Bandarískir þingmenn segja frá áreitni Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2017 15:00 Um tuttugu prósent þingmanna á fulltrúadeild þingsins eru konur. Vísir/Getty Fregnir og ásakanir um kynferðislega áreitni og jafnvel ofbeldi hafa streymt út í dagsljósið á síðustu misserum. Í fyrstu heyrðust flestar innan skemmtanabransans en fljótt heyrðust þær frá nánast öllum kimum samfélagsins. Hvort sem það var í íþróttum, viðskiptalífsins, stjórnmálum eða alls staðar þar á milli. Áreitni á breska þinginu og jafnvel innan ríkisstjórnarinnar hafa vakið ugg en nú hafa þrjár bandarískar þingkonur stigið fram og sagt frá áreitni frá karlkyns þingmönnum. AP fréttaveitan ræddi við þrjár fyrrverandi og eina núverandi þingkonu og allar sögðust þær hafa orðið fyrir áreitni, verulega óviðeigandi ummælum þingmanna eða þukli í þingsal. Flest atvikin áttu sér stað þegar þær voru yngri og tiltölulega nýkomnar á þing. Þær tilkynntu atvikin ekki og segjast ekki einu sinni hafa hugmynd um hvert þær hefðu átt að snúa sér til þess að gera það. Þær vildu ekki nafngreina þingmennina sem um ræðir en minnst tveir þeirra eru enn á þingi. Þuklaði á henni á þinggólfinu Linda Sanchez sagði frá því að einn þingmaður hefði spurt hana í vinnunni hvort hún vildi sænga hjá honum. Hann hafi svo hlegið og sagt þetta vera brandara, en gert það fljótt aftur. Hún sagðist hafa reynt að forðast manninn, sem er enn á þingi. Hún hafi einnig varað nýjar þingkonur við honum. Hún lenti einnig í því að annar þingmaður hefði ítrekað litið hana girndarauga og einu sinni þuklað á henni í þingsalnum. Reyndi að ganga þröngan veg Mary Bono þurfti að þola dónaleg og kynferðisleg ummæli þingmanns um langt skeið. Þar til hann gekk að henni í þingsalnum og sagðist hafa verið að hugsa um hana í sturtu. Þá fékk hún nóg og látið hann vita að þetta væri alls ekki við hæfi. „Þetta er karlaheimur. Þetta er enn karlaheimur,“ sagði Bono. „Að daðra ekki og ekki vera tík. Það var reglan mín. Ég reyndi að ganga þann þrönga veg.“ Ekki við hæfi Hilda Solis segist einnig hafa orðið fyrir ítrekaðri áreitni, en hún vildi ekki fara nánar út í það. „Ég held að ég hafi ekki verið sú eina. Ég reyndi að hunsa það og labba í burtu. Auðvitað er þetta móðgandi. Átti ég að vera upp með mér? Nei. Við erum fullorðið fólk og þetta er ekki við hæfi,“ sagði Solis. „Þetta er móðgandi. Jafnvel þó þeir hafi haldið að þeir væru að vera sniðugir. Þetta er ekki sniðugt. Þetta er ekki við hæfi. Ég var samstarfskona þeirra og þeir sá mig ekki sem slíka. Það er vandamál.“ Vill breytingar Jackie Speier steig nýverið fram og sagði nýverið frá því að á hennar yngri árum, þegar hún var starfsmaður þingsins en ekki þingkona, hafi aðstoðarmaður þingmanns þröngvað kossi á hana. Hún ætlar sér að stofna sérstaka starfsdeild innan þingsins þar sem konur geta kvartað yfir kynferðislegri áreitni. Konur eru einungis um fimmtungur meðlima fulltrúadeildar þingsins. Árið 1992 voru konur tíu prósent þingmanna. Bandaríkin MeToo Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Fregnir og ásakanir um kynferðislega áreitni og jafnvel ofbeldi hafa streymt út í dagsljósið á síðustu misserum. Í fyrstu heyrðust flestar innan skemmtanabransans en fljótt heyrðust þær frá nánast öllum kimum samfélagsins. Hvort sem það var í íþróttum, viðskiptalífsins, stjórnmálum eða alls staðar þar á milli. Áreitni á breska þinginu og jafnvel innan ríkisstjórnarinnar hafa vakið ugg en nú hafa þrjár bandarískar þingkonur stigið fram og sagt frá áreitni frá karlkyns þingmönnum. AP fréttaveitan ræddi við þrjár fyrrverandi og eina núverandi þingkonu og allar sögðust þær hafa orðið fyrir áreitni, verulega óviðeigandi ummælum þingmanna eða þukli í þingsal. Flest atvikin áttu sér stað þegar þær voru yngri og tiltölulega nýkomnar á þing. Þær tilkynntu atvikin ekki og segjast ekki einu sinni hafa hugmynd um hvert þær hefðu átt að snúa sér til þess að gera það. Þær vildu ekki nafngreina þingmennina sem um ræðir en minnst tveir þeirra eru enn á þingi. Þuklaði á henni á þinggólfinu Linda Sanchez sagði frá því að einn þingmaður hefði spurt hana í vinnunni hvort hún vildi sænga hjá honum. Hann hafi svo hlegið og sagt þetta vera brandara, en gert það fljótt aftur. Hún sagðist hafa reynt að forðast manninn, sem er enn á þingi. Hún hafi einnig varað nýjar þingkonur við honum. Hún lenti einnig í því að annar þingmaður hefði ítrekað litið hana girndarauga og einu sinni þuklað á henni í þingsalnum. Reyndi að ganga þröngan veg Mary Bono þurfti að þola dónaleg og kynferðisleg ummæli þingmanns um langt skeið. Þar til hann gekk að henni í þingsalnum og sagðist hafa verið að hugsa um hana í sturtu. Þá fékk hún nóg og látið hann vita að þetta væri alls ekki við hæfi. „Þetta er karlaheimur. Þetta er enn karlaheimur,“ sagði Bono. „Að daðra ekki og ekki vera tík. Það var reglan mín. Ég reyndi að ganga þann þrönga veg.“ Ekki við hæfi Hilda Solis segist einnig hafa orðið fyrir ítrekaðri áreitni, en hún vildi ekki fara nánar út í það. „Ég held að ég hafi ekki verið sú eina. Ég reyndi að hunsa það og labba í burtu. Auðvitað er þetta móðgandi. Átti ég að vera upp með mér? Nei. Við erum fullorðið fólk og þetta er ekki við hæfi,“ sagði Solis. „Þetta er móðgandi. Jafnvel þó þeir hafi haldið að þeir væru að vera sniðugir. Þetta er ekki sniðugt. Þetta er ekki við hæfi. Ég var samstarfskona þeirra og þeir sá mig ekki sem slíka. Það er vandamál.“ Vill breytingar Jackie Speier steig nýverið fram og sagði nýverið frá því að á hennar yngri árum, þegar hún var starfsmaður þingsins en ekki þingkona, hafi aðstoðarmaður þingmanns þröngvað kossi á hana. Hún ætlar sér að stofna sérstaka starfsdeild innan þingsins þar sem konur geta kvartað yfir kynferðislegri áreitni. Konur eru einungis um fimmtungur meðlima fulltrúadeildar þingsins. Árið 1992 voru konur tíu prósent þingmanna.
Bandaríkin MeToo Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent