VG enn langstærst en Píratar tapa fylgi Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. október 2017 04:00 Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. vísir/anton brink Vinstri græn yrði stærsti flokkurinn á Alþingi ef kosið yrði í dag, með rétt tæplega 30 prósenta fylgi. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Flokkurinn var með tæplega 29 prósenta fylgi fyrir viku og er munurinn innan vikmarka. Sjálfstæðisflokkurinn fengi rúmlega 22 prósent atkvæða, sem er sama fylgi og flokkurinn var með í könnun fyrir viku. Þá er Miðflokkurinn með rúmlega 9 prósenta fylgi, Píratar eru með 8,5 prósent, sem er 2,9 prósentustigum minna en flokkurinn var með í könnun blaðsins fyrir viku. Samfylkingin er með rúmlega 8 prósenta fylgi, Framsóknarflokkurinn með rúm 7 prósent og Flokkur fólksins með rúmlega 6. Viðreisn er svo með 3,3 prósenta fylgi og Björt framtíð með rúmlega 3,6 prósent. Ef þetta yrðu niðurstöður kosninga fengju Vinstri græn 21 þingmann og yrðu langstærsti flokkurinn á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 16 þingmenn, Miðflokkurinn og Píratar fengju sex menn hvor, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn fengju 5 menn hvor og Flokkur fólksins fjóra menn. Hvorki Björt framtíð né Viðreisn fengju kjörna þingmenn. Hringt var í 1.322 manns þar til náðist í 804 samkvæmt lagskiptu úrtaki 10. október. Svarhlutfallið var því 60,8 prósent. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Alls tóku 66 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Um 10 prósent sögðust ekki kjósa eða ætla að skila auðu, 13 prósent sögðust vera óákveðin og tæplega 11 prósent svöruðu ekki. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Vinstri græn yrði stærsti flokkurinn á Alþingi ef kosið yrði í dag, með rétt tæplega 30 prósenta fylgi. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Flokkurinn var með tæplega 29 prósenta fylgi fyrir viku og er munurinn innan vikmarka. Sjálfstæðisflokkurinn fengi rúmlega 22 prósent atkvæða, sem er sama fylgi og flokkurinn var með í könnun fyrir viku. Þá er Miðflokkurinn með rúmlega 9 prósenta fylgi, Píratar eru með 8,5 prósent, sem er 2,9 prósentustigum minna en flokkurinn var með í könnun blaðsins fyrir viku. Samfylkingin er með rúmlega 8 prósenta fylgi, Framsóknarflokkurinn með rúm 7 prósent og Flokkur fólksins með rúmlega 6. Viðreisn er svo með 3,3 prósenta fylgi og Björt framtíð með rúmlega 3,6 prósent. Ef þetta yrðu niðurstöður kosninga fengju Vinstri græn 21 þingmann og yrðu langstærsti flokkurinn á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 16 þingmenn, Miðflokkurinn og Píratar fengju sex menn hvor, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn fengju 5 menn hvor og Flokkur fólksins fjóra menn. Hvorki Björt framtíð né Viðreisn fengju kjörna þingmenn. Hringt var í 1.322 manns þar til náðist í 804 samkvæmt lagskiptu úrtaki 10. október. Svarhlutfallið var því 60,8 prósent. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Alls tóku 66 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Um 10 prósent sögðust ekki kjósa eða ætla að skila auðu, 13 prósent sögðust vera óákveðin og tæplega 11 prósent svöruðu ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira