Rétt ákvörðun að slíta stjórnarsamstarfinu: „Við getum ekki verið hluti af frændhygli og sérhagsmunum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. október 2017 22:56 Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, sagði flokkinn hafa aukið á heiðarleika í íslenskri pólitík. Vísir/Stöð2 Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði að flokksmenn hefðu slitið stjórnarsamstarfinu vegna þess að þeir gátu ekki hugsað sér að vera „hluti af frændhygli og sérhagsmunum.“ Guðlaug Kristjánsdóttir var, ásamt fulltrúum flokkanna í Norðvesturkjördæmi, gestur Höskuldar Kára Schram í öðrum Kosningaþætti Stöðvar 2. Í þættinum var tekist á um stjórnarslitin en fulltrúarnir voru ekki á einu máli um það hvers vegna gengið er til kosninga. Guðlaug segist „dauðsjá“ eftir Björt Ólafsdóttur úr Umhverfisráðuneytinu og Óttari Proppé úr heilbrigðismálunum en hún segir að það sé til marks um hugrekki þeirra að kasta frá sér valdastólunum til að standa vörð um sín gildi. Aðspurð, segir Guðlaug að það hafi verið rétt ákvörðun að slíta samstarfinu. „Algjörlega, okkar ákvörðun kom í kjölfarið á framgöngu annarra.“ Hún segir ákvörðunina sýna fram á það að Björt framtíð sé flokkur sem standi við orð sín. „Við segjum það sem við meinum og gerum það sem við segjum. Við komum inn til að breyta.“Haraldur Benediktsson, sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði flokkinn tilbúinn í kosningabaráttuna.Vísir/Stöð 2Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, er ekki sama sinnis. Aðspurður, segir Haraldur Sjálfstæðismenn ekki vera sáttir með aðdraganda kosninganna og tekur þannig mið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta stjórnarsamstarfinu án þess að ræða við stjórnarflokkana fyrst. „Nei, að sjálfsögðu ekki. Við vorum ekki á leið í kosningar. Við vorum rifin frá verkum sem við vorum rétt að hefja vinnu við,“ segir Haraldur. Hann segir þó að það sé enginn vandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fara í kosningar og að kosningabaráttan sé nú þegar hafin.Í spilaranum að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gönuhlaup Bjartrar framtíðar Ríkisstjórnin er búin að sitja í 8 mánuði, og má draga frá þessum tíma þinghlé og sumarleyfi. Var ríkisstjórnin því enn með stefnu sína og framkvæmdaáætlun á undirbúningsstigi. Með riftun Bjartrar framtíðar á stjórnarsamkomulaginu var þessi undirbúningur að litlu gerður; tapaður tími og vinna 20. september 2017 07:00 Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 15. september 2017 06:09 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði að flokksmenn hefðu slitið stjórnarsamstarfinu vegna þess að þeir gátu ekki hugsað sér að vera „hluti af frændhygli og sérhagsmunum.“ Guðlaug Kristjánsdóttir var, ásamt fulltrúum flokkanna í Norðvesturkjördæmi, gestur Höskuldar Kára Schram í öðrum Kosningaþætti Stöðvar 2. Í þættinum var tekist á um stjórnarslitin en fulltrúarnir voru ekki á einu máli um það hvers vegna gengið er til kosninga. Guðlaug segist „dauðsjá“ eftir Björt Ólafsdóttur úr Umhverfisráðuneytinu og Óttari Proppé úr heilbrigðismálunum en hún segir að það sé til marks um hugrekki þeirra að kasta frá sér valdastólunum til að standa vörð um sín gildi. Aðspurð, segir Guðlaug að það hafi verið rétt ákvörðun að slíta samstarfinu. „Algjörlega, okkar ákvörðun kom í kjölfarið á framgöngu annarra.“ Hún segir ákvörðunina sýna fram á það að Björt framtíð sé flokkur sem standi við orð sín. „Við segjum það sem við meinum og gerum það sem við segjum. Við komum inn til að breyta.“Haraldur Benediktsson, sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði flokkinn tilbúinn í kosningabaráttuna.Vísir/Stöð 2Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, er ekki sama sinnis. Aðspurður, segir Haraldur Sjálfstæðismenn ekki vera sáttir með aðdraganda kosninganna og tekur þannig mið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta stjórnarsamstarfinu án þess að ræða við stjórnarflokkana fyrst. „Nei, að sjálfsögðu ekki. Við vorum ekki á leið í kosningar. Við vorum rifin frá verkum sem við vorum rétt að hefja vinnu við,“ segir Haraldur. Hann segir þó að það sé enginn vandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fara í kosningar og að kosningabaráttan sé nú þegar hafin.Í spilaranum að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gönuhlaup Bjartrar framtíðar Ríkisstjórnin er búin að sitja í 8 mánuði, og má draga frá þessum tíma þinghlé og sumarleyfi. Var ríkisstjórnin því enn með stefnu sína og framkvæmdaáætlun á undirbúningsstigi. Með riftun Bjartrar framtíðar á stjórnarsamkomulaginu var þessi undirbúningur að litlu gerður; tapaður tími og vinna 20. september 2017 07:00 Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 15. september 2017 06:09 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Gönuhlaup Bjartrar framtíðar Ríkisstjórnin er búin að sitja í 8 mánuði, og má draga frá þessum tíma þinghlé og sumarleyfi. Var ríkisstjórnin því enn með stefnu sína og framkvæmdaáætlun á undirbúningsstigi. Með riftun Bjartrar framtíðar á stjórnarsamkomulaginu var þessi undirbúningur að litlu gerður; tapaður tími og vinna 20. september 2017 07:00
Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 15. september 2017 06:09