Frjálsíþróttafólk heldur áfram að falla á lyfjaprófum og nú er Ólympíumeistari kvenna í maraþoni kominn í fjögurra ára keppnisbann.
Sú heitir Jemima Sumgong og kemur frá Kenýa. Hún reyndi að ljúga því að bannefnin sem fundust í henni hefðu komið í lyfjum sem hún fékk á spítala. Í ljós kom að sá málflutningur var byggður á sandi og skjölin fölsuð.
Þetta er í annað sinn sem Sumgong fellur á lyfjaprófi en hún féll líka árið 2012.
Fram kemur í dómnum yfir henni að hún hafi ekki viljað vinna með lyfjaeftirlitsmönnum að neinu leyti. Þar af leiðandi sé ekki annað í stöðunni en að senda hana í fjögurra ára bann.
Sumgong var fyrsta kenýska konan til þess að vinna gull í maraþoni á ÓL í Ríó á síðasta ári. Hún verður enn í keppnisbanni er ÓL fer fram í Tókýó 2020 og mun því ekki geta varið titil sinn.
Ólympíumeistarinn í maraþoni kominn í keppnisbann
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens
Enski boltinn



Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda
Íslenski boltinn


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn
