Bankagjöfin álíka stór og Leiðréttingin Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. október 2017 06:00 Sigmundur Davíð hefur miklar hugmyndir um endurskipulagningu fjármálakerfisins. vísir/ernir Þriðjungshlutur í Arion banka, sem Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lofar að afhenda öllum Íslendingum til jafns, gæti verið 60-70 milljarða króna virði. Það þýðir að hlutur hvers mannsbarns á Íslandi í dag gæti verið metinn á bilinu 174 til 212 þúsund krónur. Sigmundur Davíð segir að það sé nokkuð nærri lagi miðað við umsagnir sem hann óskaði eftir. Eitt umtalaðasta stóra stefnumál stjórnmálaflokka fyrir þingkosningarnar nú er áhersla Miðflokksins á að ríkið nýti forkaupsrétt á Arion banka, afhendi landsmönnum þriðjungshlut í bankanum, selji þriðjung í opnu útboði og haldi eftir þriðjungi þar til markaður hefur myndast með hlutabréf í bankanum. En hvað gæti hver fengið í sinn hlut ef af verður? Bókfært eigið fé Arion banka gefur hugmynd um það. Það var 222 milljarðar um mitt þetta ár. Miðað við það gæti þriðjungshlutur í Arion banka verið metinn á um 73 milljarða króna. Ef hins vegar er miðað við sölugengið 0,81 líkt og tilfellið var við sölu á 29 prósenta hlut í bankanum til vogunarsjóða og Goldman Sachs í mars síðastliðnum þá gæti þriðjungshluturinn verið metinn á um 60 milljarða. Íslendingar voru samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar 343.960 á öðrum ársfjórðungi 2017 en í stefnuskrá Miðflokksins er miðað við að hver Íslendingur sem er lifandi á tímabilinu 1. desember 2018 til 1. desember 2019 eignist eitt hlutabréf í bankanum. Íslendingar verða því vafalaust orðnir fleiri þá. Miðað við mannfjöldann nú væri hlutur hvers mannsbarns á Íslandi 174 þúsund króna virði miðað við 60 milljarða verðmat á þriðjungshlutnum. Ef miðað er við að þriðjungshluturinn sé 73 milljarða króna virði er hver hlutur ríflega 212 þúsund króna virði. „Ég spurði nokkra álits sem voru á svipuðum slóðum, á milli 150-200 þúsund krónur, þegar búið væri að minnka bankann sem er hluti af þessum aðgerðum,“ segir Sigmundur Davíð um eigin áætlanir á virði hlutar hvers og eins. Gert er ráð fyrir að almenningi yrði ekki heimilt að selja bréf sín fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjú ár, en af hverju að gefa almenningi hlut í banka? „Þetta eru peningar sem verða í eigu almennings, þegar bankinn er kominn. Í tilvikum barna og ungs fólks gæti það ávaxtað þessi hlutabréf og notað sem útborgun í íbúð eða eitthvað slíkt síðar. En aðallega er þetta til þess að koma bankanum í dreift eignarhald með aðferð sem er sanngjörn.“ Til samanburðar þá fóru 72 milljarðar í lækkun höfuðstóls verðtryggðra skulda í Leiðréttingunni, sem var eitt af stóru loforðum Sigmundar Davíðs sem formanns Framsóknar fyrir kosningar 2013. Ljóst er að hugmyndir Sigmundar nú um að útdeila verðmætum í formi hlutabréfa í banka eru af svipaðri stærðargráðu. Sigmundur viðurkennir að hafa ekki hugsað út í það samhengi enda tilgangurinn annar nú. „En í báðum tilvikum snýst þetta um að láta fólk hafa það sem það á nú þegar með réttu að okkar mati.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Þriðjungshlutur í Arion banka, sem Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lofar að afhenda öllum Íslendingum til jafns, gæti verið 60-70 milljarða króna virði. Það þýðir að hlutur hvers mannsbarns á Íslandi í dag gæti verið metinn á bilinu 174 til 212 þúsund krónur. Sigmundur Davíð segir að það sé nokkuð nærri lagi miðað við umsagnir sem hann óskaði eftir. Eitt umtalaðasta stóra stefnumál stjórnmálaflokka fyrir þingkosningarnar nú er áhersla Miðflokksins á að ríkið nýti forkaupsrétt á Arion banka, afhendi landsmönnum þriðjungshlut í bankanum, selji þriðjung í opnu útboði og haldi eftir þriðjungi þar til markaður hefur myndast með hlutabréf í bankanum. En hvað gæti hver fengið í sinn hlut ef af verður? Bókfært eigið fé Arion banka gefur hugmynd um það. Það var 222 milljarðar um mitt þetta ár. Miðað við það gæti þriðjungshlutur í Arion banka verið metinn á um 73 milljarða króna. Ef hins vegar er miðað við sölugengið 0,81 líkt og tilfellið var við sölu á 29 prósenta hlut í bankanum til vogunarsjóða og Goldman Sachs í mars síðastliðnum þá gæti þriðjungshluturinn verið metinn á um 60 milljarða. Íslendingar voru samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar 343.960 á öðrum ársfjórðungi 2017 en í stefnuskrá Miðflokksins er miðað við að hver Íslendingur sem er lifandi á tímabilinu 1. desember 2018 til 1. desember 2019 eignist eitt hlutabréf í bankanum. Íslendingar verða því vafalaust orðnir fleiri þá. Miðað við mannfjöldann nú væri hlutur hvers mannsbarns á Íslandi 174 þúsund króna virði miðað við 60 milljarða verðmat á þriðjungshlutnum. Ef miðað er við að þriðjungshluturinn sé 73 milljarða króna virði er hver hlutur ríflega 212 þúsund króna virði. „Ég spurði nokkra álits sem voru á svipuðum slóðum, á milli 150-200 þúsund krónur, þegar búið væri að minnka bankann sem er hluti af þessum aðgerðum,“ segir Sigmundur Davíð um eigin áætlanir á virði hlutar hvers og eins. Gert er ráð fyrir að almenningi yrði ekki heimilt að selja bréf sín fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjú ár, en af hverju að gefa almenningi hlut í banka? „Þetta eru peningar sem verða í eigu almennings, þegar bankinn er kominn. Í tilvikum barna og ungs fólks gæti það ávaxtað þessi hlutabréf og notað sem útborgun í íbúð eða eitthvað slíkt síðar. En aðallega er þetta til þess að koma bankanum í dreift eignarhald með aðferð sem er sanngjörn.“ Til samanburðar þá fóru 72 milljarðar í lækkun höfuðstóls verðtryggðra skulda í Leiðréttingunni, sem var eitt af stóru loforðum Sigmundar Davíðs sem formanns Framsóknar fyrir kosningar 2013. Ljóst er að hugmyndir Sigmundar nú um að útdeila verðmætum í formi hlutabréfa í banka eru af svipaðri stærðargráðu. Sigmundur viðurkennir að hafa ekki hugsað út í það samhengi enda tilgangurinn annar nú. „En í báðum tilvikum snýst þetta um að láta fólk hafa það sem það á nú þegar með réttu að okkar mati.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent