Fullorðin en þurfa að treysta á góðvild foreldra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. október 2017 20:30 Fullorðnir fatlaðir einstaklingar þurfa í mörgum tilvikum að treysta á umönnun foreldra sinna þar sem margra ára bið getur verið eftir viðeigandi húsnæði. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir ástandið óviðunandi. Móðir sem þurfti að hætta að vinna til að sjá um fullorðna dóttur sína krafði Reykjavíkurborg um bætur en tapaði málinu í gær. Fjölskylda fjölfatlaðrar konu sem beið í sex ár eftir húsnæði hjá Reykjavíkurborg tapaði í gær máli gegn borginni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fjölskyldan krafðist þess að borgin greiddi þeim fyrir þjónustuna sem þau hafa veitt dóttur sinni vegna meintrar vanrækslu borgarinnar. Kröfðust þau tæplega þrjátíu þúsund króna fyrir hvern dag frá því að konan náði átján ára aldri, eða yfir sex ára tímabil. Í stefnu segir að gjaldið sé lægra en sem nemur kostnaði borgarinnar við að uppfylla lagaskyldur sínar. Móðir konunnar þurfti að hætta vinna árið 2011 þar sem dóttir hennar þarfnast sólarhringsþjónustu. Í dómnum segir að fjölskyldunni hafi hvorki tekist að sanna umfang þjónustunnar né að hún hafi verið veitt vegna vanræsklu borgarinnar. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Rætt um fjármögnun á tyllidögumÁrni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir fjölda fólks í sömu stöðu. „Frá því að ég byrjaði að starfa hérna fyrir tveimur árum síðan hef ég hitt fjölmarga einstaklinga sem eru í þessari stöðu og það er þyngra en tárum taki. Vegna þess að öllum þykir vænt um sína afkomendur og börnin sín. Að setja fólk í þessa aðstöðu er ólöglegt og það er þvert á allar mannréttindaskuldbindingar og það er ósiðlegt nánast," segir Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Hann segir óásættanlegt að borgin skuli setja fatlað fólk í þá aðstöðu að þurfa að treysta á góðvild foreldra sinna. Fatlaðir fullorðnir einstaklingar vilji líkt og aðrir lifa sjálfstæðu lífi. „Þessi réttur er af þessu fólki tekinn, með þessari framkvæmd, og þessum skyldum er ýtt yfir á aðstandendur án lagaheimildar, án samþykkis þeirra og án greiðslu. Sem augljóslega hefur áhrif á þeirra fjárhag og möguleika þeirra á að stunda vinnu," segir Árni. Hann segir nauðsynlegt að leggja nægilegt fjármagn í málaflokkinn til þess að hægt sé að veita lögbundna þjónustuna. „Stjórnvöld hafa mjög mikinn áhuga á því að skrifa undir og tala um það, sérstaklega á tyllidögum. En þegar leggja þarf til fjármagnið sem nauðsynlegt er til að uppfylla skyldurnar kemur einhver tregða," segir Árni. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Fullorðnir fatlaðir einstaklingar þurfa í mörgum tilvikum að treysta á umönnun foreldra sinna þar sem margra ára bið getur verið eftir viðeigandi húsnæði. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir ástandið óviðunandi. Móðir sem þurfti að hætta að vinna til að sjá um fullorðna dóttur sína krafði Reykjavíkurborg um bætur en tapaði málinu í gær. Fjölskylda fjölfatlaðrar konu sem beið í sex ár eftir húsnæði hjá Reykjavíkurborg tapaði í gær máli gegn borginni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fjölskyldan krafðist þess að borgin greiddi þeim fyrir þjónustuna sem þau hafa veitt dóttur sinni vegna meintrar vanrækslu borgarinnar. Kröfðust þau tæplega þrjátíu þúsund króna fyrir hvern dag frá því að konan náði átján ára aldri, eða yfir sex ára tímabil. Í stefnu segir að gjaldið sé lægra en sem nemur kostnaði borgarinnar við að uppfylla lagaskyldur sínar. Móðir konunnar þurfti að hætta vinna árið 2011 þar sem dóttir hennar þarfnast sólarhringsþjónustu. Í dómnum segir að fjölskyldunni hafi hvorki tekist að sanna umfang þjónustunnar né að hún hafi verið veitt vegna vanræsklu borgarinnar. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Rætt um fjármögnun á tyllidögumÁrni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir fjölda fólks í sömu stöðu. „Frá því að ég byrjaði að starfa hérna fyrir tveimur árum síðan hef ég hitt fjölmarga einstaklinga sem eru í þessari stöðu og það er þyngra en tárum taki. Vegna þess að öllum þykir vænt um sína afkomendur og börnin sín. Að setja fólk í þessa aðstöðu er ólöglegt og það er þvert á allar mannréttindaskuldbindingar og það er ósiðlegt nánast," segir Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Hann segir óásættanlegt að borgin skuli setja fatlað fólk í þá aðstöðu að þurfa að treysta á góðvild foreldra sinna. Fatlaðir fullorðnir einstaklingar vilji líkt og aðrir lifa sjálfstæðu lífi. „Þessi réttur er af þessu fólki tekinn, með þessari framkvæmd, og þessum skyldum er ýtt yfir á aðstandendur án lagaheimildar, án samþykkis þeirra og án greiðslu. Sem augljóslega hefur áhrif á þeirra fjárhag og möguleika þeirra á að stunda vinnu," segir Árni. Hann segir nauðsynlegt að leggja nægilegt fjármagn í málaflokkinn til þess að hægt sé að veita lögbundna þjónustuna. „Stjórnvöld hafa mjög mikinn áhuga á því að skrifa undir og tala um það, sérstaklega á tyllidögum. En þegar leggja þarf til fjármagnið sem nauðsynlegt er til að uppfylla skyldurnar kemur einhver tregða," segir Árni.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira