Heimir og Lars vilja vináttulandsleik á milli Íslands og Noregs fyrir HM Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. október 2017 19:20 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson náðu flottum árangri saman með íslenska landsliðið. vísir/afp „Fyrir utan smá hausverk eftir gærkvöldið er lífið bara yndislegt“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í samtali við Reykjavík Síðdegis í dag. Hann talaði þar um að ástæða þess að hann stóð ekki upp og fagnaði fyrra markinu í gær hafi verið að hann var að ofhugsa hlutina á þeim tímapunkti. Hann segir að áður en fyrra markið kom hafi stemningin á bekknum ekki verið mjög góð, liðið hafi ekki verið að spila vel.Ákváðu að taka áhættur „Enginn af okkur var sáttur við þetta. Ég held að það verði nú oft að þegar mikið er í húfi þá vill enginn vera gæinn sem að skemmir möguleika Íslands á að komast í lokakeppnina, þannig að menn voru of passívir.“ Í hálfleik ákvað hópurinn svo að breyta aðeins hugarfarinu og sást það vel í seinni hálfleik. „Við ákváðum það bara sjálfir og allir saman að taka fleiri áhættur.“ Heimir segir að hann hafi fengið mikið af hamingjuóskum en ætlar að gefa sér tíma til þess að svara þeim á morgun. Hann hafði fengið skilaboð frá Lars Lagerbäck í gærkvöldi og fékk svo símtal frá honum snemma í morgun. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag sendi fyrrum þjálfari landsliðsins KSÍ og Íslendingum kveðju í dag í tilefni af því að íslenska landsliðið tryggði sér sæti á HM í Rússlandi.Stefna á vináttulandsleik Lars er nú þjálfari norska landsliðsins og sagði Heimir að í dag hafi þeir rætt um að landsliðin tvö ættu að mætast á næstu mánuðum. „Það var nú eiginlega rætt í þessu símtali í morgun að við ættum að fara að spila vináttulandsleik við Noreg.“ Heimir sagði að ekki væri búið að negla niður dagsetningu en það væri gaman að hafa þennan leik á Laugardalsvelli áður en íslenska landsliðið fer til Rússlands að spila á HM næsta sumar. „Það væri dálítið skemmtilegt,“ sagði Heimir í viðtalinu í dag. Hann sagði mikið skipulag og undirbúning framundan vegna HM þar sem Rússland sé stórt land og leikirnir fari fram á stærra svæði og svo þurfi að taka tímamismun og annað inn í reikninginn. „Núna fara bara næstu vikur bara í það í að skipuleggja bæði leiki og æfingar og ferðalög.“ Heimir útilokar ekki að breytingar verði á hópnum fyrir HM. „Það er alltaf möguleiki á að það komi inn nýir leikmenn fyrir næsta sumar. Maður veit aldrei hver á eftir að standa sig vel næstu mánuði. Vonandi verður einhver eða einhverjir sem taka stökk og bætast kannski við hópinn.“Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið í Reykjavík síðdegis í heild sinni: HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
„Fyrir utan smá hausverk eftir gærkvöldið er lífið bara yndislegt“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í samtali við Reykjavík Síðdegis í dag. Hann talaði þar um að ástæða þess að hann stóð ekki upp og fagnaði fyrra markinu í gær hafi verið að hann var að ofhugsa hlutina á þeim tímapunkti. Hann segir að áður en fyrra markið kom hafi stemningin á bekknum ekki verið mjög góð, liðið hafi ekki verið að spila vel.Ákváðu að taka áhættur „Enginn af okkur var sáttur við þetta. Ég held að það verði nú oft að þegar mikið er í húfi þá vill enginn vera gæinn sem að skemmir möguleika Íslands á að komast í lokakeppnina, þannig að menn voru of passívir.“ Í hálfleik ákvað hópurinn svo að breyta aðeins hugarfarinu og sást það vel í seinni hálfleik. „Við ákváðum það bara sjálfir og allir saman að taka fleiri áhættur.“ Heimir segir að hann hafi fengið mikið af hamingjuóskum en ætlar að gefa sér tíma til þess að svara þeim á morgun. Hann hafði fengið skilaboð frá Lars Lagerbäck í gærkvöldi og fékk svo símtal frá honum snemma í morgun. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag sendi fyrrum þjálfari landsliðsins KSÍ og Íslendingum kveðju í dag í tilefni af því að íslenska landsliðið tryggði sér sæti á HM í Rússlandi.Stefna á vináttulandsleik Lars er nú þjálfari norska landsliðsins og sagði Heimir að í dag hafi þeir rætt um að landsliðin tvö ættu að mætast á næstu mánuðum. „Það var nú eiginlega rætt í þessu símtali í morgun að við ættum að fara að spila vináttulandsleik við Noreg.“ Heimir sagði að ekki væri búið að negla niður dagsetningu en það væri gaman að hafa þennan leik á Laugardalsvelli áður en íslenska landsliðið fer til Rússlands að spila á HM næsta sumar. „Það væri dálítið skemmtilegt,“ sagði Heimir í viðtalinu í dag. Hann sagði mikið skipulag og undirbúning framundan vegna HM þar sem Rússland sé stórt land og leikirnir fari fram á stærra svæði og svo þurfi að taka tímamismun og annað inn í reikninginn. „Núna fara bara næstu vikur bara í það í að skipuleggja bæði leiki og æfingar og ferðalög.“ Heimir útilokar ekki að breytingar verði á hópnum fyrir HM. „Það er alltaf möguleiki á að það komi inn nýir leikmenn fyrir næsta sumar. Maður veit aldrei hver á eftir að standa sig vel næstu mánuði. Vonandi verður einhver eða einhverjir sem taka stökk og bætast kannski við hópinn.“Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið í Reykjavík síðdegis í heild sinni:
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira