Nítján nýir þingmenn taka sæti Bjarki Ármannsson skrifar 29. október 2017 10:48 Nítján nýir þingmenn taka sæti á Alþingi eftir kosningarnar. Vísir Þónokkrar breytingar urðu á þingskipan í nótt. Nítján nýir þingmenn taka sæti á Alþingi eftir kosningarnar, en það eru töluvert minni sviptingar en í fyrra þegar 32 nýir þingmenn náðu kjöri. Þar af eru allir fjórir þingmenn Flokks fólksins; Inga Sæland, Karl Gauti Hjaltason, Guðmundur Ingi Kristinsson og Ólafur Ísleifsson. Fimm koma sömuleiðis nýir inn á þing fyrir Miðflokkinn: Þorsteinn Sæmundsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Þórarinsson, Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson. Bæði Birgir og Sigurður Páll hafa áður setið á þingi sem varaþingmenn Framsóknarflokksins. Þá var Þorsteinn þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013 til 2016 en sat ekki á nýafstöðnu þingi. Fyrir Framsóknarflokkinn tekur Halla Signý Kristjánsdóttir sæti á þingi í fyrsta sinn en þau Willum Þór Þórsson, Ásmundur Einar Daðason og Líneik Anna Sævarsdóttir koma aftur inn eftir að hafa setið á þingi á árunum 2013 til 2016 en ekki á síðasta kjörtímabili. Ólafur Þór Gunnarsson nær í fyrsta sinn kjöri fyrir Vinstri græn en hann hefur nokkrum sinnum tekið sæti sem varaþingmaður flokksins. Þau Helga Vala Helgadóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Guðmundur Andri Thorsson koma ný inn á þing fyrir Samfylkinguna en Ágúst Ólafur sat líka á þingi fyrir flokkinn á árunum 2009 til 2013. Helgi Hrafn Gunnarsson kemur aftur inn á þing fyrir Pírata eftir að hafa ekki boðið sig fram í þingkosningunum í fyrra.Gunnar Hrafn Jónsson er einn þriggja þingmanna Pírata sem náðu ekki endurkjöri.Vísir/StefánÞeir sem hverfa á brott Þau Teitur Björn Einarsson, Vilhjálmur Bjarnason, Valgerður Gunnarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir missa sæti sín á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Viðreisn tapar þeim Benedikt Jóhannessyni, Pawel Bartoszek og Jónu Sólveigu Einarsdóttur. Fimm þingmenn Pírata taka ekki sæti á nýju þingi; þau Einar A. Brynjólfsson, Gunnar Hrafn Jónsson og Eva Pandóra Baldursdóttir náðu ekki kjöri og bæði Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir eru hættar. Þingflokkur Bjartrar framtíðar þurrkast út. Þau Óttar Proppé, Björt Ólafsdóttir og Nicole Leigh Mosty náðu ekki kjöri og Thedóra S. Þorsteinsdóttir bauð sig ekki fram að nýju. Þær Elsa Lára Árnadóttir og Eygló Harðardóttir buðu sig ekki fram að nýju fyrir Framsóknarflokkinn. Kosningar 2017 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Þónokkrar breytingar urðu á þingskipan í nótt. Nítján nýir þingmenn taka sæti á Alþingi eftir kosningarnar, en það eru töluvert minni sviptingar en í fyrra þegar 32 nýir þingmenn náðu kjöri. Þar af eru allir fjórir þingmenn Flokks fólksins; Inga Sæland, Karl Gauti Hjaltason, Guðmundur Ingi Kristinsson og Ólafur Ísleifsson. Fimm koma sömuleiðis nýir inn á þing fyrir Miðflokkinn: Þorsteinn Sæmundsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Þórarinsson, Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson. Bæði Birgir og Sigurður Páll hafa áður setið á þingi sem varaþingmenn Framsóknarflokksins. Þá var Þorsteinn þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013 til 2016 en sat ekki á nýafstöðnu þingi. Fyrir Framsóknarflokkinn tekur Halla Signý Kristjánsdóttir sæti á þingi í fyrsta sinn en þau Willum Þór Þórsson, Ásmundur Einar Daðason og Líneik Anna Sævarsdóttir koma aftur inn eftir að hafa setið á þingi á árunum 2013 til 2016 en ekki á síðasta kjörtímabili. Ólafur Þór Gunnarsson nær í fyrsta sinn kjöri fyrir Vinstri græn en hann hefur nokkrum sinnum tekið sæti sem varaþingmaður flokksins. Þau Helga Vala Helgadóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Guðmundur Andri Thorsson koma ný inn á þing fyrir Samfylkinguna en Ágúst Ólafur sat líka á þingi fyrir flokkinn á árunum 2009 til 2013. Helgi Hrafn Gunnarsson kemur aftur inn á þing fyrir Pírata eftir að hafa ekki boðið sig fram í þingkosningunum í fyrra.Gunnar Hrafn Jónsson er einn þriggja þingmanna Pírata sem náðu ekki endurkjöri.Vísir/StefánÞeir sem hverfa á brott Þau Teitur Björn Einarsson, Vilhjálmur Bjarnason, Valgerður Gunnarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir missa sæti sín á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Viðreisn tapar þeim Benedikt Jóhannessyni, Pawel Bartoszek og Jónu Sólveigu Einarsdóttur. Fimm þingmenn Pírata taka ekki sæti á nýju þingi; þau Einar A. Brynjólfsson, Gunnar Hrafn Jónsson og Eva Pandóra Baldursdóttir náðu ekki kjöri og bæði Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir eru hættar. Þingflokkur Bjartrar framtíðar þurrkast út. Þau Óttar Proppé, Björt Ólafsdóttir og Nicole Leigh Mosty náðu ekki kjöri og Thedóra S. Þorsteinsdóttir bauð sig ekki fram að nýju. Þær Elsa Lára Árnadóttir og Eygló Harðardóttir buðu sig ekki fram að nýju fyrir Framsóknarflokkinn.
Kosningar 2017 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira