Búin að fá nóg af þessu hatri og öllum stælunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2017 13:45 Rose fór á kostum á blaðamannafundinum eftir bardaginn og kvað heldur betur við nýjan tón í hennar orðum. vísir/getty Nýi heimsmeistarinn í strávigt kvenna hjá UFC, Rose Namajunas, hefur fengið nóg af bardagafólki sem rífur bara kjaft og vill að þeir sem eru í UFC setji betra fordæmi með hegðun sinni. Hin 25 ára gamla Namajunas kom heiminum á óvart er hún kláraði Joanna Jedrzejczyk í fyrstu lotu og tók af henni beltið. Þetta var fyrsta tapið á ferli Jedrzejczyk. Í aðdraganda bardagans var Joanna með alls konar stæla við Namajunas. Sagðist ætla að stela sálu hennar og meiða hana. Rose hélt ró sinni allan tímann og var ekki með neinn kjaft. Jedrzejczyk gekk síðan nokkuð langt er hún sagði Namajunas vera andlega óstöðuga. Andleg veikindi eru í fjölskyldu Namajunas. Hún hefur glímt við ýmislegt og faðir hennar er með geðklofa.Rose lét Joönnu ekki koma sér úr jafnvægi.vísir/gettyNamajunas segist hafa unnið mikið í sínum málum og sé á betri stað andlega en áður í hennar lífi. „Ég tók þessum móðgunum ekkert persónulega. Öll þessi neikvæðni frá henni minnti mig bara á hvað ég hef þurft að leggja á mig. Ég hef glímt við margt erfiðara en móðganir hennar,“ sagði Namajunas. „Hér áður fyrr var það hatur sem keyrði mig áfram. Ég átti í miklum vandræðum með skapið á mér því mér leið illa. Ég hef lært að ást er miklu sterkari kraftur en hatur.“ Öll þessi rifrildi og stælar í aðdraganda UFC-bardaga fara í taugarnar á Namajunas. „Þeir sem taka ekki þátt í þessum skrípalátum eru heiðarlegir við sjálfan sig. Kannski finnst sumum að þeir verði að láta svona til þess að skemmta öðrum. Ég hef fengið nóg af því. Ég er búinn að fá nóg af þessu hatri og öllu í kringum það. Mér finnst eins og okkur beri skylda til þess að setja betra fordæmi. Bardagaíþróttir snúast um heiður og virðingu,“ sagði Namajunas sem gæti verið að stíga skref í að breyta leiknum. „Ég er að reyna að vera jákvætt ljós. Ég er ekki fullkomin heldur en kannski finnum við leið til þess að gera þetta að betri stað. Mér finnst vera kominn tími á nýja strauma í þessari íþrótt. Nú er frábært tækifæri til þess og við bardagakapparnir stöndum frammi fyrir frábæru tækifæri til þess að vera betri fyrirmyndir.“ MMA Tengdar fréttir Sögulegt kvöld í Madison Square Garden á UFC 217 UFC 217 fór fram í nótt og var bardagakvöldið sögulegt. Nokkuð var um óvænt úrslit og nýja meistara. 5. nóvember 2017 06:19 Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri KR - Valur | Stórleikur í Vesturbæ Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Sjá meira
Nýi heimsmeistarinn í strávigt kvenna hjá UFC, Rose Namajunas, hefur fengið nóg af bardagafólki sem rífur bara kjaft og vill að þeir sem eru í UFC setji betra fordæmi með hegðun sinni. Hin 25 ára gamla Namajunas kom heiminum á óvart er hún kláraði Joanna Jedrzejczyk í fyrstu lotu og tók af henni beltið. Þetta var fyrsta tapið á ferli Jedrzejczyk. Í aðdraganda bardagans var Joanna með alls konar stæla við Namajunas. Sagðist ætla að stela sálu hennar og meiða hana. Rose hélt ró sinni allan tímann og var ekki með neinn kjaft. Jedrzejczyk gekk síðan nokkuð langt er hún sagði Namajunas vera andlega óstöðuga. Andleg veikindi eru í fjölskyldu Namajunas. Hún hefur glímt við ýmislegt og faðir hennar er með geðklofa.Rose lét Joönnu ekki koma sér úr jafnvægi.vísir/gettyNamajunas segist hafa unnið mikið í sínum málum og sé á betri stað andlega en áður í hennar lífi. „Ég tók þessum móðgunum ekkert persónulega. Öll þessi neikvæðni frá henni minnti mig bara á hvað ég hef þurft að leggja á mig. Ég hef glímt við margt erfiðara en móðganir hennar,“ sagði Namajunas. „Hér áður fyrr var það hatur sem keyrði mig áfram. Ég átti í miklum vandræðum með skapið á mér því mér leið illa. Ég hef lært að ást er miklu sterkari kraftur en hatur.“ Öll þessi rifrildi og stælar í aðdraganda UFC-bardaga fara í taugarnar á Namajunas. „Þeir sem taka ekki þátt í þessum skrípalátum eru heiðarlegir við sjálfan sig. Kannski finnst sumum að þeir verði að láta svona til þess að skemmta öðrum. Ég hef fengið nóg af því. Ég er búinn að fá nóg af þessu hatri og öllu í kringum það. Mér finnst eins og okkur beri skylda til þess að setja betra fordæmi. Bardagaíþróttir snúast um heiður og virðingu,“ sagði Namajunas sem gæti verið að stíga skref í að breyta leiknum. „Ég er að reyna að vera jákvætt ljós. Ég er ekki fullkomin heldur en kannski finnum við leið til þess að gera þetta að betri stað. Mér finnst vera kominn tími á nýja strauma í þessari íþrótt. Nú er frábært tækifæri til þess og við bardagakapparnir stöndum frammi fyrir frábæru tækifæri til þess að vera betri fyrirmyndir.“
MMA Tengdar fréttir Sögulegt kvöld í Madison Square Garden á UFC 217 UFC 217 fór fram í nótt og var bardagakvöldið sögulegt. Nokkuð var um óvænt úrslit og nýja meistara. 5. nóvember 2017 06:19 Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri KR - Valur | Stórleikur í Vesturbæ Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Sjá meira
Sögulegt kvöld í Madison Square Garden á UFC 217 UFC 217 fór fram í nótt og var bardagakvöldið sögulegt. Nokkuð var um óvænt úrslit og nýja meistara. 5. nóvember 2017 06:19