Ísland mætir Tékklandi í Znjomo í dag en leikurinn er liður í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Frakklandi sumarið 2019.
Freyr teflir fram óbreyttu byrjunarlið frá leiknum gegn Þýskalandi en íslensku stelpurnar unnu þar sögulegan 3-2 sigur.
Leikurinn hefst klukkan fjögur að íslenskum tíma og verður fylgst vel með honum hér inn á Vísi.
Byrjunarlið Íslands á móti Tékklandi:
Mark: Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Vörn: Ingibjörg Sigurðardóttir, Sif Atladóttir og Glódís Perla Viggósdóttir.
Miðja: Hallbera Guðný Gísladóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði), Dagný Brynjarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Rakel Hönnudóttir.
Sókn: Fanndís Friðriksdóttir og Elín Metta Jensen.
