Sport

Evrópuliðið endaði í neðsta sæti á CrossFit Invitational

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Evrópuliðið með þjálfara sínum Samönthu Briggs.
Evrópuliðið með þjálfara sínum Samönthu Briggs. Mynd/Instagram/bicepslikebriggs
Ástralía eða Kyrrahafsliðið tryggði sér sigur á CrossFit Invitational mótinu sem fór fram í Melbourne í Ástralíu í nótt.

Íslendingar áttu þrjá fulltrúa í Evrópuliðinu sem náði sér ekki á strik að þessu sinni en Evrópuliðið átti titil að verja frá því fyrir ári síðan.  Anníe Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir voru í liðinu ásamt Jason Smith.

Evrópuliðið varð að sætta sig við neðsta sæti á mótinu í nótt en fjögur úrvalslið tóku þátt í CrossFit Invitational og var keppt í fimm æfingarunum.



Kyrrahafsliðið fékk 26 stig af 32 mögulegum eða sjö stigum meira en lið Kanada sem varð í öðru sæti. Bandaríska liðið varð í þriðja sæti með 10 stig og Evrópuliðið fékk bara 8 stig.

Slæm byrjun fór alveg með möguleika Evrópuliðsins sem var aðeins komið með tvö stig samanlagt eftir fyrstu þrjár greinarnar.

Kyrrahafsliðið vann tvær af fyrstu þremur greinunum en setti smá spennu í keppnina með því að ná sér ekki á strik í fjórðu greininni. Það var hinsvegar enginn spurning í lokagreininni þar sem Kyrrahafsliðið tryggði sér sigurinn með sannfærandi frammistöðu.

Í fararbroddi hjá Kyrrahafsliðinu var hraustasta kona heims síðan á síðustu heimsleikum Tia-Clair Toomey.

Hér fyrir neðan má horfa aftur á keppni næturinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×