Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga Sveinn Arnarsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Fiskeldi er svo sannarlega stækkandi atvinnugrein og skapar hundruð starfa á Vest- og Austfjörðum. Vísir/pjetur Úrgangslosun í sjó af völdum sjókvíaeldis á Íslandi samsvarar því ef skólp Reykvíkinga færi óhreinsað í sjóinn. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir það ekki mikið miðað við það magn sem Færeyingar og Norðmenn framleiða. Fram kemur í tölulegum upplýsingum um umhverfisáhrif laxeldis að: „úrgangsefni við framleiðslu á einu tonni af laxi samsvarar klóakrennsli frá átta manns.“ Samkvæmt Kristjáni Davíðssyni, framkvæmdastjóra landssambandsins, segir hann að allt að 14.000 tonn verði framleidd af fiski í ár og að þessi iðnaður sé í stöðugri framþróun og sókn. Því er mjög líklegt að magn framleidds fiskjar úr sjókvíum aukist mjög á næstu árum.Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra14.000 tonn af framleiddum laxi og urriða í sjó þýðir því að skólp 112.000 manna rynni óhreinsað í sjóinn. Til samanburðar bjuggu í höfuðborginni í byrjun árs rétt um 123 þúsund manns. Þorsteinn Másson er svæðisstjóri Arnarlax á Bíldudal. Hann segir fyrirtækið leggja gríðarlega áherslu á að framleiðsla þess sé í sátt og samlyndi við náttúruna og valdi engum spjöllum. Mikil verðmæti verði til í sjókvíum fyrirtækisins. „Ef við lítum til þess hversu mikið af mat við framleiðum og hversu góð nýtingin er þá er þetta ekki mikið. Okkur er mikið í mun að lágmarka umhverfisáhrif okkar eins mikið og hægt er með aðstoð Hafrannsóknastofnunar, Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar,“ segir Þorsteinn.Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri LFBjört Ólafsdóttir umhverfisráðherra telur að óhreinsaður úrgangur frá sjókvíaeldi sé nokkuð mikill séu tölurnar réttar um að þær samsvari óhreinsuðu klóakrennsli Reykjavíkur. „Það er mjög mikið að mínu mati og er ástæða þess að ég og minn flokkur vildum fara leið Norðmanna og skoða lokað sjókvíaeldi sem lágmarkar úrgang frá fiski og lágmarkar hættu á erfðablöndun,“ segir Björt. „Hér hefur umræða um erfðablöndun verið mikil en lítið talað um umhverfisáhrif eins og losun úrgangs í hafið af þessum iðnaði. Því ættum við að fara okkur hægt og taka upp bætta tækni með lokuðum kerfum.“ Kristján Davíðsson, framkvæmdastjóri LF, segir þetta ekki mikið. „Þú getur borið það saman við Færeyjar sem framleiða fjórum sinnum meira og Noreg sem framleiðir 1,3 milljónir tonna árlega. Svo er úrgangur úr fiski eins og úrgangur frá húsdýrum á landi. Þetta er áburður og lífrænt efni. Við þurfum bara að sjá til þess að hann dreifi sér vel með straumum,“ segir Kristján. Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Úrgangslosun í sjó af völdum sjókvíaeldis á Íslandi samsvarar því ef skólp Reykvíkinga færi óhreinsað í sjóinn. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir það ekki mikið miðað við það magn sem Færeyingar og Norðmenn framleiða. Fram kemur í tölulegum upplýsingum um umhverfisáhrif laxeldis að: „úrgangsefni við framleiðslu á einu tonni af laxi samsvarar klóakrennsli frá átta manns.“ Samkvæmt Kristjáni Davíðssyni, framkvæmdastjóra landssambandsins, segir hann að allt að 14.000 tonn verði framleidd af fiski í ár og að þessi iðnaður sé í stöðugri framþróun og sókn. Því er mjög líklegt að magn framleidds fiskjar úr sjókvíum aukist mjög á næstu árum.Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra14.000 tonn af framleiddum laxi og urriða í sjó þýðir því að skólp 112.000 manna rynni óhreinsað í sjóinn. Til samanburðar bjuggu í höfuðborginni í byrjun árs rétt um 123 þúsund manns. Þorsteinn Másson er svæðisstjóri Arnarlax á Bíldudal. Hann segir fyrirtækið leggja gríðarlega áherslu á að framleiðsla þess sé í sátt og samlyndi við náttúruna og valdi engum spjöllum. Mikil verðmæti verði til í sjókvíum fyrirtækisins. „Ef við lítum til þess hversu mikið af mat við framleiðum og hversu góð nýtingin er þá er þetta ekki mikið. Okkur er mikið í mun að lágmarka umhverfisáhrif okkar eins mikið og hægt er með aðstoð Hafrannsóknastofnunar, Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar,“ segir Þorsteinn.Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri LFBjört Ólafsdóttir umhverfisráðherra telur að óhreinsaður úrgangur frá sjókvíaeldi sé nokkuð mikill séu tölurnar réttar um að þær samsvari óhreinsuðu klóakrennsli Reykjavíkur. „Það er mjög mikið að mínu mati og er ástæða þess að ég og minn flokkur vildum fara leið Norðmanna og skoða lokað sjókvíaeldi sem lágmarkar úrgang frá fiski og lágmarkar hættu á erfðablöndun,“ segir Björt. „Hér hefur umræða um erfðablöndun verið mikil en lítið talað um umhverfisáhrif eins og losun úrgangs í hafið af þessum iðnaði. Því ættum við að fara okkur hægt og taka upp bætta tækni með lokuðum kerfum.“ Kristján Davíðsson, framkvæmdastjóri LF, segir þetta ekki mikið. „Þú getur borið það saman við Færeyjar sem framleiða fjórum sinnum meira og Noreg sem framleiðir 1,3 milljónir tonna árlega. Svo er úrgangur úr fiski eins og úrgangur frá húsdýrum á landi. Þetta er áburður og lífrænt efni. Við þurfum bara að sjá til þess að hann dreifi sér vel með straumum,“ segir Kristján.
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent