„Hann hefur verið ótrúlegur leiðtogi og frumkvöðull“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2017 20:00 Hanna Katrín er full virðingar í garð fyrrverandi formanns Viðreisnar fyrir að hafa látið hagsmuni flokksins ganga fyrir. visir.is/Eyþór „Það er rosaleg eftirsjá að Benedikt úr þessu sæti. Hann hefur verið ótrúlegur leiðtogi og frumkvöðull. Ástæðan fyrir því að við erum flest hérna sem nýgræðingar í pólitík er sú að hann hreif okkur með sér með sýn og eldmóð. Ég hefði aldrei trúað því að nokkur næði að toga mig inn í þetta,“ segir Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar um ákvörðun Benedikts að stíga til hliðar sem formaður. Benedikt tilkynnti flokksmönnum það í morgun að hann hygðist víkja til hliðar og í hans stað kæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. „Benedikt tilkynnti okkur þetta á þingflokknum í morgun að hann væri búinn að stíga til hliðar, hann gerði það að tillögu sinni að Þorgerður tæki við sem formaður fram að landsþingi sem er fyrirhugað einhvern tíman í upphafi nýs árs,“ segir Hanna Katrín í samtali við Vísi.Mikil virðing borin fyrir BenediktHanna Katrín er full aðdáunar á Benedikt fyrir að hafa látið hagsmuni flokksins ganga fyrir því hún segir það hafa legið ljóst fyrir að flokkurinn kæmi ekki vel út í skoðanakönnunum. „Það er hins vegar staðreynd að við höfum fundið fyrir ákveðnum mótbyr. Það sem mér er efst í huga núna er að hann ætlar sér að halda áfram að starfa með okkur þó hann hafi stigið til hliðar sem formaður. Ég held að ef ekki fordæmalaust þá fordæmalítið í íslenskri pólitík að menn taki svona stóra ákvörðun, taki sjálfa sig til hliðar og láti hagsmuni flokks og kjósenda ganga fyrir.“ Hanna Katrín lýsir andrúmsloftinu á nýafstöðnum fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar: „Ef það er einhver tilfinning hér í salnum sem er öðrum fremur sterkari þá er það bara virðing. Fullkomin virðing,“ segir Hanna sem er full tilhlökkunar að hefja „þennan hasar“ undir forystu Þorgerðar Katrínar. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ráðgjafaráð fundar um stöðu formanns Viðreisnar: Benedikt er á staðnum Fundur stendur yfir hjá ráðgjafaráði Viðreisnar um stöðu Benedikts Jóhannessonar formanns flokksins. 11. október 2017 17:47 Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Segir mikilvægt að flokkurinn byggi á málefnum en ekki mönnum Bendikt tekur ákvörðunina í sátt og samlyndi við flokksmenn Viðreisnar. 11. október 2017 19:02 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
„Það er rosaleg eftirsjá að Benedikt úr þessu sæti. Hann hefur verið ótrúlegur leiðtogi og frumkvöðull. Ástæðan fyrir því að við erum flest hérna sem nýgræðingar í pólitík er sú að hann hreif okkur með sér með sýn og eldmóð. Ég hefði aldrei trúað því að nokkur næði að toga mig inn í þetta,“ segir Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar um ákvörðun Benedikts að stíga til hliðar sem formaður. Benedikt tilkynnti flokksmönnum það í morgun að hann hygðist víkja til hliðar og í hans stað kæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. „Benedikt tilkynnti okkur þetta á þingflokknum í morgun að hann væri búinn að stíga til hliðar, hann gerði það að tillögu sinni að Þorgerður tæki við sem formaður fram að landsþingi sem er fyrirhugað einhvern tíman í upphafi nýs árs,“ segir Hanna Katrín í samtali við Vísi.Mikil virðing borin fyrir BenediktHanna Katrín er full aðdáunar á Benedikt fyrir að hafa látið hagsmuni flokksins ganga fyrir því hún segir það hafa legið ljóst fyrir að flokkurinn kæmi ekki vel út í skoðanakönnunum. „Það er hins vegar staðreynd að við höfum fundið fyrir ákveðnum mótbyr. Það sem mér er efst í huga núna er að hann ætlar sér að halda áfram að starfa með okkur þó hann hafi stigið til hliðar sem formaður. Ég held að ef ekki fordæmalaust þá fordæmalítið í íslenskri pólitík að menn taki svona stóra ákvörðun, taki sjálfa sig til hliðar og láti hagsmuni flokks og kjósenda ganga fyrir.“ Hanna Katrín lýsir andrúmsloftinu á nýafstöðnum fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar: „Ef það er einhver tilfinning hér í salnum sem er öðrum fremur sterkari þá er það bara virðing. Fullkomin virðing,“ segir Hanna sem er full tilhlökkunar að hefja „þennan hasar“ undir forystu Þorgerðar Katrínar.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ráðgjafaráð fundar um stöðu formanns Viðreisnar: Benedikt er á staðnum Fundur stendur yfir hjá ráðgjafaráði Viðreisnar um stöðu Benedikts Jóhannessonar formanns flokksins. 11. október 2017 17:47 Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Segir mikilvægt að flokkurinn byggi á málefnum en ekki mönnum Bendikt tekur ákvörðunina í sátt og samlyndi við flokksmenn Viðreisnar. 11. október 2017 19:02 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Ráðgjafaráð fundar um stöðu formanns Viðreisnar: Benedikt er á staðnum Fundur stendur yfir hjá ráðgjafaráði Viðreisnar um stöðu Benedikts Jóhannessonar formanns flokksins. 11. október 2017 17:47
Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36
Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04
Segir mikilvægt að flokkurinn byggi á málefnum en ekki mönnum Bendikt tekur ákvörðunina í sátt og samlyndi við flokksmenn Viðreisnar. 11. október 2017 19:02