Fallist á umdeilanlegar skýringar flugmanns Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. október 2017 06:00 Flugmaðurinn á TF-KOZ segist hafa verið í 100 til 150 metra hæð í aðflugi að Reykjahlíðarflugvelli. Völlurinn er hins vegar suðvestan við Hlíðarfjall sem sést í bakgrunninum og þangað stefndi flugvélin ekki. Fréttablaðið/Benedikt Bóas „Viðhlítandi skýringar hafa borist og málinu telst lokið af hálfu Samgöngustofu,“ segir í svari Samgöngustofu til Fréttablaðsins varðandi lágflug einkaflugvélar yfir fólki og fénaði í Hlíðarrétt í Mývatnssveit í september. Flug TF-KOZ yfir Hlíðarrétt sunnudaginn 3. september vakti athygli réttargesta enda var vélinni að sögn sjónarvotta ítrekað flogið í mjög lítilli hæð yfir réttarsvæðinu frá því fyrir klukkan tíu um morguninn fram að hádegi. Flugvélin er í eigu tveggja Mývetninga sem eru í eigendahópi Mýflugs. „Samgöngustofa hefur umrætt atvik til skoðunar og forsendur flugsins, enda er af myndum að dæma ástæða til þess,“ sagði í svari frá Þórhildi Elínardóttur, upplýsingafulltrúa Samgöngustofu, í Fréttablaðinu 9. september síðastliðinn. Nú er athuguninni lokið. Sá sem kveðst hafa flogið vélinni í umrætt sinn segir þannig hátta til að aðflug að braut 02 á flugvellinum í Reykjahlíð sé beint yfir Hlíðarrétt. „Venjuleg hæð yfir réttinni er 300-500 fet og tel ég mig hafa verið nálægt þeirri hæð,“ segir í svari flugmannsins til Samgöngustofu sem hylur nafn viðkomandi í afriti til Fréttablaðsins. 300 til 500 fet eru 100 til 150 metrar. Myndir sem birst hafa í Fréttablaðinu sýna hins vegar glögglega að TF-KOZ var í það skipti flogið frá austri til vesturs, þvert á aðflugsstefnuna að Reykjahlíðarflugvelli sem er um 1.800 metra norður af Hlíðarrétt. Þetta er staðfest af sjónarvottum sem segja vélinni hafa verið flogið þvers og kruss yfir svæðið. Af handbók Flugmálastjórnar, sem meðal annars má finna á vef Samgöngustofu sjálfrar, má ráða að leiðbeint er um að flugvél í aðflugi að braut 02 á Reykjahlíðarflugvelli sé í 690 feta hæð yfir jörðu í 1.852 metra fjarlægð frá vellinum – sem er veglengdin að Hlíðarrétt. Ekki má fljúga sjónflug nema vegna flugtaks og lendingar eða með sérstöku leyfi yfir þéttbýli í minni hæð en eitt þúsund fetum og annars staðar ekki í minni hæð en fimm hundruð fetum. Í metrum eru þetta annars vegar um 305 metra hæð og hins vegar 152 metra hæð. Sjónarvottar sem Fréttablaðið ræddi við sögðust telja að flughæðin hafi verið aðeins nokkrir tugir metra og virðast myndirnar styðja þá frásögn. Samgöngustofa hefur ekki svarað því hvort rætt hafi verið við sjónarvotta en segir að farið hafi verið yfir málsatvikin. „Meðal annars var haft samband við umráðamann loftfars og flugmann sem hafa útskýrt tilhögun flugsins. Flugið fór fram við flugvöll og var um aðflug að flugvellinum að ræða. Hefðbundnar takmarkanir um flughæðir gilda ekki við flugtak eða aðflug,“ segir í svarinu. Málinu sé þar með lokið eins og áður er getið. Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Boða rannsókn á lágflugi við Hlíðarrétt Myndir af lágflugi tveggja manna flugvélar yfir fólki og fénaði á Hlíðarrétt í Mývatnssveit þykja gefa tilefni til skoðunar Samgöngustofu á því hvort reglur um lágmarkshæð hafi verið brotnar. 9. september 2017 07:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
„Viðhlítandi skýringar hafa borist og málinu telst lokið af hálfu Samgöngustofu,“ segir í svari Samgöngustofu til Fréttablaðsins varðandi lágflug einkaflugvélar yfir fólki og fénaði í Hlíðarrétt í Mývatnssveit í september. Flug TF-KOZ yfir Hlíðarrétt sunnudaginn 3. september vakti athygli réttargesta enda var vélinni að sögn sjónarvotta ítrekað flogið í mjög lítilli hæð yfir réttarsvæðinu frá því fyrir klukkan tíu um morguninn fram að hádegi. Flugvélin er í eigu tveggja Mývetninga sem eru í eigendahópi Mýflugs. „Samgöngustofa hefur umrætt atvik til skoðunar og forsendur flugsins, enda er af myndum að dæma ástæða til þess,“ sagði í svari frá Þórhildi Elínardóttur, upplýsingafulltrúa Samgöngustofu, í Fréttablaðinu 9. september síðastliðinn. Nú er athuguninni lokið. Sá sem kveðst hafa flogið vélinni í umrætt sinn segir þannig hátta til að aðflug að braut 02 á flugvellinum í Reykjahlíð sé beint yfir Hlíðarrétt. „Venjuleg hæð yfir réttinni er 300-500 fet og tel ég mig hafa verið nálægt þeirri hæð,“ segir í svari flugmannsins til Samgöngustofu sem hylur nafn viðkomandi í afriti til Fréttablaðsins. 300 til 500 fet eru 100 til 150 metrar. Myndir sem birst hafa í Fréttablaðinu sýna hins vegar glögglega að TF-KOZ var í það skipti flogið frá austri til vesturs, þvert á aðflugsstefnuna að Reykjahlíðarflugvelli sem er um 1.800 metra norður af Hlíðarrétt. Þetta er staðfest af sjónarvottum sem segja vélinni hafa verið flogið þvers og kruss yfir svæðið. Af handbók Flugmálastjórnar, sem meðal annars má finna á vef Samgöngustofu sjálfrar, má ráða að leiðbeint er um að flugvél í aðflugi að braut 02 á Reykjahlíðarflugvelli sé í 690 feta hæð yfir jörðu í 1.852 metra fjarlægð frá vellinum – sem er veglengdin að Hlíðarrétt. Ekki má fljúga sjónflug nema vegna flugtaks og lendingar eða með sérstöku leyfi yfir þéttbýli í minni hæð en eitt þúsund fetum og annars staðar ekki í minni hæð en fimm hundruð fetum. Í metrum eru þetta annars vegar um 305 metra hæð og hins vegar 152 metra hæð. Sjónarvottar sem Fréttablaðið ræddi við sögðust telja að flughæðin hafi verið aðeins nokkrir tugir metra og virðast myndirnar styðja þá frásögn. Samgöngustofa hefur ekki svarað því hvort rætt hafi verið við sjónarvotta en segir að farið hafi verið yfir málsatvikin. „Meðal annars var haft samband við umráðamann loftfars og flugmann sem hafa útskýrt tilhögun flugsins. Flugið fór fram við flugvöll og var um aðflug að flugvellinum að ræða. Hefðbundnar takmarkanir um flughæðir gilda ekki við flugtak eða aðflug,“ segir í svarinu. Málinu sé þar með lokið eins og áður er getið.
Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Boða rannsókn á lágflugi við Hlíðarrétt Myndir af lágflugi tveggja manna flugvélar yfir fólki og fénaði á Hlíðarrétt í Mývatnssveit þykja gefa tilefni til skoðunar Samgöngustofu á því hvort reglur um lágmarkshæð hafi verið brotnar. 9. september 2017 07:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Boða rannsókn á lágflugi við Hlíðarrétt Myndir af lágflugi tveggja manna flugvélar yfir fólki og fénaði á Hlíðarrétt í Mývatnssveit þykja gefa tilefni til skoðunar Samgöngustofu á því hvort reglur um lágmarkshæð hafi verið brotnar. 9. september 2017 07:00