Framlengingin: Haukar geta barist um titilinn en ÍR á ekki möguleika á heimavallarétti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. október 2017 22:00 Önnur framlenging vetrarins í Domino's Körfuboltakvöldi fór fram í gærkvöld. Sérfræðingar Kjartans Atla Kjartanssonar voru að þessu sinni þeir Kristinn Geir Friðriksson og Jón Halldór Eðvaldsson. Þeir ræddu meðal annars áhrif Kára Jónssonar á Haukaliðið, gæði hóps Tindastólsmanna og hvort ÍR-ingar gætu barist um heimavallarétt. „Ef að spurningin er „Verða Haukar Íslandsmeistari?“ Svarið mitt er nei, en hins vegar, eftir það sem ég sagði hérna áðan að deildin er miklu jafnari. Það eru fleiri lið sem að eru ekki eins góð eins og undanfarin ár, þá segi ég já, þeir eru contenders,“ sagði Jón Halldór.Kári snéri aftur heim til Hafnarfjarðar í gær eftir að hafa verið í bandaríska háskólaboltanum. Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður ÍR, sagði eftir sigurinn á Hetti að liðið ætlaði sér að berjast um heimavallarétt í úrslitakeppninni. „Aldrei. Ekki að ræða það. Gleymdu hugmyndinni. Takk fyrir mig, túkall. Nú bara vitna ég í alla frasana frá Svala og Fannari,“ sagði Kristinn Geir. „Það eru tveir leikir búnir af tímabilinu og þeir eru að tala um þetta rug. Hættið þessu rugli uppi í Breiðholti.“ „Ég ætla að tvista smá orðatiltæki. Þetta er of sátt bráðlát sem að Matti var með,“ sagði Jón Halldór og tók undir með Kristni. Kjartan Atli varpaði fram spurningu um hvort Tindastóll væri einfaldlega með of marga góða leikmenn og voru strákarnir hreint ekki sammála um það. „Já, það er bara svoleiðis,“ sagði Jón Halldór einfaldlega. „Þeir eru með tvo leikstjórnendur og það gengur aldrei.“ „Hættu þessu rugli. Er hægt að vera með of gott lið til þess að vera gott? Hvað ertu að tala um?“ mótmælti Kristinn þá harðlega. „Þú ert með tólf frábæra leikmenn og púslar þeim rétt saman þá ertu kominn með geggjað lið.“ Þeir völdu Grindavík sem besta lið Suðurnesjanna og telja að Jesse Pellot-Rosa hjá Þór Þorlákshöfn verði sendur heim á næstu dögum. Framlenginguna í heildina má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Domino's Körfuboltakvöld: Lið og leikmenn umferðarinnar Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi völdu lið og leikmann 2. umferðar Domino's deildar karla í uppgjörsþættinum í gærkvöldi, jafnframt því að gera upp þriðju umferð í Domino's deild kvenna. 14. október 2017 12:00 Domino's Körfuboltakvöld: Matareitrun, já ertu ekki orðinn fínn bara? Leikmenn Þórs frá Þorlákshöfn hafa ekki byrjað tímabilið í Domino's deild karla eins og þeir hefðu óskað, en margir leikmanna liðsins þjáðust af matareitrun í upphafi móts. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu frestunina í gær og hnakkrifust um hana eins og þeim einum er lagið. 14. október 2017 14:30 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Önnur framlenging vetrarins í Domino's Körfuboltakvöldi fór fram í gærkvöld. Sérfræðingar Kjartans Atla Kjartanssonar voru að þessu sinni þeir Kristinn Geir Friðriksson og Jón Halldór Eðvaldsson. Þeir ræddu meðal annars áhrif Kára Jónssonar á Haukaliðið, gæði hóps Tindastólsmanna og hvort ÍR-ingar gætu barist um heimavallarétt. „Ef að spurningin er „Verða Haukar Íslandsmeistari?“ Svarið mitt er nei, en hins vegar, eftir það sem ég sagði hérna áðan að deildin er miklu jafnari. Það eru fleiri lið sem að eru ekki eins góð eins og undanfarin ár, þá segi ég já, þeir eru contenders,“ sagði Jón Halldór.Kári snéri aftur heim til Hafnarfjarðar í gær eftir að hafa verið í bandaríska háskólaboltanum. Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður ÍR, sagði eftir sigurinn á Hetti að liðið ætlaði sér að berjast um heimavallarétt í úrslitakeppninni. „Aldrei. Ekki að ræða það. Gleymdu hugmyndinni. Takk fyrir mig, túkall. Nú bara vitna ég í alla frasana frá Svala og Fannari,“ sagði Kristinn Geir. „Það eru tveir leikir búnir af tímabilinu og þeir eru að tala um þetta rug. Hættið þessu rugli uppi í Breiðholti.“ „Ég ætla að tvista smá orðatiltæki. Þetta er of sátt bráðlát sem að Matti var með,“ sagði Jón Halldór og tók undir með Kristni. Kjartan Atli varpaði fram spurningu um hvort Tindastóll væri einfaldlega með of marga góða leikmenn og voru strákarnir hreint ekki sammála um það. „Já, það er bara svoleiðis,“ sagði Jón Halldór einfaldlega. „Þeir eru með tvo leikstjórnendur og það gengur aldrei.“ „Hættu þessu rugli. Er hægt að vera með of gott lið til þess að vera gott? Hvað ertu að tala um?“ mótmælti Kristinn þá harðlega. „Þú ert með tólf frábæra leikmenn og púslar þeim rétt saman þá ertu kominn með geggjað lið.“ Þeir völdu Grindavík sem besta lið Suðurnesjanna og telja að Jesse Pellot-Rosa hjá Þór Þorlákshöfn verði sendur heim á næstu dögum. Framlenginguna í heildina má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Domino's Körfuboltakvöld: Lið og leikmenn umferðarinnar Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi völdu lið og leikmann 2. umferðar Domino's deildar karla í uppgjörsþættinum í gærkvöldi, jafnframt því að gera upp þriðju umferð í Domino's deild kvenna. 14. október 2017 12:00 Domino's Körfuboltakvöld: Matareitrun, já ertu ekki orðinn fínn bara? Leikmenn Þórs frá Þorlákshöfn hafa ekki byrjað tímabilið í Domino's deild karla eins og þeir hefðu óskað, en margir leikmanna liðsins þjáðust af matareitrun í upphafi móts. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu frestunina í gær og hnakkrifust um hana eins og þeim einum er lagið. 14. október 2017 14:30 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Domino's Körfuboltakvöld: Lið og leikmenn umferðarinnar Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi völdu lið og leikmann 2. umferðar Domino's deildar karla í uppgjörsþættinum í gærkvöldi, jafnframt því að gera upp þriðju umferð í Domino's deild kvenna. 14. október 2017 12:00
Domino's Körfuboltakvöld: Matareitrun, já ertu ekki orðinn fínn bara? Leikmenn Þórs frá Þorlákshöfn hafa ekki byrjað tímabilið í Domino's deild karla eins og þeir hefðu óskað, en margir leikmanna liðsins þjáðust af matareitrun í upphafi móts. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu frestunina í gær og hnakkrifust um hana eins og þeim einum er lagið. 14. október 2017 14:30