Fullorðin en þurfa að treysta á góðvild foreldra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. október 2017 20:30 Fullorðnir fatlaðir einstaklingar þurfa í mörgum tilvikum að treysta á umönnun foreldra sinna þar sem margra ára bið getur verið eftir viðeigandi húsnæði. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir ástandið óviðunandi. Móðir sem þurfti að hætta að vinna til að sjá um fullorðna dóttur sína krafði Reykjavíkurborg um bætur en tapaði málinu í gær. Fjölskylda fjölfatlaðrar konu sem beið í sex ár eftir húsnæði hjá Reykjavíkurborg tapaði í gær máli gegn borginni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fjölskyldan krafðist þess að borgin greiddi þeim fyrir þjónustuna sem þau hafa veitt dóttur sinni vegna meintrar vanrækslu borgarinnar. Kröfðust þau tæplega þrjátíu þúsund króna fyrir hvern dag frá því að konan náði átján ára aldri, eða yfir sex ára tímabil. Í stefnu segir að gjaldið sé lægra en sem nemur kostnaði borgarinnar við að uppfylla lagaskyldur sínar. Móðir konunnar þurfti að hætta vinna árið 2011 þar sem dóttir hennar þarfnast sólarhringsþjónustu. Í dómnum segir að fjölskyldunni hafi hvorki tekist að sanna umfang þjónustunnar né að hún hafi verið veitt vegna vanræsklu borgarinnar. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Rætt um fjármögnun á tyllidögumÁrni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir fjölda fólks í sömu stöðu. „Frá því að ég byrjaði að starfa hérna fyrir tveimur árum síðan hef ég hitt fjölmarga einstaklinga sem eru í þessari stöðu og það er þyngra en tárum taki. Vegna þess að öllum þykir vænt um sína afkomendur og börnin sín. Að setja fólk í þessa aðstöðu er ólöglegt og það er þvert á allar mannréttindaskuldbindingar og það er ósiðlegt nánast," segir Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Hann segir óásættanlegt að borgin skuli setja fatlað fólk í þá aðstöðu að þurfa að treysta á góðvild foreldra sinna. Fatlaðir fullorðnir einstaklingar vilji líkt og aðrir lifa sjálfstæðu lífi. „Þessi réttur er af þessu fólki tekinn, með þessari framkvæmd, og þessum skyldum er ýtt yfir á aðstandendur án lagaheimildar, án samþykkis þeirra og án greiðslu. Sem augljóslega hefur áhrif á þeirra fjárhag og möguleika þeirra á að stunda vinnu," segir Árni. Hann segir nauðsynlegt að leggja nægilegt fjármagn í málaflokkinn til þess að hægt sé að veita lögbundna þjónustuna. „Stjórnvöld hafa mjög mikinn áhuga á því að skrifa undir og tala um það, sérstaklega á tyllidögum. En þegar leggja þarf til fjármagnið sem nauðsynlegt er til að uppfylla skyldurnar kemur einhver tregða," segir Árni. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira
Fullorðnir fatlaðir einstaklingar þurfa í mörgum tilvikum að treysta á umönnun foreldra sinna þar sem margra ára bið getur verið eftir viðeigandi húsnæði. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir ástandið óviðunandi. Móðir sem þurfti að hætta að vinna til að sjá um fullorðna dóttur sína krafði Reykjavíkurborg um bætur en tapaði málinu í gær. Fjölskylda fjölfatlaðrar konu sem beið í sex ár eftir húsnæði hjá Reykjavíkurborg tapaði í gær máli gegn borginni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fjölskyldan krafðist þess að borgin greiddi þeim fyrir þjónustuna sem þau hafa veitt dóttur sinni vegna meintrar vanrækslu borgarinnar. Kröfðust þau tæplega þrjátíu þúsund króna fyrir hvern dag frá því að konan náði átján ára aldri, eða yfir sex ára tímabil. Í stefnu segir að gjaldið sé lægra en sem nemur kostnaði borgarinnar við að uppfylla lagaskyldur sínar. Móðir konunnar þurfti að hætta vinna árið 2011 þar sem dóttir hennar þarfnast sólarhringsþjónustu. Í dómnum segir að fjölskyldunni hafi hvorki tekist að sanna umfang þjónustunnar né að hún hafi verið veitt vegna vanræsklu borgarinnar. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Rætt um fjármögnun á tyllidögumÁrni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir fjölda fólks í sömu stöðu. „Frá því að ég byrjaði að starfa hérna fyrir tveimur árum síðan hef ég hitt fjölmarga einstaklinga sem eru í þessari stöðu og það er þyngra en tárum taki. Vegna þess að öllum þykir vænt um sína afkomendur og börnin sín. Að setja fólk í þessa aðstöðu er ólöglegt og það er þvert á allar mannréttindaskuldbindingar og það er ósiðlegt nánast," segir Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Hann segir óásættanlegt að borgin skuli setja fatlað fólk í þá aðstöðu að þurfa að treysta á góðvild foreldra sinna. Fatlaðir fullorðnir einstaklingar vilji líkt og aðrir lifa sjálfstæðu lífi. „Þessi réttur er af þessu fólki tekinn, með þessari framkvæmd, og þessum skyldum er ýtt yfir á aðstandendur án lagaheimildar, án samþykkis þeirra og án greiðslu. Sem augljóslega hefur áhrif á þeirra fjárhag og möguleika þeirra á að stunda vinnu," segir Árni. Hann segir nauðsynlegt að leggja nægilegt fjármagn í málaflokkinn til þess að hægt sé að veita lögbundna þjónustuna. „Stjórnvöld hafa mjög mikinn áhuga á því að skrifa undir og tala um það, sérstaklega á tyllidögum. En þegar leggja þarf til fjármagnið sem nauðsynlegt er til að uppfylla skyldurnar kemur einhver tregða," segir Árni.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira