Kannast ekki við bandalag með Miðflokknum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 16:41 Inga Sæland ræðir við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forseta Íslands. Vísir/Eyþór Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir það liggja í augum uppi að sá flokkur sem er með mestan þingstyrk að loknum kosningum eða sá sem geti talist sigurvegari kosninganna skuli fá umboð til stjórnarmyndunar. Þetta sagði hún í samtali við blaðamenn að loknum fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í dag og átti þar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. Hún segist þó ekki kannast við að vera kominn í kosningabandalag með Miðflokknum. „Við drukkum alveg yndislegt kaffi og svo spjölluðum við um heima og geima og hið pólitíska landslag,“ sagði Inga um fundinn með forsetanum. Aðspurð um bandalag Flokks fólksins og Miðflokksins í stjórnarmyndunarviðræðum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ýjaði að eftir sinn fund, sagðist Inga ekki kannast við neitt slíkt. „Ég hef nú ekki heyrt um neitt bandalag. Við spjölluðum nú bara saman í dag og Sigmundur var svo elskulegur að biðja bílstjórann sinn að skutla mér heim,“ sagði Inga. „En við erum afskaplega lík um margt í okkar stefnu þannig að eðli málsins samkvæmt tölum við saman.“Inga Sæland á fundi forseta í dag.Vísir/EyþórHún segir að Flokkur fólksins sé bæði reiðubúinn til að starfa í ríkisstjórn sem og í öflugri stjórnarandstöðu. Hún segir það vel koma til greina að slást í lið með fráfarandi stjórnarandstöðunni í ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. „Við gengum óbundin til þessara kosninga og við erum enn óbundin þannig lagað séð, þó að sumir stjórnmálaflokkar séu meira inn á okkar stefnu en aðrir. Þannig að það væri lang farsælast ef við gætum þjappað saman þeim flokkum sem væru með svipuð og sambærileg málefni, en það kemur allt til greina hvað það varðar,“ segir Inga. Hún segir að enginn hafi leitað til hennar til formlegra viðræðna en hún finni þó engan kala í garð flokksins. „Það er bara afskaplega gaman núna og við erum að spjalla saman. Það eru svona o´formlega þreifingar eins og sagt er. Svo sjáum við hvað forsetinn gerir.“Hver finnst þér að ætti að fá umboðið? „Að mínu mati þá finnst mér það liggja nokkuð í augum uppi að annað hvort sá sem er með stærsta flokkinn eða sá sem er sigurvegari kosninganna.“Hver er sigurvegari kosninganna? „Það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Telja réttast að Katrín fái umboðið Það er mat Pírata að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið. 30. október 2017 15:50 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir það liggja í augum uppi að sá flokkur sem er með mestan þingstyrk að loknum kosningum eða sá sem geti talist sigurvegari kosninganna skuli fá umboð til stjórnarmyndunar. Þetta sagði hún í samtali við blaðamenn að loknum fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í dag og átti þar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. Hún segist þó ekki kannast við að vera kominn í kosningabandalag með Miðflokknum. „Við drukkum alveg yndislegt kaffi og svo spjölluðum við um heima og geima og hið pólitíska landslag,“ sagði Inga um fundinn með forsetanum. Aðspurð um bandalag Flokks fólksins og Miðflokksins í stjórnarmyndunarviðræðum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ýjaði að eftir sinn fund, sagðist Inga ekki kannast við neitt slíkt. „Ég hef nú ekki heyrt um neitt bandalag. Við spjölluðum nú bara saman í dag og Sigmundur var svo elskulegur að biðja bílstjórann sinn að skutla mér heim,“ sagði Inga. „En við erum afskaplega lík um margt í okkar stefnu þannig að eðli málsins samkvæmt tölum við saman.“Inga Sæland á fundi forseta í dag.Vísir/EyþórHún segir að Flokkur fólksins sé bæði reiðubúinn til að starfa í ríkisstjórn sem og í öflugri stjórnarandstöðu. Hún segir það vel koma til greina að slást í lið með fráfarandi stjórnarandstöðunni í ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. „Við gengum óbundin til þessara kosninga og við erum enn óbundin þannig lagað séð, þó að sumir stjórnmálaflokkar séu meira inn á okkar stefnu en aðrir. Þannig að það væri lang farsælast ef við gætum þjappað saman þeim flokkum sem væru með svipuð og sambærileg málefni, en það kemur allt til greina hvað það varðar,“ segir Inga. Hún segir að enginn hafi leitað til hennar til formlegra viðræðna en hún finni þó engan kala í garð flokksins. „Það er bara afskaplega gaman núna og við erum að spjalla saman. Það eru svona o´formlega þreifingar eins og sagt er. Svo sjáum við hvað forsetinn gerir.“Hver finnst þér að ætti að fá umboðið? „Að mínu mati þá finnst mér það liggja nokkuð í augum uppi að annað hvort sá sem er með stærsta flokkinn eða sá sem er sigurvegari kosninganna.“Hver er sigurvegari kosninganna? „Það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Telja réttast að Katrín fái umboðið Það er mat Pírata að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið. 30. október 2017 15:50 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira
Telja réttast að Katrín fái umboðið Það er mat Pírata að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið. 30. október 2017 15:50
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47
„Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48
Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39
Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40
Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45