Trúir ekki að rödd Bjartrar framtíðar þagni Höskuldur Kári Schram og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 23. október 2017 20:57 „Við erum flokkurinn sem sleit stjórnarsamstarfi út af leynimakki í kringum kynbundið ofbeldi. Þetta er ákveðin breyting í íslensku pólitíkinni og ég trúi því ekki að þessi rödd eigi eftir að þagna á þingi,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við nýjustu skoðanakönnuninni sem MMR birti í dag sem leiðir í ljós grafalvarlega stöðu flokksins. Það er á brattann að sækja fyrir Bjarta framtíð næstu daga því flokkurinn mældist með einungis 1,8 prósent fylgi í nýrri könnun MMR og þarf þannig að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum ef hann á ekki að þurrkast af þingi. „Þær eru náttúrulega ekki hressandi þessar kannanir en við höfum nú mikla trú á því að við eigum inni. Við höfum bara fundinn dálítinn meðbyr undanfarið og síðan bara trúi ég því nú eiginlega ekki að þessi rödd Bjartrar framtíðar inni á þingi þagni. Mér finnst við hafa verið að gera mjög mikilvæga hluti, koma með mikilvæga pólitík inn. Við höfum verið að breyta pólitíkinni og kalla eftir og opna á heiðarlegri stjórnmál,“ segir Óttar í viðtali hjá fréttastofu Stöðvar 2. Spurður hvort kallað hafi verið eftir afsögn hans, svarar Óttar neitandi. „Ég get nú ekki sagt það en við höfum nú líka reynt að leggja áherslu á það í Bjartri framtíð að þetta gengur ekki út á einstaklinga,“ segir Óttar. Flokkurinn og málefni hans séu bæði stærri og mikilvægari en einstakar persónur. „Við erum mjög frambærilega oddvita, mjög frambærilega frambjóðendur, sterka pólitíkusa. Það er þessi breidd sem skiptir meira máli en endilega mín persóna enda lít ég nú bara á það sem svo að mitt hlutverk í pólitík er að reyna að gera gagn og á meðan ég geri gagn þá held ég áfram í því,“ segir Óttar sem segist þó hafa íhugað eigin stöðu á hverjum degi frá því hann hann hóf að stunda stjórnmál. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
„Við erum flokkurinn sem sleit stjórnarsamstarfi út af leynimakki í kringum kynbundið ofbeldi. Þetta er ákveðin breyting í íslensku pólitíkinni og ég trúi því ekki að þessi rödd eigi eftir að þagna á þingi,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við nýjustu skoðanakönnuninni sem MMR birti í dag sem leiðir í ljós grafalvarlega stöðu flokksins. Það er á brattann að sækja fyrir Bjarta framtíð næstu daga því flokkurinn mældist með einungis 1,8 prósent fylgi í nýrri könnun MMR og þarf þannig að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum ef hann á ekki að þurrkast af þingi. „Þær eru náttúrulega ekki hressandi þessar kannanir en við höfum nú mikla trú á því að við eigum inni. Við höfum bara fundinn dálítinn meðbyr undanfarið og síðan bara trúi ég því nú eiginlega ekki að þessi rödd Bjartrar framtíðar inni á þingi þagni. Mér finnst við hafa verið að gera mjög mikilvæga hluti, koma með mikilvæga pólitík inn. Við höfum verið að breyta pólitíkinni og kalla eftir og opna á heiðarlegri stjórnmál,“ segir Óttar í viðtali hjá fréttastofu Stöðvar 2. Spurður hvort kallað hafi verið eftir afsögn hans, svarar Óttar neitandi. „Ég get nú ekki sagt það en við höfum nú líka reynt að leggja áherslu á það í Bjartri framtíð að þetta gengur ekki út á einstaklinga,“ segir Óttar. Flokkurinn og málefni hans séu bæði stærri og mikilvægari en einstakar persónur. „Við erum mjög frambærilega oddvita, mjög frambærilega frambjóðendur, sterka pólitíkusa. Það er þessi breidd sem skiptir meira máli en endilega mín persóna enda lít ég nú bara á það sem svo að mitt hlutverk í pólitík er að reyna að gera gagn og á meðan ég geri gagn þá held ég áfram í því,“ segir Óttar sem segist þó hafa íhugað eigin stöðu á hverjum degi frá því hann hann hóf að stunda stjórnmál.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41