Tapið gegn Íslandi sat ekki í þýska kvennalandsliðinu í dag er það valtaði yfir færeyska landsliðið í undankeppni HM 2019.
Lokatölur þar 11-0, takk fyrir. Fyrsta markið kom á 13. mínútu og það síðasta mínútu fyrir leikslok. Langur dagur á skrifstofunni hjá þeim færeysku.
Þýskaland er með níu stig eftir þrjá leiki. Unnið tvo og tapaði svo gegn Íslandi síðasta föstudag.
Færeyjar á botni riðilsins án stiga en liðið hefur tapað öllum sínum leikjum stórt.
