Er stolt, hrærð og ánægð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2017 09:15 Eva Björk lítur björtum augum til framtíðarstarfsins í Dómkirkjunni. Vísir/Ernir Þetta eru vissulega tímamót. Ég er stolt, hrærð og ánægð,“ segir séra Eva Björk Valdimarsdóttir sem nýlega var ráðin til prestþjónustu í Dómkirkjunni. Hún kveðst spennt fyrir að vinna fyrir söfnuðinn þar við hlið sóknarprestsins, séra Sveins Valgeirssonar, og annars starfsfólks. Eva Björk er ekki alveg blaut bak við eyrun. „Síðustu tvö ár hef ég verið prestur í Keflavíkurkirkju, vígðist þangað árið 2015 en var áður framkvæmdastjóri Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar í tvö ár. Byrjaði í því starfi þegar ég útskrifaðist úr guðfræðideild Háskólans árið 2013. Áður tók ég BA í sálfræði og vann ýmis störf tengd sálfræðinni því ég var á leið í framhaldsnám í réttarsálfræði þegar ég venti mínu kvæði í kross og ákvað að fara í guðfræðideildina. Hafði hugsað æ meira um trúmál og trúarbrögð eins og margir aðrir, tel að atburðirnir 11. september 2001 hafi haft þar áhrif og að eftir þá hafi mörgum fundist trú hættuleg. En ég álít að við þurfum frekar að læra meira bæði um okkar kristnu trú og önnur trúarbrögð.“ Það erfiðasta sem Eva Björk hefur tekist á við í prestsstarfinu er að jarðsyngja ungt fólk. „Dauðinn snertir mann alltaf djúpt, einkum þegar hann er ótímabær. Þá þarf maður styrk til að þjóna syrgjendum en það er líka gefandi.“ Hún kveðst ekki hafa áhyggjur af að íslenska þjóðin sé að ganga af trúnni. „Ég held að fólk sé miklu trúaðra almennt en umræðan í þjóðfélaginu gefur til kynna. Það kom til dæmis í ljós í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs 2012, þá var umræðan um íslensku þjóðkirkjuna búin að vera neikvæð, samt kaus fólk með henni.“ Eva Björk er fædd og uppalin á Akureyri en flutti til Reykjavíkur 1998 þegar hún fór í sálfræðina í HÍ. Trúarlegt uppeldi? „Já, að einhverju leyti. Ég fór í sunnudagaskóla í Glerárkirkju og kristilegar sumarbúðir á Vestmannsvatni. Bara svipað og gerist og gengur,“ segir hún látlaus og veit ekki enn hvenær hún stígur fyrst í stólinn í höfuðkirkju Íslands. Lífið Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fleiri fréttir „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum Sjá meira
Þetta eru vissulega tímamót. Ég er stolt, hrærð og ánægð,“ segir séra Eva Björk Valdimarsdóttir sem nýlega var ráðin til prestþjónustu í Dómkirkjunni. Hún kveðst spennt fyrir að vinna fyrir söfnuðinn þar við hlið sóknarprestsins, séra Sveins Valgeirssonar, og annars starfsfólks. Eva Björk er ekki alveg blaut bak við eyrun. „Síðustu tvö ár hef ég verið prestur í Keflavíkurkirkju, vígðist þangað árið 2015 en var áður framkvæmdastjóri Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar í tvö ár. Byrjaði í því starfi þegar ég útskrifaðist úr guðfræðideild Háskólans árið 2013. Áður tók ég BA í sálfræði og vann ýmis störf tengd sálfræðinni því ég var á leið í framhaldsnám í réttarsálfræði þegar ég venti mínu kvæði í kross og ákvað að fara í guðfræðideildina. Hafði hugsað æ meira um trúmál og trúarbrögð eins og margir aðrir, tel að atburðirnir 11. september 2001 hafi haft þar áhrif og að eftir þá hafi mörgum fundist trú hættuleg. En ég álít að við þurfum frekar að læra meira bæði um okkar kristnu trú og önnur trúarbrögð.“ Það erfiðasta sem Eva Björk hefur tekist á við í prestsstarfinu er að jarðsyngja ungt fólk. „Dauðinn snertir mann alltaf djúpt, einkum þegar hann er ótímabær. Þá þarf maður styrk til að þjóna syrgjendum en það er líka gefandi.“ Hún kveðst ekki hafa áhyggjur af að íslenska þjóðin sé að ganga af trúnni. „Ég held að fólk sé miklu trúaðra almennt en umræðan í þjóðfélaginu gefur til kynna. Það kom til dæmis í ljós í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs 2012, þá var umræðan um íslensku þjóðkirkjuna búin að vera neikvæð, samt kaus fólk með henni.“ Eva Björk er fædd og uppalin á Akureyri en flutti til Reykjavíkur 1998 þegar hún fór í sálfræðina í HÍ. Trúarlegt uppeldi? „Já, að einhverju leyti. Ég fór í sunnudagaskóla í Glerárkirkju og kristilegar sumarbúðir á Vestmannsvatni. Bara svipað og gerist og gengur,“ segir hún látlaus og veit ekki enn hvenær hún stígur fyrst í stólinn í höfuðkirkju Íslands.
Lífið Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fleiri fréttir „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning