Telja Þrastalund brjóta gegn áfengislöggjöfinni Sveinn Arnarsson skrifar 24. október 2017 06:00 Í Þrastalundi er áfengri vöru stillt upp með matvöru. vísir/sveinn Sverrir Einar Eiríksson, eigandi veitingastaðarins og kjörbúðarinnar Þrastalundar við Sogið, segir það hafa verið mannleg mistök starfsfólks síns ef áfengi hefur verið selt í verslun staðarins sem almenn matvara. Hann mun því í framhaldinu ræða við starfsfólk sitt og skýra það út að það sé brot á lögum að selja óopnað áfengi út úr versluninni. Það sé ekki vilji hans að brjóta áfengislöggjöfina. „Þetta eru klár mistök og eiga ekki að gerast aftur, það er alveg á hreinu,“ segir Sverrir. „Við viljum og eigum vitaskuld að fara eftir lögum. Hins vegar hefur þetta verið látið viðgangast víða á Suðurlandi og lögreglan hefur horft fram hjá þessu á mörgum stöðum hér. Það er samt sem áður þannig að ég vil að mitt starfsfólk fari eftir þeim lögum sem eru í gildi og því mun ég taka þetta á mig.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að kjörbúðin í Þrastalundi stillir upp áfengri vöru með annarri matvöru á borð við óáfengar drykkjarvörur og osta í verslun sinni. Blaðamaður Fréttablaðsins kannaði hvort verslunin seldi áfengar vörur út úr versluninni síðastliðinn laugardag og svo reyndist vera. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, segir að ef lýsingar séu réttar sé líkast til um brot á áfengislöggjöfinni að ræða. „Þetta mál er komið í ferli hér hjá okkur hjá lögreglunni og við munum kanna þetta nánar. Sé þetta rétt mun eigandi sæta sektum og honum gert að taka vörurnar úr hillum í verslun sinni,“ útskýrir yfirlögregluþjónninn. „Sé svona farið að viðskiptavinir geti keypt áfenga vöru og tekið með sér út er það auðvitað skýrt brot á áfengislöggjöfinni.“ Sverrir segir hins vegar að þótt hann leggi upp með að starfsemi hans brjóti ekki í bága við landslög, sé ekki mikill skaði sem af því hlýst þótt ferðamaður taki með sér einn áfengan drykk og neyti hans í sumarbústað sínum. „Útlendingar sem til okkar koma þekkja þetta fyrirkomulag annars staðar frá, að sjá áfenga drykki á sama stað og matvöru. Ég held því að það sé nú ekki mikill skaði af þessu fyrirkomulagi,“ segir Sverrir að lokum. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Sverrir Einar Eiríksson, eigandi veitingastaðarins og kjörbúðarinnar Þrastalundar við Sogið, segir það hafa verið mannleg mistök starfsfólks síns ef áfengi hefur verið selt í verslun staðarins sem almenn matvara. Hann mun því í framhaldinu ræða við starfsfólk sitt og skýra það út að það sé brot á lögum að selja óopnað áfengi út úr versluninni. Það sé ekki vilji hans að brjóta áfengislöggjöfina. „Þetta eru klár mistök og eiga ekki að gerast aftur, það er alveg á hreinu,“ segir Sverrir. „Við viljum og eigum vitaskuld að fara eftir lögum. Hins vegar hefur þetta verið látið viðgangast víða á Suðurlandi og lögreglan hefur horft fram hjá þessu á mörgum stöðum hér. Það er samt sem áður þannig að ég vil að mitt starfsfólk fari eftir þeim lögum sem eru í gildi og því mun ég taka þetta á mig.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að kjörbúðin í Þrastalundi stillir upp áfengri vöru með annarri matvöru á borð við óáfengar drykkjarvörur og osta í verslun sinni. Blaðamaður Fréttablaðsins kannaði hvort verslunin seldi áfengar vörur út úr versluninni síðastliðinn laugardag og svo reyndist vera. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, segir að ef lýsingar séu réttar sé líkast til um brot á áfengislöggjöfinni að ræða. „Þetta mál er komið í ferli hér hjá okkur hjá lögreglunni og við munum kanna þetta nánar. Sé þetta rétt mun eigandi sæta sektum og honum gert að taka vörurnar úr hillum í verslun sinni,“ útskýrir yfirlögregluþjónninn. „Sé svona farið að viðskiptavinir geti keypt áfenga vöru og tekið með sér út er það auðvitað skýrt brot á áfengislöggjöfinni.“ Sverrir segir hins vegar að þótt hann leggi upp með að starfsemi hans brjóti ekki í bága við landslög, sé ekki mikill skaði sem af því hlýst þótt ferðamaður taki með sér einn áfengan drykk og neyti hans í sumarbústað sínum. „Útlendingar sem til okkar koma þekkja þetta fyrirkomulag annars staðar frá, að sjá áfenga drykki á sama stað og matvöru. Ég held því að það sé nú ekki mikill skaði af þessu fyrirkomulagi,“ segir Sverrir að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00