
Elín Metta: Þetta er bara snilld

Elín Metta skoraði sjálf glæsilegt mark og átti síðan tvær stoðsendingar á Dagnýju Brynjarsdóttur í hinum tveimur mörkunum.
„Þetta var geggjað en maður upplifði svolítið langar mínútur þarnar á bekknum. Þetta er bara snilld,“ sagði Elín Metta Jensen í samtali við Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson í útsendingu RÚV frá leiknum.
„Við gerðum nákvæmlega það sem var lagt upp með og það gekk allt fullkomlega upp,“ sagði Elín Metta.
„Þetta snýst bara um að hafa trú á því að við gætum skorað. Við sýndum það að við gátum skorað og hefðum getað skorað fleiri mörk í þessum leik,“ sagði Elín Metta. Liðið er búið að hrista af sér vonbrigðin frá EM síðasta sumar.
„Það er nýtt mót í gangi núna. EM er að baki og þetta gæti ekki verið betra hjá okkur,“ sagði Elín og HM-draumurinn er alveg raunverulegur.
„Já klárlega. Það er bara augljóst og við höldum bara áfram núna,“ sagði Elín Metta.
Tengdar fréttir

Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 2-3 | Stelpurnar okkar stórkostlegar í sigri á Þýskalandi
Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðið unnu í dag einn allra flottasta sigurinn í sögu íslenska kvennafótboltans þegar þær sóttu 3-2 sigur á útivelli á móti á einu besta landsliði heims. Þetta er fyrsti sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands hjá bæði A-landsliðum karla og kvenna.

Ein breyting á byrjunarliðinu og skipt um leikkerfi
Freyr Alexandersson gerir eina breytingu á byrjunarliði Íslands sem mætir Þýskalandi í undankeppni HM 2019 í Wiesbaden í dag.

Stelpurnar okkar ekki skorað hjá þýsku grýlunni í 30 ár
Þeir gerast varla erfiðari leikirnir en sá hjá íslenska kvennalandsliðinu í Þýskalandi í dag. Útileikur á móti margföldum heims- og Evrópumeisturum í undankeppni heimsmeistaramótsins í Frakklandi 2019.

Hallbera og Fanndís: Væri draumur að koma heim með einhver stig
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í eldlínunni í dag í undankeppni HM 2019 þegar liðið mætir margföldum meisturum Þýskalands í afar erfiðum útileik.