Erfiðustu málin afgreidd fyrst og pizza í hádegismat Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 13:30 Fulltrúar fjögurra flokka funda nú á heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar. Heimilishundurinn Kjói vekur mikla lukku. Vísir/Ernir Erfiðustu málin verða afgreidd fyrst í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins áður en lengra verður haldið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við fréttastofu að hún sé bjartsýn. Fundur flokkanna fjögurra hófst klukkan tíu í morgun og er búist við því að hann haldi áfram fram eftir degi. Góður andi var í hópnum þegar fréttamenn fengu að líta inn fyrir á Syðra Langholti, heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, þar sem flokkarnir funda. Hlé var gert á fundi um hádegi og fengu fulltrúar flokkanna sér flatböku í hádegismat. Þá vakti heimilishundurinn Kjói mikla lukku meðal fundarmanna. Katrín segir að fyrst verði farið yfir þau mál sem þau telja að geti orðið hverjum flokki fyrir sig erfiðust. Það verður gert áður en farið verður í að skipa niður starfshópa en það gæti gerst eftir nokkra daga ef viðræður ganga vel. Hún reiknar þó með því að nokkrir dagar líður áður en fólk fari að sjá til lands í viðræðunum.Góður andi var í hópnum þegar fréttamenn fengu að kíkja inn á Syðra Langholt.Vísir/ErnirEkki er vitað hvenær þing kemur saman á ný, en Katrín segir það æskilegt að ljóst verði hvort þessi stjórn nái saman áður en þing kemur saman. Á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær sagði Katrín að hún liti svo á að fyrirhuguð ríkisstjórn myndi taka á stóru línunum, annars vegar ráðst í þá uppbyggingu sem var mest til umfjöllunar fyrir kosningar, í heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum. „Siðan eru risastór mál sem blasa við þeirri ríkisstjórn sem tekur við. Skapa þarf sátt á vinnumarkaðinum en aukinheldur þá legg ég sérstaka áherslu á annars vegar jafnréttismál og hins vegar loftslagsmál,“ sagði Katrín á Bessastöðum. Þá leggur hún áherslu á að ríkisstjórnin leggi sig fram um að ná aukinni samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á Alþingi. Þeir fjórir flokkar sem kæmu að mögulegri ríkisstjórn hafa ólíkar áherslur í evrópumálum, peningamálum og hversu miklum fjármunum sé hægt að veita til einstakra málaflokka með tilliti til stöðu ríkissjóðs. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45 Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. 2. nóvember 2017 16:58 Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. 2. nóvember 2017 20:30 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Erfiðustu málin verða afgreidd fyrst í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins áður en lengra verður haldið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við fréttastofu að hún sé bjartsýn. Fundur flokkanna fjögurra hófst klukkan tíu í morgun og er búist við því að hann haldi áfram fram eftir degi. Góður andi var í hópnum þegar fréttamenn fengu að líta inn fyrir á Syðra Langholti, heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, þar sem flokkarnir funda. Hlé var gert á fundi um hádegi og fengu fulltrúar flokkanna sér flatböku í hádegismat. Þá vakti heimilishundurinn Kjói mikla lukku meðal fundarmanna. Katrín segir að fyrst verði farið yfir þau mál sem þau telja að geti orðið hverjum flokki fyrir sig erfiðust. Það verður gert áður en farið verður í að skipa niður starfshópa en það gæti gerst eftir nokkra daga ef viðræður ganga vel. Hún reiknar þó með því að nokkrir dagar líður áður en fólk fari að sjá til lands í viðræðunum.Góður andi var í hópnum þegar fréttamenn fengu að kíkja inn á Syðra Langholt.Vísir/ErnirEkki er vitað hvenær þing kemur saman á ný, en Katrín segir það æskilegt að ljóst verði hvort þessi stjórn nái saman áður en þing kemur saman. Á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær sagði Katrín að hún liti svo á að fyrirhuguð ríkisstjórn myndi taka á stóru línunum, annars vegar ráðst í þá uppbyggingu sem var mest til umfjöllunar fyrir kosningar, í heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum. „Siðan eru risastór mál sem blasa við þeirri ríkisstjórn sem tekur við. Skapa þarf sátt á vinnumarkaðinum en aukinheldur þá legg ég sérstaka áherslu á annars vegar jafnréttismál og hins vegar loftslagsmál,“ sagði Katrín á Bessastöðum. Þá leggur hún áherslu á að ríkisstjórnin leggi sig fram um að ná aukinni samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á Alþingi. Þeir fjórir flokkar sem kæmu að mögulegri ríkisstjórn hafa ólíkar áherslur í evrópumálum, peningamálum og hversu miklum fjármunum sé hægt að veita til einstakra málaflokka með tilliti til stöðu ríkissjóðs.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45 Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. 2. nóvember 2017 16:58 Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. 2. nóvember 2017 20:30 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45
Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. 2. nóvember 2017 16:58
Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. 2. nóvember 2017 20:30
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16