Gróðursnautt land nýtt í herferð bænda Sveinn Arnarsson skrifar 6. nóvember 2017 06:00 Sauðfé á beit á íslensku hálendi. Markaðsráð sauðfjárbænda, Icelandic Lamb, hefur sent frá sér myndband sem sýnir frjálst sauðfé á beit á íslensku hálendi. Í myndbandinu sést fé rekið yfir gróðursnautt land. Ólafur Arnalds, jarðvegsfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, segir tugþúsundir ferkílómetra lands ekki hæfa til beitar.Ólafur Arnalds prófessorSauðfjárbændur og Landgræðslan hafa í sameiningu sett á laggirnar faghóp um kortlagningu gróðurauðlindarinnar. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, er formaður faghópsins. Hún segir myndbandið ekki gefa rétta mynd af sauðfjárrækt á Íslandi. „Þegar ég sá myndbandið fyrst þá hugsaði ég það sama, að þarna færi sauðfé um land sem væri ekki ákjósanlegt til beitar,“ segir Oddný Steina. „Hins vegar þarf að reka fé yfir sanda og því þarf ekki að vera að féð sé á þessum stöðum á beit.“ Dregin er upp sú mynd af markaðsráðinu að lambakjötið sé framleitt með sjálfbærum og hreinum hætti þar sem sauðfé hafi frá landnámi fengið að valsa frjálst um íslensk fjöll og firnindi frá landnámi. Skógræktarmenn hafa gagnrýnt þetta sjónarmið og segja sauðfé hafa frá landnámi verið hinn versta skaðvald þar sem gróðurþekja hafi horfið og landið fokið burt. Virðist vera að þessir tveir hópar, sauðfjárbændur og landgræðslumenn, komi sér ekki saman um hvað sé rétt og hvað rangt í þeim efnum. Ólafur Arnalds hefur í langan tíma rannsakað jarðvegsrof á Íslandi. Hann segir tugþúsundir ferkílómetra ekki beitarhæfa. „Menn hafa um langan tíma haft uppi varnaðarorð gagnvart ágangi búfjár á mjög illa förnu landi og það er vitað. Einnig er jarðrof nokkuð á Íslandi og sauðfé sækir í nýgræðinginn í rofabörðum. Því getur tiltölulega fátt fé haldið niðri framþróun gróðurs. Því þarf að kortleggja hvar beit er í lagi og hvar land er ekki hæft til beitar,“ segir Ólafur. Oddný Steina segir það alveg á hreinu að rannsóknir skorti í þessum málaflokki. „Það má endurskoða þau sjálfbærniviðmið varðandi beit. Einnig hef ég óskað eftir rannsóknum á því að sauðfjárbeit haldi aftur af gróðurframvindu en landgræðslumenn hafa ekki getað bent mér á þær rannsóknir.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Markaðsráð sauðfjárbænda, Icelandic Lamb, hefur sent frá sér myndband sem sýnir frjálst sauðfé á beit á íslensku hálendi. Í myndbandinu sést fé rekið yfir gróðursnautt land. Ólafur Arnalds, jarðvegsfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, segir tugþúsundir ferkílómetra lands ekki hæfa til beitar.Ólafur Arnalds prófessorSauðfjárbændur og Landgræðslan hafa í sameiningu sett á laggirnar faghóp um kortlagningu gróðurauðlindarinnar. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, er formaður faghópsins. Hún segir myndbandið ekki gefa rétta mynd af sauðfjárrækt á Íslandi. „Þegar ég sá myndbandið fyrst þá hugsaði ég það sama, að þarna færi sauðfé um land sem væri ekki ákjósanlegt til beitar,“ segir Oddný Steina. „Hins vegar þarf að reka fé yfir sanda og því þarf ekki að vera að féð sé á þessum stöðum á beit.“ Dregin er upp sú mynd af markaðsráðinu að lambakjötið sé framleitt með sjálfbærum og hreinum hætti þar sem sauðfé hafi frá landnámi fengið að valsa frjálst um íslensk fjöll og firnindi frá landnámi. Skógræktarmenn hafa gagnrýnt þetta sjónarmið og segja sauðfé hafa frá landnámi verið hinn versta skaðvald þar sem gróðurþekja hafi horfið og landið fokið burt. Virðist vera að þessir tveir hópar, sauðfjárbændur og landgræðslumenn, komi sér ekki saman um hvað sé rétt og hvað rangt í þeim efnum. Ólafur Arnalds hefur í langan tíma rannsakað jarðvegsrof á Íslandi. Hann segir tugþúsundir ferkílómetra ekki beitarhæfa. „Menn hafa um langan tíma haft uppi varnaðarorð gagnvart ágangi búfjár á mjög illa förnu landi og það er vitað. Einnig er jarðrof nokkuð á Íslandi og sauðfé sækir í nýgræðinginn í rofabörðum. Því getur tiltölulega fátt fé haldið niðri framþróun gróðurs. Því þarf að kortleggja hvar beit er í lagi og hvar land er ekki hæft til beitar,“ segir Ólafur. Oddný Steina segir það alveg á hreinu að rannsóknir skorti í þessum málaflokki. „Það má endurskoða þau sjálfbærniviðmið varðandi beit. Einnig hef ég óskað eftir rannsóknum á því að sauðfjárbeit haldi aftur af gróðurframvindu en landgræðslumenn hafa ekki getað bent mér á þær rannsóknir.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira