Telja réttast að Katrín fái umboðið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 15:50 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ígildi formanns Pírata. Vísir/Anton Það er mat Pírata að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ígildi formanns Pírata, við blaðamenn að loknum fundi sínum með forseta Íslands rétt í þessu. „Staðan núna er að við höfum fullan hug á því að taka ábyrgð og taka þátt í að mynd hér starfhæfa ríkisstjórn. Ég ræddi það við Guðna að við erum tilbúin að leggja okkar af mörkum í þeim efnum,“ sagði Þórhildur Sunna. „Okkur finnst viðbúið að þegar stjórnin kolfellur eins og hún gerir núna og ríkisstjórnin missir meirihluta sinn og stjórnarandstaðan fær þann meirihluta í sínar hendur að við byrjum þar.“ Aðspurð um óvæntan fund fráfarandi stjórnarandstöðunnar í morgun segir Þórhildur Sunna að þar hafi fólk verið að kanna möguleika á samstarfi og að fundurinn hafi gengið ágætlega. „Við höfum hug á að tala áfram saman, það er það mesta sem ég get sagt um það núna.“Hún segir að flokkarnir þurfi að vinna hratt en að þeir þurfi samt sem áður næði til að ræða saman. Um sé að ræða ólíka flokka á marga vegu en að þó sé til staðar grundvöllur til viðræðna. Hversu slæmt er það hversu tæpur þessi meirihluti er? Myndir þú segja að það væri hindrun? Telur þú að það þurfi að bæta einum flokki við? „Ég myndi ekki kalla að hindrun, ég myndi frekar kalla það ákall á meiri samvinnu og að styrkja þingið og styrkja stofnanir þingsins.“Þórhildur Sunna á fundi forseta í dag.Vísir/AntonSamstarf við Sigmund ekki fyrsti kostur Hún sé að þrátt fyrir að sömu flokkar hafi reynt viðræður ásamt Viðreisn fyrir ári síðan sé staðan allt önnur núna. „Ég held að nú sé komin meiri reynsla okkar á milli, viðhöfum kynnst í samstarfi og það hefur gengið vel.“ Aðspurð segir Þórhildur Sunna að samstarf með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Flokki fólksins sé ekki útilokað en það sé ekki hennar fyrsti kostur. Ljóst sé að fjöldi flokka á þingi geri það að verkum að fólk þurfi að vinna meira saman. „Ég sagði forseta að mér fyndist eðlilegt að Katrín fengi umboðið. Ég legg ekki mat á það hversu langan tíma hann tekur sér í það, en mér finnst eðlilegast að katrín fái umboðið og taki okkur með í stjórnarmyndunarviðræður.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Það er mat Pírata að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ígildi formanns Pírata, við blaðamenn að loknum fundi sínum með forseta Íslands rétt í þessu. „Staðan núna er að við höfum fullan hug á því að taka ábyrgð og taka þátt í að mynd hér starfhæfa ríkisstjórn. Ég ræddi það við Guðna að við erum tilbúin að leggja okkar af mörkum í þeim efnum,“ sagði Þórhildur Sunna. „Okkur finnst viðbúið að þegar stjórnin kolfellur eins og hún gerir núna og ríkisstjórnin missir meirihluta sinn og stjórnarandstaðan fær þann meirihluta í sínar hendur að við byrjum þar.“ Aðspurð um óvæntan fund fráfarandi stjórnarandstöðunnar í morgun segir Þórhildur Sunna að þar hafi fólk verið að kanna möguleika á samstarfi og að fundurinn hafi gengið ágætlega. „Við höfum hug á að tala áfram saman, það er það mesta sem ég get sagt um það núna.“Hún segir að flokkarnir þurfi að vinna hratt en að þeir þurfi samt sem áður næði til að ræða saman. Um sé að ræða ólíka flokka á marga vegu en að þó sé til staðar grundvöllur til viðræðna. Hversu slæmt er það hversu tæpur þessi meirihluti er? Myndir þú segja að það væri hindrun? Telur þú að það þurfi að bæta einum flokki við? „Ég myndi ekki kalla að hindrun, ég myndi frekar kalla það ákall á meiri samvinnu og að styrkja þingið og styrkja stofnanir þingsins.“Þórhildur Sunna á fundi forseta í dag.Vísir/AntonSamstarf við Sigmund ekki fyrsti kostur Hún sé að þrátt fyrir að sömu flokkar hafi reynt viðræður ásamt Viðreisn fyrir ári síðan sé staðan allt önnur núna. „Ég held að nú sé komin meiri reynsla okkar á milli, viðhöfum kynnst í samstarfi og það hefur gengið vel.“ Aðspurð segir Þórhildur Sunna að samstarf með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Flokki fólksins sé ekki útilokað en það sé ekki hennar fyrsti kostur. Ljóst sé að fjöldi flokka á þingi geri það að verkum að fólk þurfi að vinna meira saman. „Ég sagði forseta að mér fyndist eðlilegt að Katrín fengi umboðið. Ég legg ekki mat á það hversu langan tíma hann tekur sér í það, en mér finnst eðlilegast að katrín fái umboðið og taki okkur með í stjórnarmyndunarviðræður.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47
„Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48
Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39
Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40
Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent