„Auðvitað svekktur en á endanum eru það kjósendur sem ráða“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2017 01:05 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Vísir/Laufey „Við erum svo sem ekkert sérstaklega himinlifandi yfir þessum tölum og höfðum verið að vonast eftir því að þetta væri ekki svona svart, en við höfðum fengið vísbendingar um að þetta yrði neikvætt,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við Vísi um gengi flokksins í kosningunum. Björt framtíð fellur af þingi eins og staðan er núna og litlar líkur á að það breytist í nótt. „Okkur líður ekkert illa í hjartanu. Við upplifum að við höfum staðið okkur vel og staðið á okkar prinsippum og finnst það mikilvægt.“ Hann segir breytingar í farvatninu í íslenskum stjórnmálum og finnst Óttari mikilvægt að Björt framtíð verði virkur þátttakandi í þeirri breytingu. Hann segir Íslendinga stadda í breytingu sem á eftir að sjá fyrir endann á. „Staðan í íslenskum stjórnmálum er ekki að einfaldast með þessari niðurstöðu og ég skynja mjög sterka þörf á breyttum stjórnmálum eða að sumu leyti eins og maður er að sjá speglast í erlendum fjölmiðlum, siðferðislega stöðu í íslensku samfélagi.“ Hann segir flokkinn þurfa að skoða sín mál en bendir á að hann er enn virkur í meirihluta í fjórum sveitarfélögum þar sem stór hluti landsmanna býr. „Við höldum keik áfram þar og erum komin af stað í undirbúning fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Það gefst einnig tími til að skoða okkar mál.“ Spurður hvað valdi því að Björt framtíð fær svo mikla útreið í þessum kosningum segir hann að vissulega hafi ríkisstjórnarsamstarfið en það hafi flokkurinn vitað áður en hann gekk inn í það. „Okkur fannst það vera okkar skylda að axla ábyrgð,“ segir Óttarr og bendir á að mörgum hafi þótt það stór og hugrökk ákvörðun hjá flokknum að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út frá prinsippmálum í andstöðu við leyndarhyggju og kynbundið ofbeldi. „Það hefur kannski síðan komið í ljós að okkur hefur mistekist að koma okkar málum nógu skýrt fram. Við höfum neitað okkur um styrki frá fyrirtækjum sem hefur gert það að verkum að við höfum ekki geta auglýst og verið jafn sýnileg eins og aðrir flokkar. Það hefur sennilega komið niður á okkur líka.“ Spurður hvort hann sé svekktur með niðurstöðuna segir hann að það sé ekkert sem heitir að kjósendur hafi rangt fyrir sér. „Kosningar eru vettvangur þar sem kjósendur láta sína skoðun í ljós. En miðað við allt sem við höfum lagt í, þar sem okkur finnst vera málefnaleg staða Bjartrar framtíðar, þá er maður auðvitað svekktur en á endanum eru það kjósendur sem ráða.“Hér fyrir neðan má sjá viðtal Stöðvar 2 við Óttar. Kosningar 2017 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
„Við erum svo sem ekkert sérstaklega himinlifandi yfir þessum tölum og höfðum verið að vonast eftir því að þetta væri ekki svona svart, en við höfðum fengið vísbendingar um að þetta yrði neikvætt,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við Vísi um gengi flokksins í kosningunum. Björt framtíð fellur af þingi eins og staðan er núna og litlar líkur á að það breytist í nótt. „Okkur líður ekkert illa í hjartanu. Við upplifum að við höfum staðið okkur vel og staðið á okkar prinsippum og finnst það mikilvægt.“ Hann segir breytingar í farvatninu í íslenskum stjórnmálum og finnst Óttari mikilvægt að Björt framtíð verði virkur þátttakandi í þeirri breytingu. Hann segir Íslendinga stadda í breytingu sem á eftir að sjá fyrir endann á. „Staðan í íslenskum stjórnmálum er ekki að einfaldast með þessari niðurstöðu og ég skynja mjög sterka þörf á breyttum stjórnmálum eða að sumu leyti eins og maður er að sjá speglast í erlendum fjölmiðlum, siðferðislega stöðu í íslensku samfélagi.“ Hann segir flokkinn þurfa að skoða sín mál en bendir á að hann er enn virkur í meirihluta í fjórum sveitarfélögum þar sem stór hluti landsmanna býr. „Við höldum keik áfram þar og erum komin af stað í undirbúning fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Það gefst einnig tími til að skoða okkar mál.“ Spurður hvað valdi því að Björt framtíð fær svo mikla útreið í þessum kosningum segir hann að vissulega hafi ríkisstjórnarsamstarfið en það hafi flokkurinn vitað áður en hann gekk inn í það. „Okkur fannst það vera okkar skylda að axla ábyrgð,“ segir Óttarr og bendir á að mörgum hafi þótt það stór og hugrökk ákvörðun hjá flokknum að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út frá prinsippmálum í andstöðu við leyndarhyggju og kynbundið ofbeldi. „Það hefur kannski síðan komið í ljós að okkur hefur mistekist að koma okkar málum nógu skýrt fram. Við höfum neitað okkur um styrki frá fyrirtækjum sem hefur gert það að verkum að við höfum ekki geta auglýst og verið jafn sýnileg eins og aðrir flokkar. Það hefur sennilega komið niður á okkur líka.“ Spurður hvort hann sé svekktur með niðurstöðuna segir hann að það sé ekkert sem heitir að kjósendur hafi rangt fyrir sér. „Kosningar eru vettvangur þar sem kjósendur láta sína skoðun í ljós. En miðað við allt sem við höfum lagt í, þar sem okkur finnst vera málefnaleg staða Bjartrar framtíðar, þá er maður auðvitað svekktur en á endanum eru það kjósendur sem ráða.“Hér fyrir neðan má sjá viðtal Stöðvar 2 við Óttar.
Kosningar 2017 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira