Dæmdur fyrir að taka dóttur sína kverkataki í verslun Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2017 12:44 Dómurinn taldi sannað að maðurinn hefði tekið dóttur sína kverkataki. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa veist að dóttur sinni í verslun í Reykjavík. Árásin átti sér stað í fyrra en dóttir mannsins var við vinnu í versluninni þegar hann tók hana kverkataki um hálsinn með þeim afleiðingum að dóttirin hlaut eymsli í vöðvum beggja vegna við háls og verk í hálsi. Fyrir dómi sagðist maðurinn kannast við að hafa komið á vinnustað dóttur hans. Hann sagðist hafa verið í miklu uppnámi því dóttirin hefði hringt í hann kvöldi fyrir atvikið og hellt sér yfir hann. Hún hafi sagt við hann að hann ætti ekki að skipta sér að hennar málum. Hann hafi því ákveðið að fara á vinnustað hennar daginn eftir og ræða við hana. Þegar þangað var komið hafi hann séð hana og gengið rakleiðis til hennar. Kannaðist hann við að hafa verið í miklu uppnámi og misst stjórn á sér. Hann hafi gripið í fatnað hennar í bringuhæð. Hann kannaðist einnig við að hafa gripið í hálsmál hennar og haldið henni þannig nokkra stund. Hann hafi svo sleppt og farið út. Dóttirin hans hafi farið á eftir honum og hótað að hringja á lögregluna. Maðurinn sagðist ekki hafa hótað henni lífláti en hann hafi verið í uppnámi vegna þess hvernig hún hefði komið illa fram við eiginkonu hans og hafi hann því verið hávær. Hann kvaðst hafa tekist á við dóttur sína í gegnum tíðina en aldrei hafi komið til handalögmála milli þeirra áður. Dóttirin sagði föður sinn hafa augljóslega verið reiður vegna samskipta hennar við eiginkonu hans. Hann hafi gripið fast um háls hennar með annarri hendi og gengið nokkur skref með hana í því taki. Hann hafi hótað henni lífláti og hún hafi sagt við hann að „gera það bara“ en síðan hafi hún ekki mátt mæla. Dómurinn taldi sannað að maðurinn hefði tekið dóttur sína kverkataki. Var litið til samhljóma framburðar dótturinnar, vitnis og læknis. Hann var sýknaður af ákæru um að hafa ýtt dóttur sinni upp að vegg og jafnframt sýknaður af ákæru um að hafa hótað henni lífláti þar sem hún hafi verið ein til frásagnar um það atriði. Auk skilorðsbundinnar fangelsisvistar var maðurinn dæmdur til að greiða dóttur sinni 300 þúsund krónur. Maðurinn var dæmdur til að greiða skipuðum verjanda sínum 370 þúsund krónur í málsvarnarlaun og þóknun réttargæslumanns dóttur sinnar, 210 þúsund krónur. Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa veist að dóttur sinni í verslun í Reykjavík. Árásin átti sér stað í fyrra en dóttir mannsins var við vinnu í versluninni þegar hann tók hana kverkataki um hálsinn með þeim afleiðingum að dóttirin hlaut eymsli í vöðvum beggja vegna við háls og verk í hálsi. Fyrir dómi sagðist maðurinn kannast við að hafa komið á vinnustað dóttur hans. Hann sagðist hafa verið í miklu uppnámi því dóttirin hefði hringt í hann kvöldi fyrir atvikið og hellt sér yfir hann. Hún hafi sagt við hann að hann ætti ekki að skipta sér að hennar málum. Hann hafi því ákveðið að fara á vinnustað hennar daginn eftir og ræða við hana. Þegar þangað var komið hafi hann séð hana og gengið rakleiðis til hennar. Kannaðist hann við að hafa verið í miklu uppnámi og misst stjórn á sér. Hann hafi gripið í fatnað hennar í bringuhæð. Hann kannaðist einnig við að hafa gripið í hálsmál hennar og haldið henni þannig nokkra stund. Hann hafi svo sleppt og farið út. Dóttirin hans hafi farið á eftir honum og hótað að hringja á lögregluna. Maðurinn sagðist ekki hafa hótað henni lífláti en hann hafi verið í uppnámi vegna þess hvernig hún hefði komið illa fram við eiginkonu hans og hafi hann því verið hávær. Hann kvaðst hafa tekist á við dóttur sína í gegnum tíðina en aldrei hafi komið til handalögmála milli þeirra áður. Dóttirin sagði föður sinn hafa augljóslega verið reiður vegna samskipta hennar við eiginkonu hans. Hann hafi gripið fast um háls hennar með annarri hendi og gengið nokkur skref með hana í því taki. Hann hafi hótað henni lífláti og hún hafi sagt við hann að „gera það bara“ en síðan hafi hún ekki mátt mæla. Dómurinn taldi sannað að maðurinn hefði tekið dóttur sína kverkataki. Var litið til samhljóma framburðar dótturinnar, vitnis og læknis. Hann var sýknaður af ákæru um að hafa ýtt dóttur sinni upp að vegg og jafnframt sýknaður af ákæru um að hafa hótað henni lífláti þar sem hún hafi verið ein til frásagnar um það atriði. Auk skilorðsbundinnar fangelsisvistar var maðurinn dæmdur til að greiða dóttur sinni 300 þúsund krónur. Maðurinn var dæmdur til að greiða skipuðum verjanda sínum 370 þúsund krónur í málsvarnarlaun og þóknun réttargæslumanns dóttur sinnar, 210 þúsund krónur.
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira