Handbolti

Daníel Freyr varði vel í fyrsta sigurleik tímabilsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daníel Freyr Andrésson.
Daníel Freyr Andrésson. Vísir/Stefán
Daníel Freyr Andrésson átti flottan leik í kvöld þegar lið hans Ricoh HK vann langþráðan sigur í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Ricoh HK var búið að tapa fyrstu tíu deildarleikjum sínum en vann fimm marka sigur á Skövde á heimavelli sínum í kvöld, 30-25.

Daníel Freyr varði alls 13 skot í leiknum eða 37 prósent skotanna sem á hann komu.

Hann gaf tóninn í upphafi leiks með því að verja fjögur af fyrstu sjö skotum gestanna úr Skövde.

Ricoh náði þriggja marka forystu í upphafi leiks og var síðan fimm mörkum yfir í hálfleik, 15-10.

Liðið hefur missti niður góða stöðu áður í vetur en að þessu sinni héldu liðsmenn Ricoh út leikinn og fögnuðu langþráðum sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×