Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. október 2017 06:00 Maður, sem játað hefur að hafa banað Sanitu Brauna, óskaði ekki eftir því að andlit hans yrði hulið er hann var leiddur fyrir dómara. Vísir/anton brink Karlmaður, sem játað hefur að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í húsi við Hagamel þann 21. september síðastliðinn, sætir geðrannsókn til að skera megi úr um sakhæfi hans. Samkvæmt 2. mgr. 77. gr. laga um meðferð sakamála er rétt að láta sakborning sæta sérstakri geðrannsókn „ef vafi leikur á um að sakborningur sé sakhæfur eða refsing geti borið árangur vegna andlegs ástands hans“. Aðspurður segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, það ekki fortakslausa reglu að sakborningar í manndrápsmálum sæti geðrannsókn en ákæruvaldið geri þó mjög gjarnan kröfu um það í svona málum.Grímur Grímsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Anton Brink„Eins og kom fram í tilkynningu, þá liggur játning fyrir í málinu, en í svona málum eru alltaf rannsakaðir allir þættir sem mögulega geta skýrt málið, tæma talið má segja.“ Grímur bendir á að sakhæfi er lögfræðilegt álitaefni og þótt læknir framkvæmi geðmatið er það dómarans að komast að niðurstöðu um hvort hann sé sakhæfur eða ekki. Endanleg niðurstaða um sakhæfi liggi þannig ekki fyrir með mati læknis heldur með dómi. Rannsókn málsins er nú á lokametrunum. „Málið er enn í rannsókn hjá okkur, en það er ekki mikið eftir. Það eru að koma niðurstöður úr tæknirannsóknum og skýrslur eru að berast,“ segir Grímur sem þorir ekki að segja til um hvenær niðurstaða rannsóknarinnar verði send héraðssaksóknara sem fer með ákæruvald í málinu. Grímur segir blasa við að konan hafi látist af völdum höfuðáverka, en lögregla hefur þegar greint frá því að sakborningurinn í málinu hafi játað að hafa greitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Sakborningurinn sætir nú gæsluvarðhaldi til 27. október á grundvelli úrskurðar sem kveðinn var upp 29. september síðastliðinn. Upphaflega var maðurinn úrskurðaður í vikuvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna, en vegna þess hve vel rannsóknin er á veg komin, byggir gildandi úrskurður á 2. mgr. 95. gr. almennra hegningarlaga um almannahagsmuni eins og tíðkast í manndrápsmálum. Birtist í Fréttablaðinu Manndráp á Hagamel Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Karlmaður, sem játað hefur að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í húsi við Hagamel þann 21. september síðastliðinn, sætir geðrannsókn til að skera megi úr um sakhæfi hans. Samkvæmt 2. mgr. 77. gr. laga um meðferð sakamála er rétt að láta sakborning sæta sérstakri geðrannsókn „ef vafi leikur á um að sakborningur sé sakhæfur eða refsing geti borið árangur vegna andlegs ástands hans“. Aðspurður segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, það ekki fortakslausa reglu að sakborningar í manndrápsmálum sæti geðrannsókn en ákæruvaldið geri þó mjög gjarnan kröfu um það í svona málum.Grímur Grímsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Anton Brink„Eins og kom fram í tilkynningu, þá liggur játning fyrir í málinu, en í svona málum eru alltaf rannsakaðir allir þættir sem mögulega geta skýrt málið, tæma talið má segja.“ Grímur bendir á að sakhæfi er lögfræðilegt álitaefni og þótt læknir framkvæmi geðmatið er það dómarans að komast að niðurstöðu um hvort hann sé sakhæfur eða ekki. Endanleg niðurstaða um sakhæfi liggi þannig ekki fyrir með mati læknis heldur með dómi. Rannsókn málsins er nú á lokametrunum. „Málið er enn í rannsókn hjá okkur, en það er ekki mikið eftir. Það eru að koma niðurstöður úr tæknirannsóknum og skýrslur eru að berast,“ segir Grímur sem þorir ekki að segja til um hvenær niðurstaða rannsóknarinnar verði send héraðssaksóknara sem fer með ákæruvald í málinu. Grímur segir blasa við að konan hafi látist af völdum höfuðáverka, en lögregla hefur þegar greint frá því að sakborningurinn í málinu hafi játað að hafa greitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Sakborningurinn sætir nú gæsluvarðhaldi til 27. október á grundvelli úrskurðar sem kveðinn var upp 29. september síðastliðinn. Upphaflega var maðurinn úrskurðaður í vikuvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna, en vegna þess hve vel rannsóknin er á veg komin, byggir gildandi úrskurður á 2. mgr. 95. gr. almennra hegningarlaga um almannahagsmuni eins og tíðkast í manndrápsmálum.
Birtist í Fréttablaðinu Manndráp á Hagamel Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira