Fótbolti

Írar skildu Wales eftir heima

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það ríkti mikil spenna í Cardiff í gærkvöld
Það ríkti mikil spenna í Cardiff í gærkvöld vísir/getty
Írland vann 0-1 sigur á grönnum sínum í Wales í gærkvöld sem tryggði þeim sæti í umspili en skildi Wales eftir heima.

Leikurinn var mjög spennuríkur og réðu heimamenn í Wales lofum og lögum í fyrri hálfleik. Gestirnir komu hins vegar sterkir aftur inn úr búningsherbergjunum og Jeff Hendrick skoraði sigurmarkið á 57. mínútu.

Þrátt fyrir látlausa sókn heimamanna sem þurftu sigur þá stóðst írska vörnin og Wales er ekki á leið til Rússlands.

„Öll þjóðin er að syrgja. Aftur þá komumst við ekki á Heimsmeistaramótið,“ sagði landsliðsþjálfari Wales, Chris Coleman eftir tapið.

Hann hafði áður gefið út að þessi undankeppni myndi vera sú síðasta undir hans stjórn, en segist nú ekki vera að hugsa um framtíð sína.

Samningur Coleman, sem leiddi Wales til undanúrslita á EM í Frakklandi, rennur út í sumar.

„Það er möguleiki á að ég verði áfram og möguleiki að ég verði það ekki. Ég get ekki svarað þessu núna,“ sagði Coleman.

Tapið í gær var það fyrsta síðan í undanúrslitum Evrópumótsins gegn Portúgal.


Tengdar fréttir

Króatar fara í umspil

Króatar unnu Úkraínumenn 0-2 á útivelli og tryggja sér annað sæti riðilsins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×