yfir þau mál sem þau telja að geti orðið hverjum flokki fyrir sig erfiðust. Það verður gert áður en farið verður í að skipa niður starfshópa en það gæti gerst eftir nokkra daga ef viðræður ganga vel. Hún reiknar þó með því að nokkrir dagar líður áður en fólk fari að sjá til lands í viðræðunum.Góður andi var í hópnum þegar fréttamenn fengu að kíkja inn á Syðra Langholt.Vísir/ErnirEkki er vitað hvenær þing kemur saman á ný, en Katrín segir það æskilegt að ljóst verði hvort þessi stjórn nái saman áður en þing kemur saman. Á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær sagði Katrín að hún liti svo á að fyrirhuguð ríkisstjórn myndi taka á stóru línunum, annars vegar ráðst í þá uppbyggingu sem var mest til umfjöllunar fyrir kosningar, í heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum. „Siðan eru risastór mál sem blasa við þeirri ríkisstjórn sem tekur við. Skapa þarf sátt á vinnumarkaðinum en aukinheldur þá legg ég sérstaka áherslu á annars vegar jafnréttismál og hins vegar loftslagsmál,“ sagði Katrín á Bessastöðum. Þá leggur hún áherslu á að ríkisstjórnin leggi sig fram um að ná aukinni samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á Alþingi. Þeir fjórir flokkar sem kæmu að mögulegri ríkisstjórn hafa ólíkar áherslur í evrópumálum, peningamálum og hversu miklum fjármunum sé hægt að veita til einstakra málaflokka með tilliti til stöðu ríkissjóðs. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45 Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. 2. nóvember 2017 16:58 Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. 2. nóvember 2017 20:30 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Erfiðustu málin verða afgreidd fyrst í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins áður en lengra verður haldið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við fréttastofu að hún sé bjartsýn. Fundur flokkanna fjögurra hófst klukkan tíu í morgun og er búist við því að hann haldi áfram fram eftir degi. Góður andi var í hópnum þegar fréttamenn fengu að líta inn fyrir á Syðra Langholti, heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, þar sem flokkarnir funda. Hlé var gert á fundi um hádegi og fengu fulltrúar flokkanna sér flatböku í hádegismat. Þá vakti heimilishundurinn Kjói mikla lukku meðal fundarmanna. Katrín segir að fyrst verði farið yfir þau mál sem þau telja að geti orðið hverjum flokki fyrir sig erfiðust. Það verður gert áður en farið verður í að skipa niður starfshópa en það gæti gerst eftir nokkra daga ef viðræður ganga vel. Hún reiknar þó með því að nokkrir dagar líður áður en fólk fari að sjá til lands í viðræðunum.Góður andi var í hópnum þegar fréttamenn fengu að kíkja inn á Syðra Langholt.Vísir/ErnirEkki er vitað hvenær þing kemur saman á ný, en Katrín segir það æskilegt að ljóst verði hvort þessi stjórn nái saman áður en þing kemur saman. Á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær sagði Katrín að hún liti svo á að fyrirhuguð ríkisstjórn myndi taka á stóru línunum, annars vegar ráðst í þá uppbyggingu sem var mest til umfjöllunar fyrir kosningar, í heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum. „Siðan eru risastór mál sem blasa við þeirri ríkisstjórn sem tekur við. Skapa þarf sátt á vinnumarkaðinum en aukinheldur þá legg ég sérstaka áherslu á annars vegar jafnréttismál og hins vegar loftslagsmál,“ sagði Katrín á Bessastöðum. Þá leggur hún áherslu á að ríkisstjórnin leggi sig fram um að ná aukinni samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á Alþingi. Þeir fjórir flokkar sem kæmu að mögulegri ríkisstjórn hafa ólíkar áherslur í evrópumálum, peningamálum og hversu miklum fjármunum sé hægt að veita til einstakra málaflokka með tilliti til stöðu ríkissjóðs.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45 Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. 2. nóvember 2017 16:58 Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. 2. nóvember 2017 20:30 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45
Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. 2. nóvember 2017 16:58
Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. 2. nóvember 2017 20:30
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16