Innlent

Fjórir handteknir vegna ráns á Laugavegi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þær voru ófáar ferðir sem lögreglumenn fóru á Hverfisgötu í nótt.
Þær voru ófáar ferðir sem lögreglumenn fóru á Hverfisgötu í nótt. Vísir/Eyþór
Lögreglan handtók alls átta einstaklinga í tengslum við rán á Laugavegi á öðrum tímanum í nótt.

Upphaflega barst henni tilkynning um slagsmál en þegar lögreglan kom á vettvang var ljóst að um rán var að ræða og að fjórir hafi komist burt af vettvangi.

Rétt um klukkustund síðar stöðvaði lögreglann bifreið á Stekkjarbakka sem sögð er tengjast málinu. Í bifreiðinni voru fjórir einstaklingar, sem taldir eru vera ræningjarnir, og voru þeir fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Þá var ökumaðurinn undir áhrifum fíkniefna og var tekið úr honum blóðsýni. Málið er nú til rannsóknar.

Lögreglu barast önnur tilkynning um innbrot í verslunarkjarna í Austurbænum á fimmta tímanum í morgun. Einn piltur hefur verið handtekinn vegna málsins en talið er að tveir hafi verið að verki. Hvorugum þeirra tókst þó að komast inn í verslunarmiðstöðina en tvær rúður voru engu að síður brotnar. Málið er jafnframt til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×