Stríðsleikur í Tékklandi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. október 2017 06:00 Dagný skoraði sigurmark Íslands með skalla á 44. mínútu vísir/anna Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var nokkuð sáttur við niðurstöðuna þegar við heyrðum í honum eftir leik í gær „Ég er sáttur við stigið en okkur langaði í þrjú stig og reyndum að teygja okkur eftir því. Heildarniðurstaðan, fjögur stig á útivelli á móti þessum liðum, er bara góð,“ sagði Freyr. Leikurinn var mjög jafn og stóðu tékknesku stelpurnar vel á móti sterkum Íslendingum. „Þetta var stríðsleikur, við getum orðað það þannig. Það var örugglega sett Evrópumet í návígjum um allan völl. Bæði lið, allir leikmenn, gáfu allt sitt í verkefnið og börðust grimmilega um hvern einasta bolta, ég held að það lýsi leiknum best.“ Freyr er þekktur fyrir að vinna undirbúningsvinnu sína vel fyrir leiki og var engin breyting þar á í þetta skipti, þrátt fyrir að hann hafi tapað einhverjum gögnum úr tölvunni hjá sér fyrir leik. „Þeir komu okkur ekki á óvart. Ég viðurkenni það samt að það var flott fyrir þær að sjá hversu öflugar þær voru í slagsmálunum. Við vissum alveg hversu gott liðið var, en þær náðu að mæta okkur á köflum í allri baráttu út um allan völl.“ Hvað var það sem landsliðsþjálfarinn tók helst út úr frammistöðu íslenska liðsins í gær? „Ég tek fyrst og síðast hugarfarið og viljann í verkefnið að teygja sig eftir þremur stigum. Svo tökum við að sjálfsögðu stigið. Við erum eina liðið af þessum þremur í toppbaráttunni sem er taplaust og við förum inn í nýtt ár með örlögin í okkar eigin höndum og það er staða sem ég hefði alltaf tekið fyrirfram.“ Elín Metta Jensen fór á kostum í leiknum í gær og kórónaði frammistöðu sína með því að leggja upp mark Dagnýjar Brynjarsdóttur. Þær tvær virðast ná einstaklega vel saman, en Elín lagði upp bæði mörk Dagnýjar í leiknum gegn Þýskalandi á föstudaginn. Ísland er með sjö stig eftir þrjá leiki, jafnt að stigum og Tékkar en tveimur stigum á eftir Þjóðverjum. Íslendingar eiga þó leik til góða á bæði lið, og standa vel að vígi eftir að hafa tekið fjögur af sex mögulegum stigum gegn þessum þjóðum á útivelli. Aðspurður hvort það væri ekki ásættanleg niðurstaða og eitthvað sem hann hefði tekið fyrirfram sagði Freyr: „Algjörlega. Annað er bara frekja. Þetta er bara mjög jákvætt og gott, frammistaðan í heildina góð.“ „Eins og ég sagði fyrir þetta verkefni, við erum að spila seint í október á móti tveimur mjög sterkum liðum á útivelli. Fjögur stig er frábær árangur. Ef við hefðum náð í sex hefði það verið stórkostlegt og við vorum í dauðafæri til þess, reyndum, en við förum sátt heim með fjögur,“ sagði Freyr Alexandersson. Næstu leikir Íslendinga í undankeppninni eru ekki fyrr en apríl, en þá mæta stelpurnar Slóvenum og Færeyingum úti. Þrír síðustu leikirnir fara svo fram á Laugardalsvelli, í júní og september 2018. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Þýskaland fór illa með Færeyjar Tapið gegn Íslandi sat ekki í þýska kvennalandsliðinu í dag er það valtaði yfir færeyska landsliðið í undankeppni HM 2019. 24. október 2017 16:04 Umfjöllun: Tékkland - Ísland 1-1 | Jafntefli á móti sterkum Tékkum Stelpurnar okkar þurftu að sætta sig við jafntefli í Tékklandi í dag í undankeppni HM 2019 24. október 2017 18:00 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var nokkuð sáttur við niðurstöðuna þegar við heyrðum í honum eftir leik í gær „Ég er sáttur við stigið en okkur langaði í þrjú stig og reyndum að teygja okkur eftir því. Heildarniðurstaðan, fjögur stig á útivelli á móti þessum liðum, er bara góð,“ sagði Freyr. Leikurinn var mjög jafn og stóðu tékknesku stelpurnar vel á móti sterkum Íslendingum. „Þetta var stríðsleikur, við getum orðað það þannig. Það var örugglega sett Evrópumet í návígjum um allan völl. Bæði lið, allir leikmenn, gáfu allt sitt í verkefnið og börðust grimmilega um hvern einasta bolta, ég held að það lýsi leiknum best.“ Freyr er þekktur fyrir að vinna undirbúningsvinnu sína vel fyrir leiki og var engin breyting þar á í þetta skipti, þrátt fyrir að hann hafi tapað einhverjum gögnum úr tölvunni hjá sér fyrir leik. „Þeir komu okkur ekki á óvart. Ég viðurkenni það samt að það var flott fyrir þær að sjá hversu öflugar þær voru í slagsmálunum. Við vissum alveg hversu gott liðið var, en þær náðu að mæta okkur á köflum í allri baráttu út um allan völl.“ Hvað var það sem landsliðsþjálfarinn tók helst út úr frammistöðu íslenska liðsins í gær? „Ég tek fyrst og síðast hugarfarið og viljann í verkefnið að teygja sig eftir þremur stigum. Svo tökum við að sjálfsögðu stigið. Við erum eina liðið af þessum þremur í toppbaráttunni sem er taplaust og við förum inn í nýtt ár með örlögin í okkar eigin höndum og það er staða sem ég hefði alltaf tekið fyrirfram.“ Elín Metta Jensen fór á kostum í leiknum í gær og kórónaði frammistöðu sína með því að leggja upp mark Dagnýjar Brynjarsdóttur. Þær tvær virðast ná einstaklega vel saman, en Elín lagði upp bæði mörk Dagnýjar í leiknum gegn Þýskalandi á föstudaginn. Ísland er með sjö stig eftir þrjá leiki, jafnt að stigum og Tékkar en tveimur stigum á eftir Þjóðverjum. Íslendingar eiga þó leik til góða á bæði lið, og standa vel að vígi eftir að hafa tekið fjögur af sex mögulegum stigum gegn þessum þjóðum á útivelli. Aðspurður hvort það væri ekki ásættanleg niðurstaða og eitthvað sem hann hefði tekið fyrirfram sagði Freyr: „Algjörlega. Annað er bara frekja. Þetta er bara mjög jákvætt og gott, frammistaðan í heildina góð.“ „Eins og ég sagði fyrir þetta verkefni, við erum að spila seint í október á móti tveimur mjög sterkum liðum á útivelli. Fjögur stig er frábær árangur. Ef við hefðum náð í sex hefði það verið stórkostlegt og við vorum í dauðafæri til þess, reyndum, en við förum sátt heim með fjögur,“ sagði Freyr Alexandersson. Næstu leikir Íslendinga í undankeppninni eru ekki fyrr en apríl, en þá mæta stelpurnar Slóvenum og Færeyingum úti. Þrír síðustu leikirnir fara svo fram á Laugardalsvelli, í júní og september 2018.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Þýskaland fór illa með Færeyjar Tapið gegn Íslandi sat ekki í þýska kvennalandsliðinu í dag er það valtaði yfir færeyska landsliðið í undankeppni HM 2019. 24. október 2017 16:04 Umfjöllun: Tékkland - Ísland 1-1 | Jafntefli á móti sterkum Tékkum Stelpurnar okkar þurftu að sætta sig við jafntefli í Tékklandi í dag í undankeppni HM 2019 24. október 2017 18:00 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira
Þýskaland fór illa með Færeyjar Tapið gegn Íslandi sat ekki í þýska kvennalandsliðinu í dag er það valtaði yfir færeyska landsliðið í undankeppni HM 2019. 24. október 2017 16:04
Umfjöllun: Tékkland - Ísland 1-1 | Jafntefli á móti sterkum Tékkum Stelpurnar okkar þurftu að sætta sig við jafntefli í Tékklandi í dag í undankeppni HM 2019 24. október 2017 18:00