Klukknahljómur berst frá Hallgrímskirkju á ný Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2017 12:03 Hallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna, enda kirkjan eitt helsta kennileiti Reykjavíkurborgar. Klukkurnar í Hallgrímskirkju eru loks farnar að hringja á ný en viðgerð á klukkunum er nú lokametrunum. Ekkert hafði heyrst í klukkunum síðan í ágúst á síðasta ári þegar búnaður sem tengir klukkuspilin og kirkjuklukkurnar bilaði. Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, segir starfsmenn kirkjunnar vera himinlifandi með að loks sé aftur farið að heyrast í klukkunum. Þá hafi nágrannar og aðrir gestir kirkjunnar einnig lýst yfir ánægju sinni. „Við erum enn í þeim fasa að prófa þær. Það er búið að stilla klukkurnar en við erum enn að fínpússa þær. Við erum búin að vinna að þessu síðan í janúar.“ Hallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna í Reykjavík, enda kirkjan eitt helsta kennileiti borgarinnar. Jónanna segir að viðgerðin hafi farið þannig fram að ákveðnir hlutir hafi verið teknir niður og sendir til Hollands. „Það tók alveg þrjá, fjóra mánuði að gera við, yfirfara búnaðinn. Annað var ónýtt og sett nýtt, eins og til dæmis aðaltölvan sem stýrir þessu núna. Það eru þrjár klukkur uppi í turni og svo er svokallað klukknaspil sem hægt er að spila lögin á og stilla.“ Hún segir að í síðustu viku hafi komið verkfræðingur frá hollenska fyrirtækinu Eijsbout til landsins og hafi hann unnið að því að koma klukkunum í gang. „Það var á miðvikudaginn sem við heyrðum fyrstu slögin og það var dásamlegt. Klukkurnar hringja á korters fresti, en hringingin á heila tímanum er nokkru lengri en hinar þrjár. Úrin í þann mund að komast í lag Jónanna segir að úrin, sem snúa í höfuðáttirnar fjórar, hafi sömuleiðis verið óvirk þar sem þau tengist einnig aðaltölvunni. „Nú eiga þau að vera virk, en það hefur komið upp einhver smávægileg bilun sem rafvirkjar kirkjunnar vinna nú að því að lagfæra.“ Hörður Áskelsson. Hollenska fyrirtækið Eijsbout sá um viðgerðirnar á klukkunum, en Jónanna segir áætlaðan kostnað við viðgerðirnar hafa verið um 15 milljónir króna. Hörður stýrir spilinu úr símanum sínum Hörður Áskelsson, kantor og stjórnandi klukkuspilsins, segist mjög ánægður með að klukkurnar skuli vera komnar í gagnið. Hann segir þetta þriðja kynslóð stýribúnaðar klukkuspilsins og að hann geti nú stýrt spilinu úr appi í síma sínum. Hörður vonast sé til að hægt verði að vígja klukkuspilið formlega á svokölluðum Lúthersdögum sem haldnir verða í Hallgrímskirkju dagana 26. til 31. október. Hallgrímskirkja Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira
Klukkurnar í Hallgrímskirkju eru loks farnar að hringja á ný en viðgerð á klukkunum er nú lokametrunum. Ekkert hafði heyrst í klukkunum síðan í ágúst á síðasta ári þegar búnaður sem tengir klukkuspilin og kirkjuklukkurnar bilaði. Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, segir starfsmenn kirkjunnar vera himinlifandi með að loks sé aftur farið að heyrast í klukkunum. Þá hafi nágrannar og aðrir gestir kirkjunnar einnig lýst yfir ánægju sinni. „Við erum enn í þeim fasa að prófa þær. Það er búið að stilla klukkurnar en við erum enn að fínpússa þær. Við erum búin að vinna að þessu síðan í janúar.“ Hallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna í Reykjavík, enda kirkjan eitt helsta kennileiti borgarinnar. Jónanna segir að viðgerðin hafi farið þannig fram að ákveðnir hlutir hafi verið teknir niður og sendir til Hollands. „Það tók alveg þrjá, fjóra mánuði að gera við, yfirfara búnaðinn. Annað var ónýtt og sett nýtt, eins og til dæmis aðaltölvan sem stýrir þessu núna. Það eru þrjár klukkur uppi í turni og svo er svokallað klukknaspil sem hægt er að spila lögin á og stilla.“ Hún segir að í síðustu viku hafi komið verkfræðingur frá hollenska fyrirtækinu Eijsbout til landsins og hafi hann unnið að því að koma klukkunum í gang. „Það var á miðvikudaginn sem við heyrðum fyrstu slögin og það var dásamlegt. Klukkurnar hringja á korters fresti, en hringingin á heila tímanum er nokkru lengri en hinar þrjár. Úrin í þann mund að komast í lag Jónanna segir að úrin, sem snúa í höfuðáttirnar fjórar, hafi sömuleiðis verið óvirk þar sem þau tengist einnig aðaltölvunni. „Nú eiga þau að vera virk, en það hefur komið upp einhver smávægileg bilun sem rafvirkjar kirkjunnar vinna nú að því að lagfæra.“ Hörður Áskelsson. Hollenska fyrirtækið Eijsbout sá um viðgerðirnar á klukkunum, en Jónanna segir áætlaðan kostnað við viðgerðirnar hafa verið um 15 milljónir króna. Hörður stýrir spilinu úr símanum sínum Hörður Áskelsson, kantor og stjórnandi klukkuspilsins, segist mjög ánægður með að klukkurnar skuli vera komnar í gagnið. Hann segir þetta þriðja kynslóð stýribúnaðar klukkuspilsins og að hann geti nú stýrt spilinu úr appi í síma sínum. Hörður vonast sé til að hægt verði að vígja klukkuspilið formlega á svokölluðum Lúthersdögum sem haldnir verða í Hallgrímskirkju dagana 26. til 31. október.
Hallgrímskirkja Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira