Miðflokkurinn verður á síðustu stundu með framboðslista sína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2017 15:00 Allir þeir sjö flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi í dag hafa lokið að skipa á framboðslista sína í öllum kjördæmum. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn eiga hins vegar eftir að klára að skipa sína lista en þeir hafa til klukkan tólf á hádegi næst komandi föstudag til að skila inn fullbúnum listum og meðmælendum. Miðflokkurinn hefur kynnt lista sinn á Suðurlandi og hver leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Svanur Guðmundsson kosningastjóri flokksins segisr stöðuna varðandi framboðslista góða en stofnfundur Miðflokksins var síðast liðinn sunnudag. „Við erum bara með lúxusvanda. Við erum að skrá mikið af nýjum félögum sem hafa óskað eftir að vinna með okkur og hefur verið gríðarleg vinna í því. Fyrir utan að við erum mjög meðvituð um að stilla fólki upp á lista og fínpússa málefnaskrána okkar,“ segir Svanur. Allt þetta taki sinn tíma og menn vilji ekki kasta til hendinni við hvorki málefnaskrána né skipan á lista flokksins. „Og munum kynna alla listana á föstudaginn í síðasta lagi á fundi á Nordica. Föstudaginn þrettánda.“Nú rennur frsturinn út á hádegi á föstudag, þannig að þið verðið þá alveg á síðustu metrunum að skila inn framboðslistum? „Við höfum ákveðið að nýta allan þann tíma sem við mögulega fáum til þess að gera þetta rétt og vel,“ segir Svanur. Málefnavinnan verði líka að vera í samræmi við það fólk sem komi til með að skipa lista flokksins.Þetta hefur ekkert með það að gera að það gangi erfiðlega að fá fólk á listana? „Þvert á móti. Við erum í lúxusvanda eins og hefur komið fram. Við erum að reyna að finna, eða setja fram það fólk fram sem kann vel til verka í þessum málum.“Liggur það fyrir á þessari stundu hvar formaðurinn ætlar sjálfur að bjóða sig fram? „Við erum ekki tilbúin til að útvarpa því strax.“Þið vitið það sjálf en ætlið að geyma að greina frá því? „Já við vitum það en hlutirnir geta auðvitað alltaf breyst. En það er samt nokkuð öruggt hvernig það fer.“Heldur þú að hann verði í sama kjördæmi (Norðausturkjördæmi)? „Ég læt það duga sem ég var að segja við þig,“ sagði Svanur Guðmundsson. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Framboðslistar Miðflokksins tilkynntir síðar Fundurinn hófst klukkan 16 í Rúgbrauðsgerðinni. 8. október 2017 16:15 Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35 Fátítt að flokkar með lítið fylgi rétt fyrir kosningar snúi taflinu við Fátítt er að flokkur sem hafi mælst undir 5 prósenta þröskuldi rétt fyrir alþingiskosningar hafi náð vopnum sínum í kosningum og endurheimt fylgi. Viðreisn og Björt framtíð eiga báðir á hættu að þurrkast út í kosningunum 28. október en báðir flokkar mælast undir 5 prósent. 9. október 2017 11:59 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Allir þeir sjö flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi í dag hafa lokið að skipa á framboðslista sína í öllum kjördæmum. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn eiga hins vegar eftir að klára að skipa sína lista en þeir hafa til klukkan tólf á hádegi næst komandi föstudag til að skila inn fullbúnum listum og meðmælendum. Miðflokkurinn hefur kynnt lista sinn á Suðurlandi og hver leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Svanur Guðmundsson kosningastjóri flokksins segisr stöðuna varðandi framboðslista góða en stofnfundur Miðflokksins var síðast liðinn sunnudag. „Við erum bara með lúxusvanda. Við erum að skrá mikið af nýjum félögum sem hafa óskað eftir að vinna með okkur og hefur verið gríðarleg vinna í því. Fyrir utan að við erum mjög meðvituð um að stilla fólki upp á lista og fínpússa málefnaskrána okkar,“ segir Svanur. Allt þetta taki sinn tíma og menn vilji ekki kasta til hendinni við hvorki málefnaskrána né skipan á lista flokksins. „Og munum kynna alla listana á föstudaginn í síðasta lagi á fundi á Nordica. Föstudaginn þrettánda.“Nú rennur frsturinn út á hádegi á föstudag, þannig að þið verðið þá alveg á síðustu metrunum að skila inn framboðslistum? „Við höfum ákveðið að nýta allan þann tíma sem við mögulega fáum til þess að gera þetta rétt og vel,“ segir Svanur. Málefnavinnan verði líka að vera í samræmi við það fólk sem komi til með að skipa lista flokksins.Þetta hefur ekkert með það að gera að það gangi erfiðlega að fá fólk á listana? „Þvert á móti. Við erum í lúxusvanda eins og hefur komið fram. Við erum að reyna að finna, eða setja fram það fólk fram sem kann vel til verka í þessum málum.“Liggur það fyrir á þessari stundu hvar formaðurinn ætlar sjálfur að bjóða sig fram? „Við erum ekki tilbúin til að útvarpa því strax.“Þið vitið það sjálf en ætlið að geyma að greina frá því? „Já við vitum það en hlutirnir geta auðvitað alltaf breyst. En það er samt nokkuð öruggt hvernig það fer.“Heldur þú að hann verði í sama kjördæmi (Norðausturkjördæmi)? „Ég læt það duga sem ég var að segja við þig,“ sagði Svanur Guðmundsson.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Framboðslistar Miðflokksins tilkynntir síðar Fundurinn hófst klukkan 16 í Rúgbrauðsgerðinni. 8. október 2017 16:15 Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35 Fátítt að flokkar með lítið fylgi rétt fyrir kosningar snúi taflinu við Fátítt er að flokkur sem hafi mælst undir 5 prósenta þröskuldi rétt fyrir alþingiskosningar hafi náð vopnum sínum í kosningum og endurheimt fylgi. Viðreisn og Björt framtíð eiga báðir á hættu að þurrkast út í kosningunum 28. október en báðir flokkar mælast undir 5 prósent. 9. október 2017 11:59 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Framboðslistar Miðflokksins tilkynntir síðar Fundurinn hófst klukkan 16 í Rúgbrauðsgerðinni. 8. október 2017 16:15
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35
Fátítt að flokkar með lítið fylgi rétt fyrir kosningar snúi taflinu við Fátítt er að flokkur sem hafi mælst undir 5 prósenta þröskuldi rétt fyrir alþingiskosningar hafi náð vopnum sínum í kosningum og endurheimt fylgi. Viðreisn og Björt framtíð eiga báðir á hættu að þurrkast út í kosningunum 28. október en báðir flokkar mælast undir 5 prósent. 9. október 2017 11:59