Eldur við hjúkrunarheimili og hópslagsmál Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. október 2017 06:19 Verkefni lögreglunnar voru fjölbreytt í nótt. Vísir/Eyþór Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Þurfti hún meðal annars að bregðast við ábendingu um hópslagsmál fyrir utan bar í Kópavogi um klukkan 20 í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn mættu á vettvang voru slagsmálin yfirstaðin og ólátabelgirnir, sem jafnt voru íslenskir sem útlenskir, vildu engin eftirmál af látunum. Voru þeir því allir látnir lausir að loknu spjalli við laganna verði. Um svipað leyti réðst „ölvuð og æst kona,“ sem var gestkomandi í heimahúsi, á vinkonu sína - húsráðandann. Konan var handtekinn og vistuð í fangageymslu þar sem hún hefur fengið að sofa úr sér í nótt. Verður rætt við hana þegar ástand leyfir. Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um 17 ára gamlan dreng sem hafði tekið „brjálæðiskast“ á heimili sínu. Hafði hann skemmt mikið af innanstokksmunum þegar lögreglumenn mættu á vettvang. Hann var þó á bak og burt og verður málið rannsakað frekar að sögn lögreglunnar. Þá var tilkynnt um reyk frá hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi á öðrum tímanum í nótt. Eldurinn kom upp í ruslagámi sem staðsettur var við þakskýli hjúkrunarheimilisins. „Eldtungur voru farnar að teygja sig í þakskýlið en slökkviliðinu gekk vel að ráða niðurlögum eldsins“ segir í lýsingu lögreglunnar. Nokkur reykur fór inn á fyrstu hæð hjúkrunarheimilisins, aðallega í eldhús og nærliggjandi herbergi og sá slökkvilið um að reykræsta. Að sögn lögreglunnar var ekki talin þörf á að rýma hjúkrunarheimilið. Málið er nú til rannsóknar. Lögreglumál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Þurfti hún meðal annars að bregðast við ábendingu um hópslagsmál fyrir utan bar í Kópavogi um klukkan 20 í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn mættu á vettvang voru slagsmálin yfirstaðin og ólátabelgirnir, sem jafnt voru íslenskir sem útlenskir, vildu engin eftirmál af látunum. Voru þeir því allir látnir lausir að loknu spjalli við laganna verði. Um svipað leyti réðst „ölvuð og æst kona,“ sem var gestkomandi í heimahúsi, á vinkonu sína - húsráðandann. Konan var handtekinn og vistuð í fangageymslu þar sem hún hefur fengið að sofa úr sér í nótt. Verður rætt við hana þegar ástand leyfir. Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um 17 ára gamlan dreng sem hafði tekið „brjálæðiskast“ á heimili sínu. Hafði hann skemmt mikið af innanstokksmunum þegar lögreglumenn mættu á vettvang. Hann var þó á bak og burt og verður málið rannsakað frekar að sögn lögreglunnar. Þá var tilkynnt um reyk frá hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi á öðrum tímanum í nótt. Eldurinn kom upp í ruslagámi sem staðsettur var við þakskýli hjúkrunarheimilisins. „Eldtungur voru farnar að teygja sig í þakskýlið en slökkviliðinu gekk vel að ráða niðurlögum eldsins“ segir í lýsingu lögreglunnar. Nokkur reykur fór inn á fyrstu hæð hjúkrunarheimilisins, aðallega í eldhús og nærliggjandi herbergi og sá slökkvilið um að reykræsta. Að sögn lögreglunnar var ekki talin þörf á að rýma hjúkrunarheimilið. Málið er nú til rannsóknar.
Lögreglumál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira