25 ár á milli mynda: Stoltur körfuboltapabbi orðinn stoltur körfuboltaafi Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. október 2017 10:30 25 ár liðu á milli þessara mynda. myndir/erna ingvarsdóttir/íþróttablaðið Ingvar Jónsson er af flestum talinn guðfaðir körfuboltans í Hafnarfirði en þessi öflugi leikmaður og þjálfari var allt í öllu í körfuboltanum hjá Haukum um langt skeið. Ingvar ól af sér tvo landsliðsmenn; Jón Arnar Ingvarsson og Pétur Ingvarsson, sem báðir voru frábærir leikmenn og síðar þjálfarar. Synir hans eignuðust svo stráka sem spila báðir í Domino´s-deildinni en þeir mættust í gær. Þetta eru Kári Jónsson, Haukum, og Hilmar Pétursson sem gekk í raðir Keflavíkur í sumar. Keflvíkingar sóttu sigur á Ásvelli í gær og eru á toppnum í deildinni. Kári Jónsson átti stórleik og skoraði 28 stig auk þess sem hann tók sjö fráköst en Hilmar var stigalaus. Hann gat þó brosað eftir leik enda fóru Keflvíkingar heim með stigin tvö. Eftir leikinn tók Erna Ingvarsdóttir, dóttir Ingvars Jónssonar, mynd af föður sínum með litlu frændunum og endurskapaði með því mynd sem var tekin af Ingvari með sonum sínum fyrir 25 árum síðan. Eldri myndin var tekin af Ingvari með Pétri (t.v.) og Jóni Arnari (t.h.) eftir leik í efstu deild árið 1992 en það árið var Ingvar að þjálfa syni sína í meistaraflokki Hauka og endaði liðið í 2. sæti í deildinni. Hún birtist í íþróttablaðinu en viðtalið við þá feðga var tekið af engum öðrum en Þorgrími Þráinssyni. Haukarnir fóru alla leið í lokaúrslitin þetta tímabilið en töpuðu 3-0 fyrir Keflavík sem var með frábært lið þennan veturinn sem varð einnig deildarmeistari. Bæði Keflavík og Haukar eru líkleg til afreka í úrslitakeppninni og hver veit nema afi fái annað tækifæri til að láta mynda sig með barnabörnunum.Pétur Ingvarsson, Ingvar Jónsson og Jón Arnar Ingvarsson árið 1992.mynd/íþróttablaðiðHilmar Pétursson, Ingvar Jónsson og Kári Jónsson í gær.mynd/erna ingvarsdóttir Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 87-90 | Suðurnesjamenn sóttu stigin Keflavík vann góðan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld í fjórðu umferð Dominos-deildar karla. Leikurinn var mjög spennandi og mikil skemmtun. Lokatölur 90-87, Keflavík í vil. 26. október 2017 21:15 Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Sjá meira
Ingvar Jónsson er af flestum talinn guðfaðir körfuboltans í Hafnarfirði en þessi öflugi leikmaður og þjálfari var allt í öllu í körfuboltanum hjá Haukum um langt skeið. Ingvar ól af sér tvo landsliðsmenn; Jón Arnar Ingvarsson og Pétur Ingvarsson, sem báðir voru frábærir leikmenn og síðar þjálfarar. Synir hans eignuðust svo stráka sem spila báðir í Domino´s-deildinni en þeir mættust í gær. Þetta eru Kári Jónsson, Haukum, og Hilmar Pétursson sem gekk í raðir Keflavíkur í sumar. Keflvíkingar sóttu sigur á Ásvelli í gær og eru á toppnum í deildinni. Kári Jónsson átti stórleik og skoraði 28 stig auk þess sem hann tók sjö fráköst en Hilmar var stigalaus. Hann gat þó brosað eftir leik enda fóru Keflvíkingar heim með stigin tvö. Eftir leikinn tók Erna Ingvarsdóttir, dóttir Ingvars Jónssonar, mynd af föður sínum með litlu frændunum og endurskapaði með því mynd sem var tekin af Ingvari með sonum sínum fyrir 25 árum síðan. Eldri myndin var tekin af Ingvari með Pétri (t.v.) og Jóni Arnari (t.h.) eftir leik í efstu deild árið 1992 en það árið var Ingvar að þjálfa syni sína í meistaraflokki Hauka og endaði liðið í 2. sæti í deildinni. Hún birtist í íþróttablaðinu en viðtalið við þá feðga var tekið af engum öðrum en Þorgrími Þráinssyni. Haukarnir fóru alla leið í lokaúrslitin þetta tímabilið en töpuðu 3-0 fyrir Keflavík sem var með frábært lið þennan veturinn sem varð einnig deildarmeistari. Bæði Keflavík og Haukar eru líkleg til afreka í úrslitakeppninni og hver veit nema afi fái annað tækifæri til að láta mynda sig með barnabörnunum.Pétur Ingvarsson, Ingvar Jónsson og Jón Arnar Ingvarsson árið 1992.mynd/íþróttablaðiðHilmar Pétursson, Ingvar Jónsson og Kári Jónsson í gær.mynd/erna ingvarsdóttir
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 87-90 | Suðurnesjamenn sóttu stigin Keflavík vann góðan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld í fjórðu umferð Dominos-deildar karla. Leikurinn var mjög spennandi og mikil skemmtun. Lokatölur 90-87, Keflavík í vil. 26. október 2017 21:15 Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 87-90 | Suðurnesjamenn sóttu stigin Keflavík vann góðan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld í fjórðu umferð Dominos-deildar karla. Leikurinn var mjög spennandi og mikil skemmtun. Lokatölur 90-87, Keflavík í vil. 26. október 2017 21:15