Innlent

Rólegheitaveður í dag

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
VÍSIR/DANNI
Útlit er fyrir rólegheitaveður í dag en dálítil rigning um landið austanvert seinnipartinn og jafnvel má búast við slyddu til fjalla. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands verður hægt vaxandi austlæg átt á morgun, víða 8 til 15 m/s um kvöldið, hvassast syðst. Rigning eða súld með köflum er líður á daginn, en lengst af þurrt á Norður- og Vesturlandi. Hiti 3 til 8 stig að deginum en heldur hlýrra á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Austan og suðaustan 10-15 m/s, en heldur hægari síðdegis. Talsverð rigning SA-til, en rigning með köflum í öðrum landshlutum. Hiti 5 til 10 stig. 

Á þriðjudag og miðvikudag:

Norðaustan 10-15 m/s á Vestfjörðum, en annars austan 5-10. Víða dálítil rigning, en bjartviðri á V-landi. Hiti 3 til 8 stig. 

Á fimmtudag:

Austlæg átt og dálítil væta syðst á landinu, en annars hægviðri og þurrt að kalla. Milt í veðri. 

Á föstudag:

Útlit fyrir ákveðna suðvestanátt með rigningu, en einkum V-til og heldur kólnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×