Vísir var með beina lýsingu frá blaðamannafundi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum sem hófst klukkan 13.15.
Freyr Alexandersson tilkynnti á fundinum hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í næstu tveimur leikjum stelpnanna okkar í undankeppni HM 2019.
Íslenska liðið fór vel af stað í undankeppninni og rústaði Færeyjum, 8-0, en stelpurnar okkar eiga nú fyrir höndum tvo mjög erfiða útileiki sem eru mikilvægir fyrir framhaldið.
Sjá má textalýsingu blaðamanns Vísis hér að neðan.
Svona var fundur Freys í Laugardalnum
