Sumarbörn tilnefnd til virtra alþjóðlegra verðlauna Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2017 16:30 Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur, Guðrún Ragnarsdóttir, mun fylgja myndinni eftir til Tallin þar sem hún verður frumsýnd þann 24. nóvember. Í gær var tilkynnt að kvikmyndin Sumarbörn hefur verið valin til þáttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Black Nights Film Festival í Tallin þar sem hún keppir í flokki fyrstu kvikmynda leikstjóra (e. First Feature Competition). Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur, Guðrún Ragnarsdóttir, mun fylgja myndinni eftir til Tallin þar sem hún verður frumsýnd þann 24. nóvember. „Hátíðin er ein af svokölluðum A-kvikmyndahátíðum og það er því mikill heiður að vera tilnefndur til þessara verðlauna,“ segir Guðrún Ragnarsdóttir, leikstjóri. Hún segir samkeppnina vera mjög stífa en meðal mynda sem tilnefndar eru má finna framlag Brasilíu til Óskarsverðlaunanna í ár.Þroski og gæði einkenna myndirnar í ár Tiina Lokk, dagskrárstjóri Black Nights Film Festival, segir mikinn þroska einkenna tilnefningarnar í ár, bæði hvað nálgun á viðfangsefni varðar og heildarskynjun. „Það hefur verið minna um unglega fífldirfsku en hefur verið undanfarin ár, myndirnar eru þroskaðri og í meira jafnvægi. Þrátt fyrir að okkur hafi tekist að tilnefna frábær frumverk á hverju ári, þá tel ég að dagskráin í ár í heild sinni sé stórt gæðaskref fram á við.“Vönduð fjölskyldumynd sem hvetur til samræðu um mikilvæg málefni? „Sumarbörn er einstaklega falleg og vönduð fjölskyldumynd, sem hentar ungum jafnt sem öldnum. Slíkar myndir eru afar sjaldgæfar á Íslandi og mikill heiður að vera hluti af listsköpun sem vekur fólk til umhugsunar og hvetur til samræðu milli kynslóða um mikilvæg málefni,“ segir Hrönn Kristinsdóttir, annar framleiðanda myndarinnar. Myndin var frumsýnd í október en auk þess að vera til sýningar á höfuðborgarsvæðinu hefur hún farið hringinn í kringum landið, frá Vestmannaeyjum til Ísafjarðar. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Í gær var tilkynnt að kvikmyndin Sumarbörn hefur verið valin til þáttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Black Nights Film Festival í Tallin þar sem hún keppir í flokki fyrstu kvikmynda leikstjóra (e. First Feature Competition). Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur, Guðrún Ragnarsdóttir, mun fylgja myndinni eftir til Tallin þar sem hún verður frumsýnd þann 24. nóvember. „Hátíðin er ein af svokölluðum A-kvikmyndahátíðum og það er því mikill heiður að vera tilnefndur til þessara verðlauna,“ segir Guðrún Ragnarsdóttir, leikstjóri. Hún segir samkeppnina vera mjög stífa en meðal mynda sem tilnefndar eru má finna framlag Brasilíu til Óskarsverðlaunanna í ár.Þroski og gæði einkenna myndirnar í ár Tiina Lokk, dagskrárstjóri Black Nights Film Festival, segir mikinn þroska einkenna tilnefningarnar í ár, bæði hvað nálgun á viðfangsefni varðar og heildarskynjun. „Það hefur verið minna um unglega fífldirfsku en hefur verið undanfarin ár, myndirnar eru þroskaðri og í meira jafnvægi. Þrátt fyrir að okkur hafi tekist að tilnefna frábær frumverk á hverju ári, þá tel ég að dagskráin í ár í heild sinni sé stórt gæðaskref fram á við.“Vönduð fjölskyldumynd sem hvetur til samræðu um mikilvæg málefni? „Sumarbörn er einstaklega falleg og vönduð fjölskyldumynd, sem hentar ungum jafnt sem öldnum. Slíkar myndir eru afar sjaldgæfar á Íslandi og mikill heiður að vera hluti af listsköpun sem vekur fólk til umhugsunar og hvetur til samræðu milli kynslóða um mikilvæg málefni,“ segir Hrönn Kristinsdóttir, annar framleiðanda myndarinnar. Myndin var frumsýnd í október en auk þess að vera til sýningar á höfuðborgarsvæðinu hefur hún farið hringinn í kringum landið, frá Vestmannaeyjum til Ísafjarðar.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira