Nítján nýir þingmenn taka sæti Bjarki Ármannsson skrifar 29. október 2017 10:48 Nítján nýir þingmenn taka sæti á Alþingi eftir kosningarnar. Vísir Þónokkrar breytingar urðu á þingskipan í nótt. Nítján nýir þingmenn taka sæti á Alþingi eftir kosningarnar, en það eru töluvert minni sviptingar en í fyrra þegar 32 nýir þingmenn náðu kjöri. Þar af eru allir fjórir þingmenn Flokks fólksins; Inga Sæland, Karl Gauti Hjaltason, Guðmundur Ingi Kristinsson og Ólafur Ísleifsson. Fimm koma sömuleiðis nýir inn á þing fyrir Miðflokkinn: Þorsteinn Sæmundsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Þórarinsson, Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson. Bæði Birgir og Sigurður Páll hafa áður setið á þingi sem varaþingmenn Framsóknarflokksins. Þá var Þorsteinn þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013 til 2016 en sat ekki á nýafstöðnu þingi. Fyrir Framsóknarflokkinn tekur Halla Signý Kristjánsdóttir sæti á þingi í fyrsta sinn en þau Willum Þór Þórsson, Ásmundur Einar Daðason og Líneik Anna Sævarsdóttir koma aftur inn eftir að hafa setið á þingi á árunum 2013 til 2016 en ekki á síðasta kjörtímabili. Ólafur Þór Gunnarsson nær í fyrsta sinn kjöri fyrir Vinstri græn en hann hefur nokkrum sinnum tekið sæti sem varaþingmaður flokksins. Þau Helga Vala Helgadóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Guðmundur Andri Thorsson koma ný inn á þing fyrir Samfylkinguna en Ágúst Ólafur sat líka á þingi fyrir flokkinn á árunum 2009 til 2013. Helgi Hrafn Gunnarsson kemur aftur inn á þing fyrir Pírata eftir að hafa ekki boðið sig fram í þingkosningunum í fyrra.Gunnar Hrafn Jónsson er einn þriggja þingmanna Pírata sem náðu ekki endurkjöri.Vísir/StefánÞeir sem hverfa á brott Þau Teitur Björn Einarsson, Vilhjálmur Bjarnason, Valgerður Gunnarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir missa sæti sín á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Viðreisn tapar þeim Benedikt Jóhannessyni, Pawel Bartoszek og Jónu Sólveigu Einarsdóttur. Fimm þingmenn Pírata taka ekki sæti á nýju þingi; þau Einar A. Brynjólfsson, Gunnar Hrafn Jónsson og Eva Pandóra Baldursdóttir náðu ekki kjöri og bæði Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir eru hættar. Þingflokkur Bjartrar framtíðar þurrkast út. Þau Óttar Proppé, Björt Ólafsdóttir og Nicole Leigh Mosty náðu ekki kjöri og Thedóra S. Þorsteinsdóttir bauð sig ekki fram að nýju. Þær Elsa Lára Árnadóttir og Eygló Harðardóttir buðu sig ekki fram að nýju fyrir Framsóknarflokkinn. Kosningar 2017 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Þónokkrar breytingar urðu á þingskipan í nótt. Nítján nýir þingmenn taka sæti á Alþingi eftir kosningarnar, en það eru töluvert minni sviptingar en í fyrra þegar 32 nýir þingmenn náðu kjöri. Þar af eru allir fjórir þingmenn Flokks fólksins; Inga Sæland, Karl Gauti Hjaltason, Guðmundur Ingi Kristinsson og Ólafur Ísleifsson. Fimm koma sömuleiðis nýir inn á þing fyrir Miðflokkinn: Þorsteinn Sæmundsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Þórarinsson, Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson. Bæði Birgir og Sigurður Páll hafa áður setið á þingi sem varaþingmenn Framsóknarflokksins. Þá var Þorsteinn þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013 til 2016 en sat ekki á nýafstöðnu þingi. Fyrir Framsóknarflokkinn tekur Halla Signý Kristjánsdóttir sæti á þingi í fyrsta sinn en þau Willum Þór Þórsson, Ásmundur Einar Daðason og Líneik Anna Sævarsdóttir koma aftur inn eftir að hafa setið á þingi á árunum 2013 til 2016 en ekki á síðasta kjörtímabili. Ólafur Þór Gunnarsson nær í fyrsta sinn kjöri fyrir Vinstri græn en hann hefur nokkrum sinnum tekið sæti sem varaþingmaður flokksins. Þau Helga Vala Helgadóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Guðmundur Andri Thorsson koma ný inn á þing fyrir Samfylkinguna en Ágúst Ólafur sat líka á þingi fyrir flokkinn á árunum 2009 til 2013. Helgi Hrafn Gunnarsson kemur aftur inn á þing fyrir Pírata eftir að hafa ekki boðið sig fram í þingkosningunum í fyrra.Gunnar Hrafn Jónsson er einn þriggja þingmanna Pírata sem náðu ekki endurkjöri.Vísir/StefánÞeir sem hverfa á brott Þau Teitur Björn Einarsson, Vilhjálmur Bjarnason, Valgerður Gunnarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir missa sæti sín á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Viðreisn tapar þeim Benedikt Jóhannessyni, Pawel Bartoszek og Jónu Sólveigu Einarsdóttur. Fimm þingmenn Pírata taka ekki sæti á nýju þingi; þau Einar A. Brynjólfsson, Gunnar Hrafn Jónsson og Eva Pandóra Baldursdóttir náðu ekki kjöri og bæði Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir eru hættar. Þingflokkur Bjartrar framtíðar þurrkast út. Þau Óttar Proppé, Björt Ólafsdóttir og Nicole Leigh Mosty náðu ekki kjöri og Thedóra S. Þorsteinsdóttir bauð sig ekki fram að nýju. Þær Elsa Lára Árnadóttir og Eygló Harðardóttir buðu sig ekki fram að nýju fyrir Framsóknarflokkinn.
Kosningar 2017 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira