Höttur sló Þór út úr bikarnum | Auðvelt hjá Keflavík og Tindastól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 21:24 Tindastóll, Keflavík, Höttur og Njarðvík tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum Maltbikars karla í körfubolta í kvöld. Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Valshöllinni á Hlíðarenda og tók þessar myndir hér fyrir ofan.Keflavík vann öruggan 85-76 sigur á 1. deildarliði Fjölnis í Keflavík en Fjölnismenn löguðu stöðuna með því að vinna fjórða leikhlutann 30-17. Magnús Már Traustason skoraði 21 stig fyrir Keflavík og Cameron Forte var með 16 stig og 16 fráköst. Ragnar Örn Bragason skoraði 10 stig. Samuel Prescott Jr. var með 38 stig og 13 fráköst fyrir Fjölni en það dugði ekki til. Hinn ungi og stórefnilegi leikmaður Sigvaldi Eggertsson skoraði 21 stig.Hattarmönnum gengur ekkert að vinna í Domino´s deildinni en þeir eru búnir að vinna báða bikarleiki sína. Höttur fór á Akureyri í kvöld og vann 81-74 sigur á heimamönnum í Þór. Nýi bandaríski leikmaðurinn Kevin Michaud Lewis var með 24 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta í sínum fyrsta leik og Mirko Stefan Virijevic skoraði 16 stig og tók 13 fráköst. Marques Oliver var með 19 stig og 19 fráköst fyrir Þór og þeir Ingvi Rafn Ingvarsson og Pálmi Geir Jónsson skoruðu báðir 16 stig.Njarðvíkingar unnu fjögurra stiga sigur á Grindavík, 79-75, í hörkuleik í Ljónagryfjunni í Njarðvík en leikurinn var æsispennandi allt til enda. Terrell Vinson skoraði 25 stig og Maciek Stanislav Baginski var með 17 stig. Logi Gunnarsson skoraði flest af stigunum sínum í lokaleikhlutanum en hann endaði með 16 stig og Ragnar Ágúst Nathanaelsson var með 11 stig og 10 fráköst. Ólafur Ólafsson skoraði 21 stig þar af 16 þeirra í fyrri hálfleiknum. Dagur Kár Jónsson var með 17 stig og 9 stoðsendingar og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 16 stig.Valsmenn réðu ekkert við þá Sigtryggur Arnar Björnsson og Antonio Hester sem fóru á kostum þegar Tindastóll vann 34 stiga sigur á Val á Hlíðarenda, 104-70. Sigtryggur Arnar skorðai 35 stig og Antonio Hester var með 31 stig. Urald King skorðai 17 stig og tók 14 fráköst fyrir Val og Gunnar Ingi Harðarson var með 16 stig.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í 16 liða úrslitum Maltbikarsins:Njarðvík-Grindavík 79-75 (26-24, 12-17, 22-13, 19-21)Njarðvík: Terrell Vinson 25/8 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 17/4 fráköst, Logi Gunnarsson 16/4 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 11/10 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 3/4 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 3/5 stoðsendingar, Ragnar Helgi Friðriksson 3, Snjólfur Marel Stefánsson 1.Grindavík: Ólafur Ólafsson 21/10 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17/5 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/4 fráköst, Rashad Whack 11/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 4/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 4/4 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 2.Þór Ak.-Höttur 74-81 (26-20, 9-14, 26-20, 13-27)Þór Ak.: Marques Oliver 19/19 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 16/5 fráköst/8 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 16/10 fráköst, Sindri Davíðsson 9, Bjarni Rúnar Lárusson 7, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 7..Höttur: Kevin Michaud Lewis 24/7 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Mirko Stefan Virijevic 16/13 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 10, Sigmar Hákonarson 9/4 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 9, Andrée Fares Michelsson 7/6 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 4/5 fráköst, Gísli Þórarinn Hallsson 2. Keflavík-Fjölnir 85-76 (24-9, 25-22, 19-15, 17-30)Keflavík: Magnús Már Traustason 21/8 fráköst, Cameron Forte 16/16 fráköst, Ragnar Örn Bragason 10/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 9, Davíð Páll Hermannsson 8, Reggie Dupree 6/7 fráköst, Daði Lár Jónsson 6/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Pétursson 6, Ágúst Orrason 3.Fjölnir: Samuel Prescott Jr. 38/13 fráköst, Sigvaldi Eggertsson 21/7 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 7/4 fráköst, Rafn Kristján Kristjánsson 3, Arnar Geir Líndal 3, Alexander Þór Hafþórsson 2/4 fráköst, Hlynur Logi Ingólfsson 2.Valur-Tindastóll 70-104 (11-20, 23-26, 19-24, 17-34)Valur: Urald King 17/14 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 16, Oddur Birnir Pétursson 11, Sigurður Páll Stefánsson 8, Benedikt Blöndal 6, Sigurður Dagur Sturluson 4, Birgir Björn Pétursson 3/8 fráköst, Elías Kristjánsson 3, Illugi Steingrímsson 2.Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 35, Antonio Hester 31/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 8/7 fráköst/5 stoðsendingar, Axel Kárason 7, Helgi Rafn Viggósson 7/7 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 6, Viðar Ágústsson 4, Hannes Ingi Másson 3, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3.Valsmenn réðu ekkert við Sigtrygg Arnar Björnsson í kvöld.Vísir/Antonvísir/anton Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Tindastóll, Keflavík, Höttur og Njarðvík tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum Maltbikars karla í körfubolta í kvöld. Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Valshöllinni á Hlíðarenda og tók þessar myndir hér fyrir ofan.Keflavík vann öruggan 85-76 sigur á 1. deildarliði Fjölnis í Keflavík en Fjölnismenn löguðu stöðuna með því að vinna fjórða leikhlutann 30-17. Magnús Már Traustason skoraði 21 stig fyrir Keflavík og Cameron Forte var með 16 stig og 16 fráköst. Ragnar Örn Bragason skoraði 10 stig. Samuel Prescott Jr. var með 38 stig og 13 fráköst fyrir Fjölni en það dugði ekki til. Hinn ungi og stórefnilegi leikmaður Sigvaldi Eggertsson skoraði 21 stig.Hattarmönnum gengur ekkert að vinna í Domino´s deildinni en þeir eru búnir að vinna báða bikarleiki sína. Höttur fór á Akureyri í kvöld og vann 81-74 sigur á heimamönnum í Þór. Nýi bandaríski leikmaðurinn Kevin Michaud Lewis var með 24 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta í sínum fyrsta leik og Mirko Stefan Virijevic skoraði 16 stig og tók 13 fráköst. Marques Oliver var með 19 stig og 19 fráköst fyrir Þór og þeir Ingvi Rafn Ingvarsson og Pálmi Geir Jónsson skoruðu báðir 16 stig.Njarðvíkingar unnu fjögurra stiga sigur á Grindavík, 79-75, í hörkuleik í Ljónagryfjunni í Njarðvík en leikurinn var æsispennandi allt til enda. Terrell Vinson skoraði 25 stig og Maciek Stanislav Baginski var með 17 stig. Logi Gunnarsson skoraði flest af stigunum sínum í lokaleikhlutanum en hann endaði með 16 stig og Ragnar Ágúst Nathanaelsson var með 11 stig og 10 fráköst. Ólafur Ólafsson skoraði 21 stig þar af 16 þeirra í fyrri hálfleiknum. Dagur Kár Jónsson var með 17 stig og 9 stoðsendingar og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 16 stig.Valsmenn réðu ekkert við þá Sigtryggur Arnar Björnsson og Antonio Hester sem fóru á kostum þegar Tindastóll vann 34 stiga sigur á Val á Hlíðarenda, 104-70. Sigtryggur Arnar skorðai 35 stig og Antonio Hester var með 31 stig. Urald King skorðai 17 stig og tók 14 fráköst fyrir Val og Gunnar Ingi Harðarson var með 16 stig.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í 16 liða úrslitum Maltbikarsins:Njarðvík-Grindavík 79-75 (26-24, 12-17, 22-13, 19-21)Njarðvík: Terrell Vinson 25/8 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 17/4 fráköst, Logi Gunnarsson 16/4 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 11/10 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 3/4 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 3/5 stoðsendingar, Ragnar Helgi Friðriksson 3, Snjólfur Marel Stefánsson 1.Grindavík: Ólafur Ólafsson 21/10 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17/5 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/4 fráköst, Rashad Whack 11/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 4/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 4/4 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 2.Þór Ak.-Höttur 74-81 (26-20, 9-14, 26-20, 13-27)Þór Ak.: Marques Oliver 19/19 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 16/5 fráköst/8 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 16/10 fráköst, Sindri Davíðsson 9, Bjarni Rúnar Lárusson 7, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 7..Höttur: Kevin Michaud Lewis 24/7 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Mirko Stefan Virijevic 16/13 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 10, Sigmar Hákonarson 9/4 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 9, Andrée Fares Michelsson 7/6 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 4/5 fráköst, Gísli Þórarinn Hallsson 2. Keflavík-Fjölnir 85-76 (24-9, 25-22, 19-15, 17-30)Keflavík: Magnús Már Traustason 21/8 fráköst, Cameron Forte 16/16 fráköst, Ragnar Örn Bragason 10/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 9, Davíð Páll Hermannsson 8, Reggie Dupree 6/7 fráköst, Daði Lár Jónsson 6/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Pétursson 6, Ágúst Orrason 3.Fjölnir: Samuel Prescott Jr. 38/13 fráköst, Sigvaldi Eggertsson 21/7 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 7/4 fráköst, Rafn Kristján Kristjánsson 3, Arnar Geir Líndal 3, Alexander Þór Hafþórsson 2/4 fráköst, Hlynur Logi Ingólfsson 2.Valur-Tindastóll 70-104 (11-20, 23-26, 19-24, 17-34)Valur: Urald King 17/14 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 16, Oddur Birnir Pétursson 11, Sigurður Páll Stefánsson 8, Benedikt Blöndal 6, Sigurður Dagur Sturluson 4, Birgir Björn Pétursson 3/8 fráköst, Elías Kristjánsson 3, Illugi Steingrímsson 2.Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 35, Antonio Hester 31/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 8/7 fráköst/5 stoðsendingar, Axel Kárason 7, Helgi Rafn Viggósson 7/7 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 6, Viðar Ágústsson 4, Hannes Ingi Másson 3, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3.Valsmenn réðu ekkert við Sigtrygg Arnar Björnsson í kvöld.Vísir/Antonvísir/anton
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira