Landspítalinn mun bera ábyrgð á rekstri nýs sjúkrahótels við Hringbraut Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2017 13:16 Útlitsmynd af sjúkrahótelinu Stjórnarráð Íslands Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Landspítala ábyrgð á rekstri nýs 70 rýma sjúkrahótels á lóð spítalans við Hringbraut. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðs Íslands en þar segir að ábyrgð Landspítalans á rekstri sjúkrahótels grundvallast á 20. grein laga um heilbrigðisþjónustu sem heimilar að kveða megi nánar á um þjónustu spítalans með sérstakri reglugerð. Gert er ráð fyrir að Landspítali bjóði út rekstur sjúkrahótelsins í samvinnu við Ríkiskaup samkvæmt lögum um opinber innkaup. Er það til að tryggja að rekstraraðili verði með reynslu af hótel- og veitingarekstri. Helstu markmiðin sem stefnt er að með rekstri sjúkrahótels eru að útvega gistingu fyrir fólk af landsbyggðinni sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda sem ekki er veitt í heimabyggð þeirra, styðja við bataferli sjúklinga í kjölfar meðferðar og enn fremur að bjóða aðstandendum sjúklinga gistingu eftir því sem þörf krefur. Miðað er við að þeir sem dvelja á sjúkrahótelinu séu sjálfbjarga við athafnir daglegs lífs. Starfsemin mun því fyrst og fremst felast í hótelþjónustu. Dvalargestir eru því innritaðir á hótelinu en ekki á sjúkrahúsi, en nálægð við Landspítala tryggir öryggi dvalargesta. Gestir munu greiða fyrir dvölina samkvæmt gildandi reglum. Þar sem Landspítalinn hefur ekki reynslu af hótelrekstri er gengið út frá því að spítalinn útvisti rekstrinum til aðila sem hafa reynslu eða þekkingu á þessu sviði. Þetta er til að tryggja að starfsemin hafi ásýnd hótels fremur yfirbragð sjúkrastofnunar. Markmiðið með því að fela Landspítala ábyrgð á rekstrinum er að stuðla að samfelldri þjónustu við sjúklinga í framhaldi af meðferð á Landspítalanum en reiknað er með að stærstur hluti hótelgesta sæki þjónustu hjá Landspítala eða hafi dvalið þar. Frekari skilgreiningar á kröfum til starfseminnar verða gerðar í samstarfi Landspítala og velferðarráðuneytisins. Sjúkrahótelið verður opið öðrum gestum, samkvæmt skilyrðum þar um, ef fyrirséð er að herbergi muni standa auð að öðrum kosti og það skerði í engu aðgengi gesta sem þurfa á sjúkrahóteldvöl að halda. Almennir gestir munu greiða fullt gjald fyrir dvölina. Möguleiki er fyrir Landspítala eða aðra aðila að semja við sjúkrahótelið um dvöl fyrir einstaklinga á þeirra vegum sem þarfnast heilbrigðisþjónustu umfram þá sem sjúkrahótelinu er ætlað að veita. Í slíkum tilvikum ber viðkomandi aðili ábyrgð á að tryggja einstaklingnum sem um ræðir þá heilbrigðisþjónustu sem hann þarfnast og standa straum af kostnaði vegna hennar. Miðað er við að starfsemi og þjónusta sjúkrahótelsins verði þróuð eftir því sem þekking á rekstrinum og þörfum notenda eykst með fenginni reynslu. Því verða samningur, þjónustukröfur, fjárframlög og aðrar forsendur endurskoðaðar reglulega. Til að fylgja þróun starfseminnar, meta þjónustu og nýtingu og styðja Landspítala sem verkkaupa mun velferðarráðuneytið skipa ráðgjafahóp sem starfa mun meðan starfsemin er í mótun. Áætlað er að starfsemi sjúkrahótelsins geti hafist á fyrri hluta næsta árs. Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Landspítala ábyrgð á rekstri nýs 70 rýma sjúkrahótels á lóð spítalans við Hringbraut. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðs Íslands en þar segir að ábyrgð Landspítalans á rekstri sjúkrahótels grundvallast á 20. grein laga um heilbrigðisþjónustu sem heimilar að kveða megi nánar á um þjónustu spítalans með sérstakri reglugerð. Gert er ráð fyrir að Landspítali bjóði út rekstur sjúkrahótelsins í samvinnu við Ríkiskaup samkvæmt lögum um opinber innkaup. Er það til að tryggja að rekstraraðili verði með reynslu af hótel- og veitingarekstri. Helstu markmiðin sem stefnt er að með rekstri sjúkrahótels eru að útvega gistingu fyrir fólk af landsbyggðinni sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda sem ekki er veitt í heimabyggð þeirra, styðja við bataferli sjúklinga í kjölfar meðferðar og enn fremur að bjóða aðstandendum sjúklinga gistingu eftir því sem þörf krefur. Miðað er við að þeir sem dvelja á sjúkrahótelinu séu sjálfbjarga við athafnir daglegs lífs. Starfsemin mun því fyrst og fremst felast í hótelþjónustu. Dvalargestir eru því innritaðir á hótelinu en ekki á sjúkrahúsi, en nálægð við Landspítala tryggir öryggi dvalargesta. Gestir munu greiða fyrir dvölina samkvæmt gildandi reglum. Þar sem Landspítalinn hefur ekki reynslu af hótelrekstri er gengið út frá því að spítalinn útvisti rekstrinum til aðila sem hafa reynslu eða þekkingu á þessu sviði. Þetta er til að tryggja að starfsemin hafi ásýnd hótels fremur yfirbragð sjúkrastofnunar. Markmiðið með því að fela Landspítala ábyrgð á rekstrinum er að stuðla að samfelldri þjónustu við sjúklinga í framhaldi af meðferð á Landspítalanum en reiknað er með að stærstur hluti hótelgesta sæki þjónustu hjá Landspítala eða hafi dvalið þar. Frekari skilgreiningar á kröfum til starfseminnar verða gerðar í samstarfi Landspítala og velferðarráðuneytisins. Sjúkrahótelið verður opið öðrum gestum, samkvæmt skilyrðum þar um, ef fyrirséð er að herbergi muni standa auð að öðrum kosti og það skerði í engu aðgengi gesta sem þurfa á sjúkrahóteldvöl að halda. Almennir gestir munu greiða fullt gjald fyrir dvölina. Möguleiki er fyrir Landspítala eða aðra aðila að semja við sjúkrahótelið um dvöl fyrir einstaklinga á þeirra vegum sem þarfnast heilbrigðisþjónustu umfram þá sem sjúkrahótelinu er ætlað að veita. Í slíkum tilvikum ber viðkomandi aðili ábyrgð á að tryggja einstaklingnum sem um ræðir þá heilbrigðisþjónustu sem hann þarfnast og standa straum af kostnaði vegna hennar. Miðað er við að starfsemi og þjónusta sjúkrahótelsins verði þróuð eftir því sem þekking á rekstrinum og þörfum notenda eykst með fenginni reynslu. Því verða samningur, þjónustukröfur, fjárframlög og aðrar forsendur endurskoðaðar reglulega. Til að fylgja þróun starfseminnar, meta þjónustu og nýtingu og styðja Landspítala sem verkkaupa mun velferðarráðuneytið skipa ráðgjafahóp sem starfa mun meðan starfsemin er í mótun. Áætlað er að starfsemi sjúkrahótelsins geti hafist á fyrri hluta næsta árs.
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira